Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 61
LÆKNABLADID 273 um tíma og um aðferðir til þess að halda þeim í skefjum eða tiltækar eru til að leysa þau vandamál að fullu; að bæta mataræði og næringu; að tryggja heilnæmt drykkjar- vatn, viðunandi frárennsli og förgun úr- gangs; mæðra- og barnaeftirlit, ásamt fjöl- skylduráðgjöf; ónæmisaðerðir gegn helstu smitsjúkdómum; forvörn gegn og eftirlit með landlægum kvillum; viðeigandi með- ferð algengra sjúkdóma, meiðsla og slysa; að nauðsynleg lyf séu tiltæk; 4. nýtir, auk heilbrigðisgeirans, öll þróunar- svið innan ríkis og sveitarfélaga, sérstaklega að því er varðar jarðrækt, búfjárrækt, matvörur, iðnað menntun, húsnæði, opin- berar framkvæmdir, samgöngu- og fjar- skiptamál og gerir kröfu til samstillts átaks á öllum þessum sviðum; 5. krefst og stuðlar að hámarksþátttöku ein- staklinga og byggða og krefst þess og stuðlar að því, að viðkomandi aðilar séu sem allra mest sjálfum sér nægir, hvort tveggja, varðandi áætlanagerð, skipulag, rekstur og stjórnun heilsugæslu, þar sem nýtt eru að fullu þau úrræði, er til boða standa á vegum sveitarfélags, ríkis, sem og annarra; í þessu skyni er séð fyrir viðeig- andi menntun, sem stuðlar að því að byggð- ir geti rækt verkefni sín; 6. skal studd samhæfðu, virku og gagnkvæmu tilvísunarkerfi, sem leiðir til stigbættrar, alhliða heilbrigðisþjónustu, þar sem for- gang hafa þeir, sem mesta hafa þörfina; 7. byggist á störfum heilbrigðisstarfsmanna: lækna, hjúkrunarfræðinga, Ijósmæðra, ann- arra heilbrigðisstarfsmanna og starfsmanna á sviði félagsþjónustu, eftir því sem við á og byggir á alþýðulækningum, þar sem þörf er; starfsmenn skulu fá viðeigandi félags- og tækniþjálfun fyrir hópstarf og til þess að þeir fái svarað heilbrigðisþörfum byggðar- innar. VIII. Allar þjóðir skulu á landsvísu marka stefnu og gera áætlanir, er feli í sér að koma á og efla heilsugæslu og sé hún samhæfð við önnur svið og sé hluti alhliða heilbrigðisþjónustu. í þessu skyni er nauðsyn stjórnmálalegs vilja, er nýtir tiltæk úrræði þjóðar og ytri aðföng á hag- kvæman hátt. IX. Allar þjóðir skyldu starfa saman í anda þjón- ustu og samvinnu til þess að tryggja öllum þegnum heilsugæslu, þar sem heilbrigði allra í einu ríki varðar öll önnur ríki og kemur þeim til góða. í þessu tilliti er sameiginleg skýrsla Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar og Barnahjálp- arsjóðsins um heilsugæslu traust undirstaða frekari þróunar og útfærslu heilsugæslu um heim allan. X. Viðunandi heilbrigðisástandi allra jarðarbúa má ná árið 2000, ef nýtt eru að fullu um heim allan tiltæk úrræði, en nú er verulegum hluta þeirra varið í vopnabúnað og til hernaðar- átaka. Raunveruleg stefna í átt til sjálfstæðis, friðar, slökunar og afvopnunar gæti leyst og ætti að leysa úr læðingi aukaúrræði, sem vel væri varið til friðsamlegra nota. Sérstaklega bæri að veita hæfilegum hluta þeirra til þess að stuðla að hröðun efnahags- og félagsþró- unar, sem heilsugæslan er mikilvægur hluti af. Alþjóðaráðstefnan um heilsugæslu hvetur til að sinnt verði brýnum og virkum ráðstöfunum meðal þjóða og á alþjóðavettvangi til þess að þróa og koma á heilsugæslu um heim allan og sérstaklega í þróunarlöndunum í anda tækni- samvinnu og í samræmi við nýja skipun alþjóðaefnahagsmála. Ráðstefnan skorar á rík- isstjórnir, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, Barnahjálparsjóðinn og aðrar alþjóðastofn- anir, fjölþjóðleg samtök og félagasamsteypur, fjármögnunarstofnanir, alla heilbrigðisstarfs- menn og allt samfélag þjóðanna, að styðja hvers konar skuldbindingar við heilsugæslu og færa aukna tækni- og fjárhagsaðstoð yfir á þetta þjónustusvið, sérstaklega í þróunarlönd- um. Ráðstefnan hvetur fyrrgreinda aðila til þess að taka höndum saman um að koma á, þróa og viðhalda heilsugæslu í samræmi við anda og efni þessarar yfirlýsingar. Alþjóðaráðstefnan um heilsugæslu (The Inter- national Conference on Primary Health Care) var haldin 6.-12. september 1978 í Alma-Ata, Kazakh S.S.R. og var til hennar boðað af tveim stofnunum Sameinuðu þjóðanna: World Health Organization og United Nations Child- rens Fund. Fundinn sátu fulltrúar eitthundrað þrjátíu og fjögurra ríkja og sextíu og sjö alþjóðastofnana og samtaka. Fulltrúar íslands voru Páll Sigurðsson, Skúli G. Johnsen og Örn Bjarnason. Birtist hér þýðing þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.