Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 8
238 LÆKNABLAÐIÐ Af 82 sjúklingum reyndust tveir hafa ulcus penetrans. Fimm sjúklingar voru meðhöndlað- ir árangursríkt án aðgerðar vegna klínískra einkenna um U.P.P., en sjúkdómsgreiningin fékkst ekki staðfest með röntgenmynd og voru þeir útilokaðir úr rannsókninni. Sjúkdómsgreiningin fékkst annars með röntgenyfirlitsmynd af kvið og/eða í mörgum tilfellum í aðgerð. Hjá þeim, sem ekki voru skornir upp var greiningin oftast styrkt með röntgenmynd af maga og skeifugörn eða magaspeglun innan tveggja til þriggja vikna. Hinum 75 sjúklingunum má skipta í þrjá hópa með tilliti til endanlegrar meðferðar. Hópur A: 19 sjúklingar fengu ekki meðferð algerlega samkvæmt framangreindum reglum. Fjórtán voru grunaðir um annan bráðan kviðarholssjúkdóm, þar af voru þrír meðhönd- laðir fyrst og fremst vegna hematemesis og melena (tafla I). Hópur B: 35 'sjúklingar fengu meðferð án aðgerðar í fyrstu, en sýndu ekki batamerki eða versnaði, svo að grípa varð til aðgerðar. Hópur C: 21 sjúkling tókst að meðhöndla án aðgerðar. Staðtölulegir útreikningar voru gerðir sam- kvæmt chi-square prófi. NIÐURSTÖÐUR Nýgengi U.P.P. 1975-1980 hefur minnkað sam- anborið við tímabilið 1965-1970 (mynd 1). Staðtölulega er þetta marktækt (p < 0,01). Röntgenmynd af lungum og yfirlit af kvið var tekin af 59 sjúklingum. Hjá hinum 16 Numberof patients Fig. 2. Age distribution in 75 patients with perfo- ratedpeptic ulcers 1975-1980. Table I. Patients in group A (no consequent conser- vative treatment). Suspected diagnosis Number Laparotomy Died Appendicitis 3 3 — Cholecystitis 3 3 i Hematemesis, melena (one moribund) 3 2 3 Gynecologic emergency .. 2 2 — Peritonitis of uncertain origin 2 2 1 Diverticulitis 1 1 1 Perforated ulcer within one hour after a meal... 4 4 — Malignant melanoma in final stage (moribund) ., 1 — 1 Total 19 17 7 beindist grunur að öðrum sjúkdómi eða þeir voru í of slæmu ástandi til myndatöku. í 52 tilvikum sást frítt loft undir þind (88 %), en í 7 tilvikum var sjúkdómsgreiningin staðfest í aðgerð. Af 75 sjúklingum reyndust 32 hafa ulcus ventriculi (18 konur og 14 karlar) og 43 sjúklingar ulcus duodeni (15 konur og 27 karlar). Ulcus duodeni er hér skilgreint sem sár í pylorus og duodenum. Alls dóu 17 sjúklingar (22,5%), en tveir sjúklingar voru dauðvona við innlögn. Annar hafði melanoma malignum á lokastigi og fékk verkjastillandi meðferð. Hinn var í losti, hafði hematemesis og melena og náðist aldrei í skurðtækt ástand. Ef sjúklingum er skipt niður eftir staðsetn- ingu sárs, kemur í ljós, að 12 af 32 sjúklingum með ulcus ventriculi perforans, U.V.P. dóu (37,5 %) en fimm af 43 með ulcus duodeni perforans, U.D.P. (11,5 %). Við innlögn sýndu átta sjúklingar merki um lost, (þar af tveir dauðvona) og af þeim dóu sjö að lokum. Meirihluti sjúklinga kom á sjúkra- húsið innan sex klukkustunda frá byrjun ein- kenna. Peim sem hins vegar komu eftir 6-24 klst. virtist farnast verr (fjórir af 10 sjúkl- ingum dóu). Af 17 dauðsföllum urðu 13 hjá sjúklingum með aðra alvarlega sjúkdóma fyrir (tafla II). Af sjúklingum yngri en 70 ára dóu 8 %, en 46 % sjúklinga eldri en 70 ára. Algengustu fylgikvillar (tafla III) voru: a) Sýkingar, svo sem pneumonia, peritonitis og abcessus subphrenicus, en úr þeim dóu átta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.