Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 39
LÆKNABLADID 155 Davíð Á. Gunnarsson: Læknisfræðin ræður ekki, heldur skólabræður Spurningin um stöðu læknisins fer auðvitað algerlega eftir pví, hvaða stöðu við erum að velta fyrir okkur. Okkur heilbrigðisstéttum, hvort sem við erum læknar, hjúkrunafræð- ingar eða spítalastjórar, finnst stundum, að við sem stéttir, séum miðpunktar einhvers kerfis, sem við pá köllum heilbrigðiskerfi, en heil- brigðismál eru aðeins hlekkur í pjóðfélagskerf- inu. Þau eru háð pjóðfélagslegri uppbyggingu, pólitískum skoðunum, siðfræði, trúarbrögðum lífsvenjum, svo að eitthvað sé nefnt. Hér er ekki um neitt einangrað, lokað kerfi að ræða, heldur er petta hluti af okkur sjálfum. Vanda- mál dagsins fjalla pví í raun um stöðu lækn- isins í pjóðfélaginu. Staða einstakra lækna eða læknahópa, er auðvitað mjög misjöfn. Sumir læknar hafa ótrúleg völd og áhrif. Aðra er lítið sem ekkert hlustað á. Hverjir lenda í hvorum hópnum fer oft ekki eftir læknisfræðilegum afrekum, held- ur eftir skólabræðrum, ættingjum, nágrönnum og öðrum félögum. Ég geri ekki ráð fyrir, að pað sé pess konar úttekt, sem forráðamenn læknasamtakanna vilja fá hér. Þeir vita að til pess vitum við, sem stöndum við hliðina á peim, alltof mikið. Ég hef valið að skoða pessa stöðu í pví, sem ég kalla fimm eða sex lögum eða páttum. Ef við skoðum pjóðfélagið ofan frá, p.e.a.s. byrjum að velta fyrir okkur setningu mark- miða og veltum pví síðan fyrir okkur, hversu miklar fjárveitingar fara til heilbrigðismála, síðan hvernig fjármagninu er dreift innan heilbrigðisstigans og loks hvernig petta fjár- magn er nýtt, p.e.a.s. rekstrarleg stjórnun á fjármagninu, annars vegar á stofnunum og hins vegar á deildum, og síðan stjórnun læknismeðferðarinnar. Petta er pað næsta, sem ég gat komist í að reyna að skipta stöðu læknisins upp í pjóðfélaginu, dálítið pyrami- diskt ofan frá og par til læknirinn fer í rauninni að meðhöndla sjúklinginn sjálfan. Ef við byrjum á pví að skoða markmið pjóðfélagsins, pá eru pau skilgreind í heilbrigð- islögunum. í heilbrigðislögunum stendur, að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðispjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Samkvæmt pessu lögum er staða læknisins sú, að á hann er nánast lögð sú kvöð, að tryggja sjúklingnum alltaf allt pað nýjasta og besta, sem til er innan læknisfræð- innar. Atökin um fjárveitingu er árviss viðburður á hverju hausti. Þá birtast langar og miklar greinar um hina margvíslegustu starfsemi í blöðunum. Ég held, að á pessu sviði sé staða lækna bæði sterkust og veikust. Ég er sann- færður um, að pað má m.a. pakka pessari baráttu lækna, að í dag er 10 % af pjóðartekj- um varið til heilbrigðispjónustu, en ég held líka, að innbyrðis átök innan stéttarinnar hafi grafið undan trú almennings og stjórnmála- mannanna, að læknar geti alltaf metið pað rétt, hversu mikið eigi að fara til heilbrigði- smála. Þetta er í rauninni sjálfsskaparvíti lækna. Ég nefni hér bandaríska rannsókn máli mínu til stuðnings. Tölur eins og pessar sjáum við oft í erlendum bókum um heilbrigðismál. Þessar tölur hér eru frá Georgíu í Bandaríkjunum, og eru teknir fyrir helstu dánarvaldar. Það er sem sagt byrjað á hjartasjúkdómum, síðan krabbameini, æðasjúkdómar, umferðar- slys, önnur slys o.s.frv. Síðan setur höfundurinn upp pað, sem hann kallar módel af pví hvaða pættir pað eru, sem gætu haft áhrif á pessa tegund dauðdaga. Varð niðurstaðan sú, að heilsugæslan gæti hjálpað 12% af samtals 34 %, sem deyja úr hjartasjúkdómum. Lífsstíll- inn, petta er hugtak, sem sést æ oftar, bæði í bandarískum og skandinaviskum umræðum um heilbrigðismál og kostnað vegna heil- brigðismál, á hvað getur hann haft áhrif?: 54 %, umhverfið 5 %, síðan eitthvað, sem við getum kallað erft heilbrigðisástand, p.e.a.s. í rauninni samsetning okkar frá fæðingu, 28 %. Síðan er petta tekið saman og niðurstaðan verður sú, að heilbrigðispjónustan sem slík (einnig heimilislækningar) eru 11 %. Lífsstíll- inn er heil 43 %, umhverfið 19 % og síðan petta líffræðilega ástand okkar frá fæðingu 27 %. Það er verið að vekja athygli á pví að heilbrigðispjónustan geri ekki pað gagn, sem áður hafði verið talið, hún skili ekki árangri. Þetta er í rauninni pað vandamál, sem pið læknarnir fáið mest. Þið komið til með að purfa að sýna fram á, fyrir stjórnmálamönnun- um og öðrum, hvernig fjárveitingin gerir mest gagn, eða hvort eitthvað kemur út úr pessu. Ég held, að fáar stéttir fái í raun jafn markvissa stjórnunarmenntun og læknar. Ég

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.