Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 27
LÆKNABLADID 147 3) Umönnun sjúklinga er persónuleg og snert- ir öll vandamál peirra. Pegar sjúklingur er í umsjá annarra, gætir heimilislæknir pess, aö meðferð sé samhæfð og tengd pví, sem á undan er gengið (comprehensive care). 4) Heimilislæknir sér um heilsuvernd og leit- ast við að fræða sjúklinga sína sem best í samskiptum sínum við pá. Hann lítur á hið jákvæða og heilbrigða í fólki, en einblínir ekki á sjúkdóma (preventive care). Eiginleikar kennara. Við undirbúning fram- haldsnámsins voru tilgreindir fjórir eiginleikar, sem talið var, að kennari í heimilislækningum pyrfti að hafa til að bera. Þeir eru: 1) Hann ætti að hafa að minnsta kosti 5 ára reynslu af almennum lækningum og hafa skarað fram úr í starfi. 2) Áhugi á kennslu- og fræðsiumálum er nauðsynlegur. 3) Hann parf að hafa vísindalegt viðhorf til læknisstarfs og geta skoðað eigin reynslu og annarra með gagnrýni. 4) Stjórnunarreynsla er æskileg. Tilgangur. Tilgangur námsins er að veita reynslu í lækningum, kennslu, vísindalegum rannsóknum og að stuðla að aukinni sjálfspek- kingu hjá nemendum. Framhaldsnám í heimil- islækningum á að vera markvisst og sniðið að framtíðarstarfi nemans. Það verður að stand- ast ströngustu gæðakröfur háskóla. Lýsing Verknám; lækningar og kennsla. Læknirinn vinnur á heimilislækningastöð. í hverjum starfshóp eru eftirtaldir aðilar: Heimilislæknir (yfirmaður og kennari), hjúkrunarfræðingur, læknaritari, læknanemi og tveir læknar, sem eru í sérnámi í heimilislækningum. Sá, sem er í framhaldsnáminu, öðlast reynslu af einstak- lingsbundinni leiðsögn í starfi. Hann tekur pátt í kennslu og námi í litlum hóp og kynnist notkun myndsegulbanda. Auk pess eru viku- legir fundir um sjúkratilfelli. Hann viðheldur starfsreynslu sinni með pví að annast sjúklinga pau tvö ár, sem hann er í náminu. Fylgst er með vinnu framhaldsnemans af yfirmanni hvers starfshóps. Fer petta fram með ýmsum hætti og veitist mörgum reyndum lækninum erfitt að vera undir smásjánni aftur. En enginn verður óbarinn biskup, og enda pótt lærdóm- urinn sé sársaukafullur í byrjun, pá venjast menn pví smám saman að vera lærlingar en ekki sjálfs sín herrar. Mörgum pykir skrýtið að sjá sjálfan sig á sjónvarpsskermi og verða jafnhissa og maðurinn, sem leit fyrst í spegil. Reynt er að rækta næmi fyrir tilfinningum sjúklinga og skilning á eigin tilfinningum í samskiptum við pá. Samtalstækni er kennd og lögð er áhersla á að vera vakandi fyrir raunverulegu tilefni pess, að sjúklingur leitaði læknis. Hvort sem um er að ræða að sjá sjúklinga á stofu, í heimahúsum eða að annast pá á spítala, pá er ávallt hægt að hafa náin samráð við kennara. Heimilislæknar hér hafa ákveðinn fjölda rúma á hverjum spítala. Þegar peir leggja fólk inn á sjúkrahús, stjórna peir oftast meðferðinni. Leiti peir álits sérfræðings geta peir um á hvern hátt peir vilja færa sér pjónustu hans í nyt. Er pá um prjá möguleika að ræða: 1) Álits er óskað. 2) Óskað er álits og samráðs og samvinnu varðandi meðferð. 3) Sjúklingi er vísað til fullrar meðferðar og ábyrgðar hjá sérfræðingi. Enda pótt sjúklingar séu pannig stundum í algerri umsjá annarra, pá líta heimilislæknar daglega til skjólstæðinga sinna, ef peir liggja inni á spítala. Bóknám. Boðið er upp á námskeið í kennslu- fræðum, fræðilegum grundvelli heimilislækn- inga, persónu mannsins og lækningum, sið- fræði, stjórnun og vísindalegum rannsóknaað- ferðum. Kennt er í smáhópum og ætlast er til virkrar pátttöku nemenda. Skriflegu verkefni er skilað að loknu hverju námskeiði. Kennslufræði (Teaching and Learning in Family Medicine). 2 annir (1 önn = '/2 skólaár). Farið er yfir helstu hugtök og að- ferðir kennslufræða og verklegar æfingar fara fram í tímum. Fræðilegur grundvöllur heimilislækninga (Theoretical Foundations of Family Medicine). 1 önn. Fjallað er um læknisfræðina sem vísindi, tækni, fag og list. Kynntar eru kenning- ar um greiningu og flokkun sjúkdóma, venju- legan feril peirra og orsakir. Persóna mannsins og lækningar I (Intro- duction to Whole Person Medicine). Nám- skeiðið fjallar um próun manneskjunnar og proska. Sérstakur gaumur er gefinn að per- sónu læknisins og sambandinu á milli hans og sjúklingsins. Kennslan fer fram í litlum hóp og byggist mjög á persónulegri reynslu nemenda.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.