Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 15
LÆK.NABLAÐID 1984;70:333-4 333 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur 70. ARG. - DESEMBER - 1984 RAFLÆKNIN G AR Raflækningum var fyrst beitt árið 1938. Miklar umræður hafa síðan átt sér stað og hafa læknar og aðrir deilt um kosti og galla þessa meðferðarforms og stutt mál sitt með fag- legum rökum, en oft hafa tilfinningar borið rökin ofurliði. Enginn veit í raun hvernig raflækningar lækna. Með til þess gerðum tækjabúnaði er með rafmagni framkallaður kramþi, en sýnt hefur verið fram á, að lækn- ingamátturinn virðist bundinn við það að kram- pavirkni sé sett af stað í stuttan tíma í heilanum. Enginn vafi er á því að raflækningar voru víða ofnotaðar og þá við sjúkdóma eða ástand, sem raflækningar hafa lítil áhrif á. Ófullkomin svæfingartækni og neikvætt umtal í fjölmiðlum áttu sinn þátt í hræðslu margra við raflækningar. Reynslan hefur sýnt að með raflækningum má ná góðum árangri í meðferð sjúklinga er hafa innborna geðlægð (endogen depression). Að meðhöndla sjúklinga með aðra sjúkdóma en innborna geðlægð heyrir nú orðið til undantekninga. Bætt svæfingartækni og full- komnari tækjabúnaður hafa haft í för sér að alvarleg aukaáhrif eru nær óþekkt. Nýrri tæki nota mun minni orku til að framkalla kramp- ann. Auk þess hefur færst í vöxt að setja rafskautin eingöngu öðrum megin yfir víkjandi hluta heilans (non dominant hemisphere). Rannsóknir (1) á minni sjúklinga 6-9 mán- uðum eftir raflæknismeðferð hafa leitt í ljós, að ekki er með prófum hægt að sýna fram á truflun á minni eða skertum hæfileika til að læra. Þó er athyglisvert, að þeir sjúklingar sem hafa fengið raflækningar er rafskautin eru lögð tvíhliða (bitemporalt) kvarta um minnis- truflanir. Þær kvartanir koma ekki fram hjá þeim sem eingöngu fá rafskautin lögð öðrum megin. Hafa ber í huga, að raflækningum er nær aldrei beitt sem fyrstu meðferð við þunglyndi, yfirleitt ekki fyrr en lyfjameðferð og önnur meðferðarform hafa verið reynd til þrautar. Lyfjameðferð er miklum mun algengari og ný lyf eru alltaf að koma til sögunnar. Lyf eru þó ekki án aukaverkana, þó að sýnt hafi verið fram á minni hættu við lyfjameðferð með þunglyndisiyfjum hjá sjúklingum með hjarta- sjúkdóma en áður var talið. Nýrri lyf við þunglyndi hafa í flestum tilfellum minni auka- áhrif en þau gömlu. Með þunglyndislyfjum fær sjúklingurinn þó stundum tækifæri til að svipta sig lífi. í athyglisverðri grein Hlédísar Guðmunds- dóttur í þessu blaði um notkun raflækninga er að finna ýmsar upplýsingar um notkun þessar- ar aðferðar hér á landi á árunum 1970-1981. í greininni er ekki að sjá að heildarfjöldi raf- lækninga hafi minnkað á árunum 1979-1981. Varðandi nýgengi (incidence) gegnir svipuðu máli. Árin 1970 og 1971 skera sig að nokkru leyti úr, sérstaklega árið 1971, en eftir það er nýgengið nær óbreytt. f rannsókn Hlédísar kemur fram að geðdeild- irnar virðast beita raflækningum með mjög mismunandi hætti svo ekki sé meira sagt. Ekki kemur fram hve margar innlagnir voru á hvorn spítala fyrir sig (geðdeild Borgarspítala og Klepssppítala), en ljóst er að notkunin er mjög misjöfn. Engin umfjöllun er um það hver ástæðan kynni að vera. Veljast sjúklingarnir inn á deildirnar með misjöfnum hætti? Er sjúkdómsgreiningin innborinn geðlægð stærri hluti heildarinnlagna á Borgarspítala en á Kleppsspítala? Kallar íhaldssemi á notkun raflækninga á Kleppsspítala fram ofnotkun á geðdeild Borgarspítala? Nýleg grein (2) fjallar um raflækningar frá faraldsfræðilegu sjónarmiði. í ljós kemur í þeirri grein, að á svæði í norðurhluta New York fylkis hefur nýgengi raflækninga farið mjög lækkandi á árunum 1961-1975. Árið 1973 var nýgengið þar þó 2.46/10.000 íbúa. Á íslandi var nýgengið það ár 1.5/10.000 íbúa. Fjöldi endurmeðferða í þessum hluta New York fylkis, sem greinin fjallar um, er hlutfallslega minni en hér. Ein eftirmeðferð á móti hverri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.