Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1983, Page 48

Læknablaðið - 15.10.1983, Page 48
266 LÆKNABLADID 69,266-271,1983 Guðsteinn Þengilsson, Ársæll Jónsson INNLAGNIR AF FÉLAGSLEGUM ÁSTÆÐUM Á ÖLDRUNARLÆKNINGADEILD Að jafnaði hefur ekki pótt nægjanlegt að tilgreina aðeins félagslegar áðstæður, pegar sjúklingur er lagður inn á sjúkrahús. Slíkar innlagnir hafa þó átt sér stað í blóra við einhverja sjúkdómsgreiningu. Engu að síður leiða nýjar félagslegar ástæður oft til bráðra innlagna á lyflæknisdeild og hafa t.d. Kirk og Hendriksen (1982) áætlað að um 40 % bráðra innlagna aldraðs fólks á lyflæknisdeild í Kaup- mannahöfn væru fyrst og fremst af félags- legum ástæðum (1). Þegar Öldrunarlækningadeild Landspítalans tók til starfa var tekið verulegt tillit til þess hver var hlutur aðstandenda í umönnun sjúk- lings í heimahúsi og þess vegna talið eðlilegt, að deildin stæði að félagslegum innlögnum. Pannig var það viðurkennt, að félagslegar aðstæður aldraðra og aðstandenda þeirra gætu að verulegu leyti réttlætt innlögn á sjúkrahús, án þess að um tilbúna sjúkdóms- greiningu væri að ræða. Tilgangur þessarar greinar er að lýsa nánar heilsufari og afdrifum sjúklinga, sem lagðir voru inn á Öldrunar- lækningadeild Landspítalans af félagslegum ástæðum á einu ári. EFNIVIÐUR Unnið var úr dagálum (sjúkraskýrslum) Öldr- unarlækningadeildar Landpítalans fyrir eitt ár. Teknir voru út þeir dagálar þar sem tilgreind- ar ástæður fyrir innlagningarbeiðni voru félagslegar. Allir sjúklingar, sem vísað var til deildar- innar, voru skoðaðir áður en ákvörðun um innlögn var tekin. Við komu á deildina var gerður dagáll, farið á ný yfir sögu sjúklings og hann skoðaður. í dagál sjúklings voru skráðar sjúkdómsgreiningar læknis Öldrunarlækninga- deildarinnar við komu á deildina, fjöldi vandamála og metinn hreyfanleiki eftir Crigh- ton-Wood’s skala (2). Skráð voru lyf sjúklings við komu og lyf við útskrift í dagál og gerð Frá öldrunarlækningadeild Landspítalans. Barst ritstjórn 10/12/1982 sampykkt í breyttu formi 08/07/1983 og send í prentsmiðju. var grein fyrir helstu meðferð, sem sjúk- lingur hlaut á deildinni. Skráðir voru allir nýir sjúkdómar er greindust og metinn árangur af meðferð, skráður var fjöldi legudaga og loks hvert sjúklingur fór við útskrift. NIÐURSTÖÐUR Á töflu 1 má sjá nánari sundurliðun á ástæðum samkvæmt innlagningarbeiðnum. Algengast var að aðstandendur tilgreindu eigin ástæður fyrir innlagningarbeiðninni eða í 35 tilfellum, og í 9 skipti var tilgreint að aðstandandi ætlaði að fara í sumarfrí. í 10 tilvikum var innlögn nauðsynleg vegna þess aðstandandi var lagður inn á annað sjúkrahús. í 4 tilvikum var um að ræða mjög fatlað fólk og samið var við að- standendur um að þeir og Öldrunarlækninga- deildin skiptust á um að annast þá. í þeim tilvikum var innlögn sjúklings aðeins talin einu sinni. í 2 tilvikum var um að ræða húsnæð- isþrot og aðstandendur að gefast upp. í helmingi tilfellanna voru fleiri ástæður en félagslegar tilgreindar á innlagningarbeiðni eins og tilgreint er á töflu 1. Á töflu 2 má sjá aldurs- og kyndreifingu sjúklingahópsins, sem alls var 60 manns. Þar af voru 38 konur og 22 karlmenn, meðalaldur 82.8 og 80.5 ár. Við komu á sjúkrahúsið var gerður listi yfir vandamál hvers sjúklings. Alls töldust 84 mismunandi vandamál en hver sjúklingur hafði Tafla 1. Félagslegar innlagnir. Aðalástæða á innlagnarbeiðni Aðrar ástæður tilgreindar Hvíldarinnlögn .... 35 Endurhæfing 18 Sumarleyfi 9 Heilabilun (dementia) 13 Aðstandandi á sjúkrahús — maki 8 — Annar 2 »lnn og út skema« Félagslegar 4 aðstæður ! þrot . 2 Alls 60 31

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.