Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 45
LÆKNABLADID 159 annarra marserar inn til sjúklinganna, er sem betur fer mikið breyttur. Nú er það viðtekin venja á deildum, sem ég þekki til, að farið er yfir bækur og mál sjúklinganna rædd, áður en læknir fer stofugang. Það vildi æði oft brenna við, að sjúklingurinn gleymdist alveg, og hver getur sjálfan sig séð, með að hafa hugrekki til að ræða sín mál í viðurvist slíks fjölda. Eftirá voru sjúklingarnir ráðþrota og höfðu ef til vill gleymt að spyrja um eitthvað, sem lá peim á hjarta. ÖIl slík mál beinast mjög mikið til okkar hjúkrunarfræðinganna, sem erum, eins og kom fram hér áðan, miklu meira með sjúklingunum á deildinni, heldur en læknar. Fyrirspurnir — umræður Porvaldur Veigar Gudmundsson, formadur Læknafélags íslands. Menn hafa kvartað dá- lítið yfir pví, að umræðuefnið sé vítt, pað sé erfitt að fóta sig á pví. Kannski fannst okkur petta líka í stjórn Læknafélags íslands, pegar við byrjuðum að hugsa um að rétt væri að taka petta til umræðu, en við töldum samt, að pað væri pað mikilsvert, að pað ætti að ræða pað. Ég ætla ekki að hafa petta mjög langt. Mig langar aðeins til pess að taka undir í sambandi við ábyrgð og fjármál, þ.e.a.s., pann þátt að menn beri ábyrgð á rekstrinum og fái að ráða par nokkru. Ég held, að pað kerfi, sem, Eiður o.fl. töluðu um hér, þar sem fjárhagsá- byrgðin verður meiri á þeim sem stjórna deildum og peir geta notið góðs af pví, ef þeir stjórna vel eða spara peninga, tel ég vera mjög gott kerfi. Einnig held ég að sé mjög gott að læknar geri sér grein fyrir því, að oft þegar þeir eru að ákveða vissa hluti, pá eru þeir að eyða peningum. Gudjón Magnússon, fundarstjóri: í dag eru á landinu 550 læknar með lækningaleyfi, 1200 hjúkrunarafræðingar, 1000 sjúkraliðar, 170 Ijósmæður, 200 meinatæknar og 25 félags- ráðgjafar. Fjöldi sálfræðinga mun vera um einn tugur. Ef við lítum yfir sl. 10 ár, pá er pað fyrst og fremst hin gífurlega fjölgun á sjúkra- liðum, sem vekur athygli, auk pess veruleg fjölgun í öllum öðrum greinum. Mér er ekki grunlaust um, að hjúkrunarstéttin geti átt í vændum svipuð samskiptamál og læknar og hjúkrunarfræðingar gagnvart sjúkraliðum. í nálægum löndum eru pessi mál þegar komin upp, þ.e.a.s. spurningin um að ákveða verk- sviðið og pað getur reynst erfitt. Ég myndi vilja mælast til pess, að beina umræðunum sérstaklega til að byrja með að pví, sem Árni Björnsson nefndi, hvort áhrifa- vald læknisins hafi minnkað verulega á síðasta áratug. Brynleifur Steingrímsson talaði næstur og kvaðst sammála pví, að staða læknisins í pjóðfélaginu og starfi hefði breyst mjög mikið. Sagði hann, að ekki mætti aðskilja hjúkrun og lækningu og yrði sami aðilinn að vera ábyrgur fyrir þessu tvennu. Einnig tók hann fram, vegna umræðu fyrr á fundinum, að pess misskilnings gætti oft, að heislugæslulæknar væru ábyrgir fyrir ráðherra. Læknir væri ábyrgur fyrir landlækni, sem er faglegur yfir- maður en ekki ráðherra. Landlæknir væri á hinn bóginn ábyrgur gagnvart ráðherra. Sagði hann pað skoðun sína, að læknar væru í dag hluti af stórri heild, en bæru par e.t.v. mestu ábyrgðina, og peim bæri meiri hlutdeild í valdinu, pyrftu að geta gætt pess, að fjár- magnið sé vel nýtt. Skúli G. Johnsen sagði, að í raun væri veit- andinn sá sami og neytandinn. Sá sem veitti pjónustuna, læknirinn, ákveður fyrir neytand- ann, sjúklinginn, hvað hann parf. Sagði hann þessa einkennilegu stöðu oft illviðráðanlega. Áður voru áhrif læknisins í heilbrigðispjón- ustunni tryggð með fastri embættisskipan á gömlum meiði, en petta kerfi sagði hann nú hafa riðlast. Þá sagði hann nauðsynlegt að gera lágmarksröfur til menntunar embættis- lækna, til að ábyrgð dreifðist ekki um of. Sagð- ist hann sammála skilgreiningu Davíðs um verkefnin, setningu markmiða, fjárveitingu, dreifingu fjármagns og rekstrarstjórn. En milli setningar markmiða og fjárveitingar kæmi skilgreining verkefna. Varpaði hann fram peirri spurningu, hvernig læknar tengdust pví máli. Davíd A. Gunnarsson sagðist vera talsmaður pess að komið væri upp býsna sjálfstæðum deildum innan ríkisspítalakerfisins a.m.k.: Til- lagan, sem ég lagði fram á heilbrigðisþingi var í pá átt, að yfir pessum deildum væri komið upp eins konar fjóreyki, par sem æti sæti yfir- læknir viðkomandi deildar, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, einn atvinnustjórnandi og síðan einn fulltrúi starfsfólks. Eiður bætti parna við fulltrúa sjúklinga, og það væri auðvitað bara til góðs.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.