Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 18
244 LÆKNABLADID viðbót muni hjálpa pér við að ná markmiðum þínum. Árangurinn verður sá, að þú fellir burt óþarfar upplýsingar og auðveldar þannig á- heyrendum þínum námið. í lok erindis hlýðir að endurtaka aðalatriðin úr erindinu í nokkrum setningum, til þess að styrkja minni áheyrenda. Með því að hafa niðurlagið tilbúið, tryggirðu þér einnig, að þú getir alltaf haldið þig innan tímamarka, þó að þú gefir þér tíma til þess að svara fyrirspurn- um. Láttu myndir falla að framsetningu þinni Texti af skyggnu (glæru) þarf að vera auðles- inn hvaðan sem er úr fyrirlestrarsal. Þar eiga aðeins að vera naúðsynlegustu upplýsingar. Skyggna (glæra) er ofhlaðin upplýsingum, ef viðstaddir geta ekki lesið eða túlkað grafa, myndir eða texta, sem þú setur fyrir sjónir þeirra. Ef þú setur fram lesmál, leyfðu þing- heimi að lesa í friði og ætlaðu til þess hæfileg- an tíma. Notaðu þetta hlé til þess að kasta mæðinni. Myndir þarf að tímasetja rétt og þær þurfa að vera eðlilegur hluti af erindi þínu. Merktu röð skyggnanna í efra horni, hægra megin. Límmiðar vilja losna af og festast í sýningarvélum. Hafir þú í hyggju að sýna sömu myndina tvívegis (eða oftar), settu þá inn aðra(r) sams konar á réttum stöðum. Láttu ekki stjórnanda sýningarvélar þurfa að leita uppi þá mynd, sem þú kannt að vilja næst. Hlutverk hans er nógu erfitt fyrir. Enginn kærir sig um að þurfa að hlusta á fyrirmæli þín: »Nei, ekki þessa, þá næstu á undan ..., nei...«. Öruggast er að koma sjálfur með myndbakka af réttri gerð, með skyggnum í réttri röð og renna bakkanum sjálfur í gegnum vélina utan fundartíma. Þá er tryggt, að allt komi rétt út. Notirðu eigin skyggnuvél (myndvörpu), hafðu varalampa ávallt tiltækan. Taktu mið af því, hvenær dagsins þú átt að flytja erindi þitt Sért þú fyrstur á mælendaskrá að morgni, ætlaðu þér góðan tíma áður en dagskrá hefst. Gakktu úr skugga um það, að sýningarvél og ljósabúnaður séu í lagi og að hjálpartæki (prik, Ijósbendir) séu tiltæk. Gerðu ráð fyrir fá- mennum, áhugasömum (og gagnrýnum) áheyr- endahópi. Eigir þú að flytja mál þitt, þegar liðið er á dag, er mikilvægt að tengja það, sem þú vilt sagt hafa, því sem þegar hefur komið fram. Búðu þig undir að geta sleppt úr erindi þínu til þess að komast hjá tvítekningu á efni. Lestu útdrætti úr fyrri erindum gaumgæfilega. Hlust- aðu á öll erindi, sem flutt eru á undan þínu. Ef þú talar síðastur fyrir hádegisverð eða síðast á deginum, er líklegt að dagskrá hafi riðlast. Allir verða þá fegnir stuttu erindi og hnitmiðaðri framsögn. Farðu aldrei fram úr þeim tímamörkum, sem þér eru sett Ef þú treystir á handrit þitt og séu þér til dæmis ætlaðar tíu mínútur, ættirðu að ganga svo frá, að þú getir lesið það upp á sjö mínútum. Aldrei hefur neinum verið legið á hálsi fyrir að nota ekki tíma sinn til fulls. Öruggasta ráðið til þess að setja áheyrendur úr jafnvægi, er að tala lengur en dagskrá segir til um. Þá kemur upp heldur óþægileg staða. Fundarstjórinn gefur þér merki um, að tíminn sé að verða útrunninn. Þú ferð að tala hraðar. Myndir þínar birtast í takt við lestur þinn. Fundarstjóri gefur þér merki um, að tími þinn sé búinn. Þú eykur hraðann enn. Myndirnar birtast hver af annarri, án þess að nokkur maður geti greint efni þeirra með vissu. Áheyrendur missa af því, hvað þú ert að fara. Þeir bíða eftir því einu að þú þagnir, svo að hörmungum þeirra megi linna. Til þess að hafa betri stjórn á fundum, hefur víða verið komið upp ljósmerkjakerfi: Grænt ljós merkir, að þú megir hefja mál þitt. Gult ljós er tendrað undir lokin og gefur til kynna, að tiltekinn mínútufjöldi lifi af ræðutíma þín- um. Rautt Ijós táknar, að tíminn sé búinn og að rafstraumur hafi verið tekinn af magnarakerfi. Hvor uppákoman sem er, sama afleiðing: Boðskapurinn kemst ekki til skila. Vertu eðlilegur í framgöngu og framsögn Kröftugt lófatak fá þeir oftast að launum, sem tala hægt og skýrt og lesa ekki textann orði til orðs. Ef þú lest beint úr handriti, er hætt við, að þú lesir of hratt og röddin verði hljómlaus. Ef augu þín eru svo í þokkabót límd við blaðið, getur það virkað eins og þú þorir ekki að líta upþ. Áheyrendur gætu haldið, að þetta væri af ótta þínum við að missa þráðinn. Þeir skynja þetta sem öryggisleysi og geta orðið uppteknari af því en efninu sjálfu. Temdu þér því að læra textann að mestu utan að. Handritið má hafa á blöðum, t.d. í stærðinni A5 og textann ritaðan með stórum stöfum og miklu línubili. Er það þá tiltækt, ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.