Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 30
150 LÆKNABLADID VIÐBÓT VIÐ FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS 1982 Þegar fundargerðin birtist í janúar kom í ljós niður hafði fallið hluti af frásögn af erindi Þóroddar Jónassonar um heilsugæslustöðvar, starfsemi þeirra og rekstrarform almennra lækninga. Aftan við þá frásögn, sem birt er vantar alveg meginefni erindis Þóroddar. Af þeim sökum kemur ekki fram hvaða boðskaþ hann hafði að flytja. Skal hér reynt að bæta úr og er stuðst við minnisþunkta hans að áður- nefndu erindi. Þóroddur ræddi fyrst alntennt um þróun heimilislækninga á Akureyri (Lækna- biaðið 1983; 69: 26) og um heimilislækningar almennt og vék þá að afstöðu sinni til sam- bands sjúklings og læknis: »Ég skal taka fram, að ég er eindreginn stuðningsmaður númerakerfisins, sem svo er kallað, ekki sem greiðslufyrirkomulags, heldur sem tákni þess kerfis, að samband sjúklings og læknis haldist sem lengst, helst árum og áratugum saman, geti báðir aðilar við það unað. Slíkt kerfi kemur í veg fyrir tvíverknað, sem oft sjást ömurleg dæmi um einkum í sambandi við sjúkrahús, ónóg tengsl og uþþlýsingar um sjúklinga, og tímatöf bæði læknis og sjúklings við það, að nýr læknir þurfi að kynna sér mikið af heimildum eða sjúklingur að byrja á ævisögu sinni aftur og aftur. Þessu kerfi fyigir á hinn bóginn sú hætta að við stöðnum í skoðun okkar á sjúklingi, verðum ekki nógu vakandi og virkir. Við því kann ég ekki annað ráð en að við séum minnugir tilhneigingar okkar í þessu máli og þekking sú, sem við smátt og smátt fáum á sjúklingi og högum hans gerir meira en að vega þar upp á móti.« Þóroddur ræddi síðan um það, að á Akur- eyri væru heimilislækningar stundaðar í samfé- lagi sem væri svo fjölmennt, að þar er rekið deildaskipt sjúkrahús og það, að heimilis- lækningar og sjúkrahússtarf eiga þar ekki samleið, nema að litlu leyti. í lok erindis síns dró hann saman nið- urstöður um áratugar reynslu á lækna- miðstöðinni á Akureyri og eru þær á þessa leið: »a) Hægt er að halda uppi viðunandi heimil- islækningum á sameiginlegri stöð með sameig- inlega aðstöðu, afgreiðslu og rannsóknaþjón- ustu, án þess að húsakynni sé frá upphafi ætluð til þess. Önnur húsakynni, aðra húsaskipan má laga, svo að hún geti þjónað þeim tilgangi. b) A slíkri stöð geta starfað saman læknar úr mismunandi aldursflokkum, með mismun andi venjur og aðferðir við vinnu sína. Tæpast er vitað um neitt fyrirkomulag, sem beri svo af öðrum, að rétt sé í slíkum tilfellum að fyrir- skipa það, þvinga alla til að taka það upp, (t.d. hvað snertir tímapantanir, tímaröðun o.fl.). c) Aukin og bætt rannsóknaaðstaða gerir a.m.k. þrennt: Gerir mögulegt að gera fleira fyrir sjúkling í senn, svo að hann fær meira út úr komu sinni, gerir starfið ánægjulegra og dregur úr fjölda vitjana, ekki síst í dreifbýli. Því meiri sem munur er á að koma á stofu eða að fá lækni heim, þeim mun minna er um vitjanir. Slíkri aðstöðu verður ekki komið upp fyrir hvern og einn lækni og því þarf að læknum bætta aðstöðu á sama stað. d) Hægt er að koma á »starfstengslum«, nánar óskilgreindum, sem byggja á möguleika tveggja aðila, lækna sjúkrahúss,(gjarnan deilda- skipts sjúkrahúss) og hóps heimilislækna, að notfæra sér sömu aðstöðu og tæki, einkum við dýrar, flóknar og sjaldgæfar rannsóknir. Ekki er nauðsynlegt að þessir aðilar séu í land- fræðilegri nánd hver við annan, hvað þá heldur að þeir starfi undir sama þaki. Röntgen- myndatökur og aðrar sérhæfðar rannsóknir eru hvort sem er ekki heimilislækni tiltækar eða sjúklingi hans hvenær sem er, nema um bráða hjálp sé að ræða, heldur verður að skipuleggja þær. Undirbúningur flestra rann- sókna, jafnvel sýnataka, getur farið fram hjá heimilislækni og svör og niðurstöður eiga skilyrðislaust að koma þangað og liggja þar fyrir á einum stað um hvern sjúkling fyrir sig.«

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.