Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1983, Side 8

Læknablaðið - 15.10.1983, Side 8
238 LÆKNABLAÐIÐ Af 82 sjúklingum reyndust tveir hafa ulcus penetrans. Fimm sjúklingar voru meðhöndlað- ir árangursríkt án aðgerðar vegna klínískra einkenna um U.P.P., en sjúkdómsgreiningin fékkst ekki staðfest með röntgenmynd og voru þeir útilokaðir úr rannsókninni. Sjúkdómsgreiningin fékkst annars með röntgenyfirlitsmynd af kvið og/eða í mörgum tilfellum í aðgerð. Hjá þeim, sem ekki voru skornir upp var greiningin oftast styrkt með röntgenmynd af maga og skeifugörn eða magaspeglun innan tveggja til þriggja vikna. Hinum 75 sjúklingunum má skipta í þrjá hópa með tilliti til endanlegrar meðferðar. Hópur A: 19 sjúklingar fengu ekki meðferð algerlega samkvæmt framangreindum reglum. Fjórtán voru grunaðir um annan bráðan kviðarholssjúkdóm, þar af voru þrír meðhönd- laðir fyrst og fremst vegna hematemesis og melena (tafla I). Hópur B: 35 'sjúklingar fengu meðferð án aðgerðar í fyrstu, en sýndu ekki batamerki eða versnaði, svo að grípa varð til aðgerðar. Hópur C: 21 sjúkling tókst að meðhöndla án aðgerðar. Staðtölulegir útreikningar voru gerðir sam- kvæmt chi-square prófi. NIÐURSTÖÐUR Nýgengi U.P.P. 1975-1980 hefur minnkað sam- anborið við tímabilið 1965-1970 (mynd 1). Staðtölulega er þetta marktækt (p < 0,01). Röntgenmynd af lungum og yfirlit af kvið var tekin af 59 sjúklingum. Hjá hinum 16 Numberof patients Fig. 2. Age distribution in 75 patients with perfo- ratedpeptic ulcers 1975-1980. Table I. Patients in group A (no consequent conser- vative treatment). Suspected diagnosis Number Laparotomy Died Appendicitis 3 3 — Cholecystitis 3 3 i Hematemesis, melena (one moribund) 3 2 3 Gynecologic emergency .. 2 2 — Peritonitis of uncertain origin 2 2 1 Diverticulitis 1 1 1 Perforated ulcer within one hour after a meal... 4 4 — Malignant melanoma in final stage (moribund) ., 1 — 1 Total 19 17 7 beindist grunur að öðrum sjúkdómi eða þeir voru í of slæmu ástandi til myndatöku. í 52 tilvikum sást frítt loft undir þind (88 %), en í 7 tilvikum var sjúkdómsgreiningin staðfest í aðgerð. Af 75 sjúklingum reyndust 32 hafa ulcus ventriculi (18 konur og 14 karlar) og 43 sjúklingar ulcus duodeni (15 konur og 27 karlar). Ulcus duodeni er hér skilgreint sem sár í pylorus og duodenum. Alls dóu 17 sjúklingar (22,5%), en tveir sjúklingar voru dauðvona við innlögn. Annar hafði melanoma malignum á lokastigi og fékk verkjastillandi meðferð. Hinn var í losti, hafði hematemesis og melena og náðist aldrei í skurðtækt ástand. Ef sjúklingum er skipt niður eftir staðsetn- ingu sárs, kemur í ljós, að 12 af 32 sjúklingum með ulcus ventriculi perforans, U.V.P. dóu (37,5 %) en fimm af 43 með ulcus duodeni perforans, U.D.P. (11,5 %). Við innlögn sýndu átta sjúklingar merki um lost, (þar af tveir dauðvona) og af þeim dóu sjö að lokum. Meirihluti sjúklinga kom á sjúkra- húsið innan sex klukkustunda frá byrjun ein- kenna. Peim sem hins vegar komu eftir 6-24 klst. virtist farnast verr (fjórir af 10 sjúkl- ingum dóu). Af 17 dauðsföllum urðu 13 hjá sjúklingum með aðra alvarlega sjúkdóma fyrir (tafla II). Af sjúklingum yngri en 70 ára dóu 8 %, en 46 % sjúklinga eldri en 70 ára. Algengustu fylgikvillar (tafla III) voru: a) Sýkingar, svo sem pneumonia, peritonitis og abcessus subphrenicus, en úr þeim dóu átta.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.