Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 36
346 LÆKNABLADID falciparum í blóöi. Meðhöndlaður með T. Chinin í átta daga og einkennalaus eftir það. Umræda: Nauðsyn er fyrir íslenzka lækna að hafa malaríu með sem mismunagreiningu hjá sjúklingum, sem koma frá endemiskum svæðum. Lyf tekin fyrirbyggjandi, geta haldið niðri sjúkdómseinkenn- um og tafið greiningu. Klórókín ónæmi í Plasmodium falciparum malaríu er vaxandi vandamál í austur Afríku. Því hefur af mörgum verið notuð Fansidar® eða Maloprim® í forvarnarskyni. í þessu sjúkdóms- tilfelli er bæði um að ræða Chloroquin og Maloprim ónæmi, en Maloprim ónæmi hefur ekki verið lýst í Úganda þó það þekkist í aðlægum löndum. Reifuð verða vandamál er lúta að fyrirbyggjandi lyfjagjöf ferðalanga til austur-Afríku. ALGENGI HEPATITIS B Á ÍSLANDI. Haraldur Briem. Lyflækningadeild Borgarspítalans. Tilgangur rannsóknar þessarar var að kanna algengi hepatitis B á íslandi með því að mæla mótefni gegn hepatitis B core mótefnavaka (anti-HBc) hjá mis- munandi aldurshópum, kynjum, eftir búsetu og meðal starfsfólks á sjúkrahúsi. Athuguð voru sermi frá 619 utanspítalsjúklingum en af þeim bjuggu 509 á Reykjavíkursvæðinu en 111 utan þess svæðis. Einnig voru athuguð sermi frá 35 starfsmönum Rtg. deildar og 37 starfsmönnum Rannsóknardeildar Borgarspítalans. Sýnum var safnað 1979 og voru þau geymd við — 20 °C þar til þau voru rannsökuð fyrir anti-HBc með Corab® tækni (Abbot Laboratories, North Chigago, II. USA). Voru mælingar fram- kvæmdar við Veirudeild Rannsóknarstofu Stokk- hólmsborgar í örveirufræði. Nidurstöður: Algengi anti-HBc eftir aldurshópum var hjá 10-19 ára 1,6 %; hjá 20-29 ára 2,6 %; hjá 30- 39 ára 7,3%; hjá 40-49 ára 5,6%; hjá 50-59 ára 6,3 % og hjá þeim sem voru 60 ára eða eldri 10,4 %. Munur á algengi anti-HBc milli aldurshópa var ekki marktækur. Meðalalgengi hjá hinum 619 utanspít- alasjúklingum reyndist vera 5,6 %. Meðalgengi hjá þeim bjuggu á stór-Reykjavíkursvæðinu reyndist 4,7 % en hjá þeim sem bjuggu utan þess reyndist meðalgengi 9,9 %. Munur þessi var ekki marktækur. Ekki var marktækur munur á algengi anti-HBc milli kynja. Af 35 starfsmönnum Rtg. deildar Bsp. reynd- ist 1 hafa anti-HBc (2,9 %) en af 37 starfsmönnum Rannsóknardeildar sama spítala reyndust 3 hafa anti-HBc (8,1 %). Munur á tíðni anti-HBc milli þessara deilda var ekki marktækur. Umræða: Algengi mótefna gegn hepatitis B er mun jafnari milli mismunandi aldurshópa en algengi mótefna gegn hepatitis A í sömu aldurshópum en þar hækkar tíðni mótefnanna verulega með vaxandi aldri. Nýgengi hepatita á íslandi er lágt og tíðni HBsAg jákvæðra einstaklinga í blóðbankaefnivið er mjög lágt á íslandi. Því kemur nokkuð á óvart að algengi hepatitis B meðal íslendinga virðist vera sambærilegt því sem gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Ekki er um marktæka hækkun á algengi hepatitis B meðal þeirra starfsmanna Bsp. sem athugaðir voru. Frekari rannsóknir á algengi hepati- tis B meðal áhættuhópa á íslandi eru aðkallandi. BLÓÐRÆKTANIR Á ÍSLANDI 1982-1983, BAKTERÍUR OG NÆMI PEIRRA. Karl G. Kristinsson, Arinbjöm Kolbeinsson, Sýkladeild R.H. Við sepsis er nauðsynlegt að hefja viðeigandi sýklalyfjameðferð eins fljótt og auðið er. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar að bíða eftir niðurstöðum blóðræktunar til stuðnings við sýklalyfjaval. Stund- um gefa einkenni og ástand sjúklings til kynna líklegasta sýkingarvaldinn, en ef því er ekki til að dreifa verður viðkomandi læknir að vita hvaða bakteríur eru líklegastar til að valda bakteremíu. Auk þess verður hann að þekkja sýklalyfjanæmi þeirra baktería. Algengi bakteríutegunda í bakteremíu breytist frá einum tíma til annars og frá einum stað til annars, og enn meiri breytingar verða á sýklalyfjanæmi. Á íslandi er ekki til nýlegt yfirlit yfir algengi hinna ýmsu baktería í bakteremíu og ekki yfirlit yfir sýklalyfjanæmi baktería sem ræktast úr blóði. Til- gangur þessarar athugunar var að ráða bót á því með afturvirkri athugun fyrir árin 1982 og 1983. Allar blóðræktanir koma á Sýkladeild R.H. og var unnið úr skýrslum hennar um blóðræktanir. Þegar þetta er skrifað hafa niðurstöður allra jákvæðra blóðræktana á tímabilinu 1. jan. 1982 til 30. sept. 1983 verið færðar inn í tölvu. Á þessu tímabili komu á Sýkladeild R.H. 15.697 blóðkolbur og af þeim ræktuðust bakteríur úr 1262 (8 %). Þar var um að ræða 712 bakteríustofna, og af þeim töldust 260 836,5 %) valda sýkingu. Úr 54 af þeim 1262 kolbum sem bakteríur uxu úr, uxu fleiri en ein tegund (4,3 %). Algengustu orsakir bakteremíu á íslandi á þessu tímabili voru eftirfarandi bakteríur: E. coli 88 (33,8 %), Staph. aureus 61 (23,53%), Haem. influen- zae 31 (11,9%), Klebsiella sp. 27 (10,4%). Strept. pneumoniae 24 (9,2 %), Anaerobar 20 (7,7 %), Staph. coag. neg. 17 (6,5%), Neiss meningitidis 12 (4,6 %), Enterobacter sp. 7 (2,7 %), Pseudomonas sp 6 (2,3 %) Proteus sp 6 (2,3 %) og Enterococcar 6 (2,3 %).Aukþess ræktuðust 17 aðrarbakteríutegund- ir í færri en 6 skipti hver og Enterococcar 6 (2,3 %). Næmi Gram neikvæðra aerob stafa var athugað fyrir 6 lyfjum og var það eftirfarandi: Ampicillin 44 % næmir, Carbenicilli 50 %, Cephalothin 62 %, Tetracyclin 57 %, Gentamicin 97 % og Chloramp- henicol 92 %. Aðeins 8,3 % af Staph. aureus voru næmir fyrir penicillini en allir voru næmir fyrir Methicillini, Cephalothini, Erythromycini og Gentamicini. Af 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.