Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 48
266 LÆKNABLADID 69,266-271,1983 Guðsteinn Þengilsson, Ársæll Jónsson INNLAGNIR AF FÉLAGSLEGUM ÁSTÆÐUM Á ÖLDRUNARLÆKNINGADEILD Að jafnaði hefur ekki pótt nægjanlegt að tilgreina aðeins félagslegar áðstæður, pegar sjúklingur er lagður inn á sjúkrahús. Slíkar innlagnir hafa þó átt sér stað í blóra við einhverja sjúkdómsgreiningu. Engu að síður leiða nýjar félagslegar ástæður oft til bráðra innlagna á lyflæknisdeild og hafa t.d. Kirk og Hendriksen (1982) áætlað að um 40 % bráðra innlagna aldraðs fólks á lyflæknisdeild í Kaup- mannahöfn væru fyrst og fremst af félags- legum ástæðum (1). Þegar Öldrunarlækningadeild Landspítalans tók til starfa var tekið verulegt tillit til þess hver var hlutur aðstandenda í umönnun sjúk- lings í heimahúsi og þess vegna talið eðlilegt, að deildin stæði að félagslegum innlögnum. Pannig var það viðurkennt, að félagslegar aðstæður aldraðra og aðstandenda þeirra gætu að verulegu leyti réttlætt innlögn á sjúkrahús, án þess að um tilbúna sjúkdóms- greiningu væri að ræða. Tilgangur þessarar greinar er að lýsa nánar heilsufari og afdrifum sjúklinga, sem lagðir voru inn á Öldrunar- lækningadeild Landspítalans af félagslegum ástæðum á einu ári. EFNIVIÐUR Unnið var úr dagálum (sjúkraskýrslum) Öldr- unarlækningadeildar Landpítalans fyrir eitt ár. Teknir voru út þeir dagálar þar sem tilgreind- ar ástæður fyrir innlagningarbeiðni voru félagslegar. Allir sjúklingar, sem vísað var til deildar- innar, voru skoðaðir áður en ákvörðun um innlögn var tekin. Við komu á deildina var gerður dagáll, farið á ný yfir sögu sjúklings og hann skoðaður. í dagál sjúklings voru skráðar sjúkdómsgreiningar læknis Öldrunarlækninga- deildarinnar við komu á deildina, fjöldi vandamála og metinn hreyfanleiki eftir Crigh- ton-Wood’s skala (2). Skráð voru lyf sjúklings við komu og lyf við útskrift í dagál og gerð Frá öldrunarlækningadeild Landspítalans. Barst ritstjórn 10/12/1982 sampykkt í breyttu formi 08/07/1983 og send í prentsmiðju. var grein fyrir helstu meðferð, sem sjúk- lingur hlaut á deildinni. Skráðir voru allir nýir sjúkdómar er greindust og metinn árangur af meðferð, skráður var fjöldi legudaga og loks hvert sjúklingur fór við útskrift. NIÐURSTÖÐUR Á töflu 1 má sjá nánari sundurliðun á ástæðum samkvæmt innlagningarbeiðnum. Algengast var að aðstandendur tilgreindu eigin ástæður fyrir innlagningarbeiðninni eða í 35 tilfellum, og í 9 skipti var tilgreint að aðstandandi ætlaði að fara í sumarfrí. í 10 tilvikum var innlögn nauðsynleg vegna þess aðstandandi var lagður inn á annað sjúkrahús. í 4 tilvikum var um að ræða mjög fatlað fólk og samið var við að- standendur um að þeir og Öldrunarlækninga- deildin skiptust á um að annast þá. í þeim tilvikum var innlögn sjúklings aðeins talin einu sinni. í 2 tilvikum var um að ræða húsnæð- isþrot og aðstandendur að gefast upp. í helmingi tilfellanna voru fleiri ástæður en félagslegar tilgreindar á innlagningarbeiðni eins og tilgreint er á töflu 1. Á töflu 2 má sjá aldurs- og kyndreifingu sjúklingahópsins, sem alls var 60 manns. Þar af voru 38 konur og 22 karlmenn, meðalaldur 82.8 og 80.5 ár. Við komu á sjúkrahúsið var gerður listi yfir vandamál hvers sjúklings. Alls töldust 84 mismunandi vandamál en hver sjúklingur hafði Tafla 1. Félagslegar innlagnir. Aðalástæða á innlagnarbeiðni Aðrar ástæður tilgreindar Hvíldarinnlögn .... 35 Endurhæfing 18 Sumarleyfi 9 Heilabilun (dementia) 13 Aðstandandi á sjúkrahús — maki 8 — Annar 2 »lnn og út skema« Félagslegar 4 aðstæður ! þrot . 2 Alls 60 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.