Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 22
144 LÆKNABLADIÐ Algengi annarra sjóngalla má miða við heildartölu sjónprófaðra á heilsugæslustöðv- um, enda voru par skoðuð 82.5 % af fæðing- arárgöngunum. Pegar borin er saman könnun, gerð í Suður- Svípjóð fyrir rúmum áratug, kemur í ljós mjög svipaður árangur leitar að sjóngöllum 4 ára barna og í pessari könnun (2). Hjúkrunarfræðingar sjónprófuðu börnin á heilsugæslustöð og augnlæknir skoðaði pau, sem ekki stóðust pær kröfur um sjón og samsjón, sem gerðar voru. Sömu rannsóknaraðferðir og skilmerki voru notuð í báðum könnunum. Árangur beggja kannananna er sýndur í 9. töflu. Tæplega 4 % voru með skjálg og um 8 % purftu gleraugu. Aðal sjónlagsgallinn var fjarsýni>2.5 D, 28.5 % af skoðuðum, en nærsýni var 3.9 % eða mjög svipað og í þessari könnun. í pessari sænsku könnun var talið að um 97 % barna með sjóngalla hafi fundist með sjónprófi einu saman og ef krafa um lág- marksssjón hefði verið minni en 5/6 hefði árangur orðið mun lakari. í Cardiff var kannað afbrigðilegt vöðvajafn- vægi hjá heilum fæðingarárgangi, 4832 börn- um, 4-5 ára (3). Algengistölur eru mjög svipa- ðar og í þessari könnun, nema að tiltölulega fleiri fundust par með tileygð í Cardiff- könnu- ninni sbr. 10. töflu. í Finnlandi reyndust 2.7 % fjögurra ára barna vera með skjálg í könnun, sem par var gerð og 1.3 % með starfræna sjóndepru (am- blyopia) (5). Hversu mörg börn með meiriháttar sjón- galla fundust ekki við augnskoðun 4 ára barna á heilsugæslustöðvum í þessari könnun? Því er svarað með skipulegri leit eftir að börn eru byrjuð í skóla. Par sem börn, sem ekki ná 5/6 sjón eru send til augnlæknis er sennilegt að flest börn með meiriháttar sjóngalla komi í leitirnar við frumskoðunina eins og komið hefur í ljós við sænsku könnunina. Af línuritinu má nokkuð ráða hversu mörg af 4 ára börnum í þessari könnun verða nærsýn. Sjónlag breytist með aldrinum en mest á unglingsaldri. Talið er að framhluti augans hafi náð fullum vexti, pegar hann er tveggja ára. Afturhluti augans er í vexti fram yfir tvítugt og augað verður dýpra. Skýrir petta sjónbreyt- ingu yfir í nærsýni. Þeir sem fæðast með rétt sjónlag eða fjarsýni á lágu stigi verða því nærsýnir, þegar fram-aftur ás augans lengist Table IX. Ophthalmological examination of 4 year o!d children in Reykjavik and Sweden (2) (screening and diagnostic investigation). Iceland Sweden 1981 1971 Vision screening of 4 years old 2128 2387 Referred to Eye department 309 358 Referred 14.4 °/o 15.0 % Found with significant eyedisorders 42.1 % 43.0 % Eye disorders percentage of screened 6.1 % 6.4 % Table X. Comparision of muscular imbaiance of 4 year old children per thousand population in pre- sent study and the Cardiff study (3). Reykjavík Cardiff Esotropia 20.8 36.2 Exotropia 7.3 7.7 Esophoria 7.3 6.7 Exophoria 6.6 6.7 Total 42.0 57.3 Table XI. Ophthalmic examination of 4 year old children born 1976 and 1977 done at the orthoptic clinic St. Joseph's Hospital. Percentage of children born 1976 Regions Number and 1977 Reykjavík .... 410 15.9 Suburbs .... 137 10.2 Other communities .... 100 2.4 The whole country 647 8.1 og myndin, sem horft er á fellur í brennidepil fyrir framan sjónhimnu. í skýrslu (11) um skólaeftirlit í grunnskólum í Reykjavík 1980 segir að 13.068 börn hafi verið sjónprófuð en það er 87.1 % af öllum nemendum. Af sjónprófuðum voru 1554 með gleraugu eða 11.9% af sjónprófuðum. Af þessu má sjá að nærsýnum er farið að fjölga meðal barna á grunnskólastiginu (6-15 ára). í 11. töflu greinir frá börnum sem fædd eru 1976 og 1977, sem höfðu verið skoðuð á gögudeild augndeildar í árslok 1981. Eru langflest úr Reykjavík, þar næst úr nágranna- bæjum, en langfæst utan af landsbyggðinni. Börn á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eiga kost á augnþjálfun, en önnur ekki.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.