Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1984, Side 24

Læknablaðið - 15.09.1984, Side 24
224 LÆKNABLADID Könnunartímabil. Erfitt er fyrirfram að áætla hæfilega lengd könnunartímabils. Upphaflega var gert ráð fyrir fjögurra mánaða innköllun- artíma. Strax að loknum fyrstu tveim mánuð- um var ljóst að pað yrði of stuttur tími og var þá tímabilið lengt í 6 mánuði, að fengnu leyfi ráðuneytis. Eins og sést á 1. mynd og töflu VI er nýtingarhlutfall nýrra sjúklinga af heildar- fjölda lyfseðla hvers mánaðar allhátt í lok tímabilsins. Ef ferillinn á 1. mynd er framlengd- ur má sjá að 8 mánuðir hefðu verið ákjósan- legra tímabil. f>ar sem höfundum voru settar nokkrar skorður varðandi lengd innköllunar- tímabilsins og búist hafði verið við því fyrir- fram, að glákusjúklingar fengju að jafnaði lyfjabirgðir sínar endurnýjaðar á 2-4 mánaða fresti var ákveðið að hafa tímabilið 6 mánuði. í ljós kom aftur á móti að 56.7 % sjúklinga fékk aðeins einn lyfseðil útgefinn á könnunar- tímabilinu, sjá töflu VIII. Líklegt má því telja að nokkuð sé um glákusjúklinga sem vitja læknis sjaldnar en tvisvar á ári. Ef þeir sjúklingar hafa fengið lyfjabirgðir sínar endur- nýjaðar skömmu fyrir upphaf könnunartíma- bilsins nær könnunin að sjálfsögðu ekki til þeirra. Markgildi upplýsingaöflunar. Samtímis úr- vinnslu glákulyfseðla fór fram skráning þeirra glákusjúklinga sem samkvæmt sjúkra- skrám göngudeildar augndeildar Landakots- spítala notuðu glákulyf á könnunartímabilinu. Eins og sýnt er í töflu VII reyndust þeir 526 að tölu. Af þeim komu af lyfseðlum upplýsingar um 449 (85.4 %). Ekki komu því fram lyfseðl- ar 77 sjúklinga eða 14.6 %. Á þeim forsend- um að sama skilahlutfall hafi verið á lyfseðlum þeirra glákusjúklinga, sem ekki eru á skrá- á göngudeild augndeildar Landakotsspítala mundi fjöldi glákusjúklinga er notar lyf, vera 1946, sjá töflu X. Bæta má við þann fjölda 30 sjúklingum, sem áætla má að hefðu komið í leitirnar ef allir lyfsölustaðir hefðu skilað upplýsingum allan tímann. Þegar þeim 368 sjúklingum, sem skornir hafa verið vegna gláku og nota því ekki glákulyf er bætt við, verður heildarfjöldi áætlaðra glákusjúklinga á landinu 2044. Könnunin nær til 1916 glákusjúklinga sem eru 94 % af áætluðum heildarfjölda þekktra glákusjúklinga. SAMANTEKT Til að öðlast vitneskju um fjölda glákusjúkl- inga á íslandi var safnað saman öllum útgefn- um glákulyfseðlum á tímabilinu frá 1. septem- ber 1981 til 28. febrúar 1982. Alls bárust 2445 lyfseðlar. Frá apótekum bárust 95.4 % þeirra. Á þennan hátt komu í leitirnar 1406 glákusjúkl- ingar, langflestir á fyrstu mánuðum könnunar- tímabilsins. Með því að yfirfara sjúkraskýrslur glákudeildar Landakotsspítala kom í ljós að lyfseðlaskil voru 85.4 %. Út frá því má reikna út að á íslandi hafi á þessum tíma verið 1676 glákusjúklingar á lyfjameðferð. Einnig var í könnuninni fengin vitneskja um alla sjúklinga sem skornir höfðu verið vegna gláku frá 1970 alls 368. Samtals voru því 2044 þekktir gláku- sjúklingar á landinu og náði könnunin til 94 % þeirra. SUMMARY The main purpose of this study was to estimate the prevalence of chronic simple glaucoma in Iceland by the method of collecting prescriptions dispensed during a 6 month period. With the permission of the Icelandic Ministry of Health a total of 2445 pre- scriptions for glaucoma drugs were collected from pharmacies (95.4 %) and physician’s dispensaries (4.6 %) from 1. September 1981 to 28 February 1982. The results of the survey are discussed. A total of 1406 individuals used glaucoma medica- tion during the period of investigation. The mean number of prescriptions per patient during the survey period was 1.72. By comparing the number of patients given prescriptions for glaucoma medication at the Uni- versity Glaucoma Outpatient Clinic at St. Joseph’s Hospital with the percentage of the same patients recorded by the pharmacies, it was calculated that the prescriptions collected came to 85.4 % of the estimated 1676 individuals who were using glauco- ma drugs the 6 months of the investigation. The survey also included the 368 patients operated on for glaucoma since 1970, and who were not using medication. Therefore there were 2044 known glaucoma cases in Iceland or 8.8 per 1000 inhab- itants, and in the survey about 94 % of them were followed.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.