Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 20
142 LÆKNABLADID Meiriháttar sjóngallar: Nærsýni>0.75 D, fjar- sýni >4.0 D, sjónskekkja 1.5 D (significant astigmatismus), mismunandi sjónlag (signifi- cant anisometropia) > 1.5 D. Skjálg (strabi- smus). Starfræn sjóndepra (amblyopia) meiri en tveggja línu munur milli augna. Meöferð var þegar hafin á börnum í þessum flokki. NIÐURSTÖÐUR Af þeim 410 börnum búsettum í Reykjavík fæddum 1976 og 1977, sem skoðuð hafa verið á göngudeild augndeildar Landakotsspítala hafa 200 fundist með sjóngalla og/eða skjálg eða 7.8 % af íbúatölunni í árgöngunum sbr. 4. töflu. Á barnadeildum heilsugæslustöðva fund- ust 130 eða 5 % af árgangatölunni. Ef miðað er við fjölda sjónprófaðra á barnadeildum heilsugæslustöðvanna fundust sjóngallar hjá 6.1 %. Um 65 % sjóngalla finnst við skipulega leit eins og fram kemur í 4. töflu. Meirihluti skjálgra barna fannst fyrir fjögurra ára aldur, án skipulegrar leitar enda er augn- skekkja oft augljós á fyrstu aldursárum. Aftur á móti dyljast sjóngallar og finnast ekki nema við skipulega leit eins og fram kemur við sjónprófið á heilsugæslustöðvunum sbr. 4. töflu. Ekki er marktækur munur á sjónlagi, sjónlagsgöllum og skjálg hjá drengjum og stúlkum 1 þessari könnun (P>0.05). Eru bæði kyn því höfð saman í töflum til einföldunar. í 5. töflu er getið meiri háttar sjónlagsgalla, sem greint er frá í þessu uppgjöri, bæði hjá skjálgum og börnum með eðlilega samsjón. í 6. töflu er marktæk sjónskekkja flokkuð og sýnt hve skjálg er algeng meðal þeirra. I 7. töflu er flokkun þeirra barna, sem Tablke IV. Significant eyes disorders found in 410 chitdren born 1976 and 1977 tiving in Reykjavík examined at the Orthoptic eye department St. Joseph’s Hospital. Both sexes. Major eye disorders Minor refractive errors and phorias Percentage of population b. 1976 and 1977 Percentage of eye disorders Referred by Refractive errors Manifest strabismus Total Health centers 66 23 41 130 5.0 65.0 Others 6 50 14 70 2.8 35.0 Total 72 73 55 200 7.8 100.0

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.