Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 37
LÆKNABLADIÐ 347 Haem. influenzae stofnum voru 4 penicillinasamyun- dandi (14,3 %). Niðurstöður þessar eru í samræmi við það sem er í Skandinavíu, þútt þær séu ekki eins. BRÁÐARLUNGNABÓLGUR Á LYFLÆKNINGADEILD LANDSPÍTALANS NÓV. 1983-MARS 1984. ORSAKIR, GILDI GREININGARAÐFERÐA Björn Guðbjörnsson1), Sigurður B. Porsteinsson1), Karl G. Kristinsson2), Egill P. Einarsson3), Porsteinn Blöndal1). Framvirk rannsókn sem ætlað er að kanna orsakir fyrir lungnabólgu og gildi rannsóknaraðferða til greiningar. Efniviður rannsóknarinnar eru sjúklingar innlagð- ir á lyflækningadeild Landspítalans með sjúkdóms- merki um lungnabólgu og íferð á röntgenmynd ásamt þeim sjúklingum er veikjast á deildinni. Áfanganiðurstöður fyrstu 6 mánuðina verða kynntar (1. okt. 1983-31. mars 1984). Athugaðar voru 49 lungnabólgur, en 9 höfðu verið undanskildar við eftirskoðun. 37 veiktust utan deildarinnar (18 karlar og 19 konur) en 12 á deildinni (6 karlar og 6 konur). Meðalaldur þeirra sem veiktust á deildinni var 8 árum hærri en hinna. 41 sjúklingur (83,7 %) hafði bakterilogiska orsök, þar af höfðu 17 sjúklingar (34,7 %) blandaða sýk- ingu, en hjá 8 sjúklingum (16,3%) greindist ekki orsök. Str.pneumoniae var algengastur (49,0 %), en Hæmoph. Infl. og Legionella voru jafnalgengar (20,4 %), en alls ræktuðust átta meinvænar (patho- gen) bakteríutegundir. Serologiskar greiningar urðu 13 (26.5 %) 10 sjúklingar með Legionellosis og sinnhvor sjúkling- urinn með Parainfluenza III, Herpes Simplex og Mycoplasma pneumoniae. 7 sjúklingar reyndust hafa jákvæða blóðræktun (14,3 %) hráki gaf sjúkdómsgreiningu 14 sinnum (28,6 %), en barkaslím (TTA), reyndist jákvætt í 31 sjúklingi (63,4 %). Fullkomið samræmi var á milli blóðræktana og ræktana frá berkjuslími, einnig á milli ræktana frá berkjuslími og marktækra hrákasýna. 12 sjúklingar létust (24,5 %). Rannsóknir sýnir marga orsakavalda og nauðsyn nákvæmrar greiningar. Barkaástunga er nákvæm og hættulítil aðferð. Gott hrákasýni hefur góða sam- svörun við aðrar greiningaraðferðir. 1) Landspítalinn, Lyflækningadeild. 2) Rannsóknastofa Háskólans í sýklafræði. 3) Rannsóknastofa Háskólans í veirufrædi. LEGIONELLOSIS Á ÍSLANDI. ALGENG ORSÖK LUNGNASÝKINGA? Sigurður B. Porsteinsson'), Alice Friis-Möller2), Bjöm Guðbjörnsson1), Karl G. Kristinsson3, Porsteinn Blöndal1), Egill P. Einarsson4), Cath. Rechnitzer5). Einn liður í rannsókn á lungnabólgum á lyfjadeild Landspítalans (Björn Guðbjörnsson et al) var að mæla mótefni í sermissýnum frá 55 sjúklingum, sem grunaðir voru um lungnabólgu, gegn hinum tíu bakteríustofnum, sem valda legionellosis. Mæling- arnar annaðist Statens seruminstitut í Kaupmanna- höfn og var notuð microagglutinationsmeðferð. Eng- in tilraun var gerð til að rækta legionella bakteríur. Reyndust tíu sjúklingar (18.2 %) hafa marktæka breytingu mótefna og þrír sjúklingar til viðbótar höfðu há stöðug mótefni eða seinna sýni vantaði. Gæti heildarfjöldi legionellosis sjúklinga í þessum hópi verið 13 eða 23.6 % af hópnum. Átta sýking- anna mátti rekja til heilbrigðisstofnana, þar af voru þrír sjúklingar á sömu sjúkrastofu. Sjö sjúklinganna höfðu aðra fullgilda ástæðu fyrir Iungnabólgu. Flest- ir sjúklinganna höfðu alvarlega undirliggjandi sjúk- dóma og einungis þrír gátu talist hraustir. Tveir sjúklingar dóu. Sömu mótefni voru mæld í sermi 200 heilbrigðra blóðgjafa. Titer >1/16 mældist í 21- 55 % — gegn algengari tegundum legionella stof- num. Nidurstödur: 1) Legionellosis virðist algeng tegund lungnabólgu á íslandi. 2) Mótefni gegn legionella bakteríum finnast hjá heilbrigðum, sem bendir til að bakteríurnar séu útbreiddar hérlendis. 3) Staðfesta þarf þessar niðurstöður með frekari athugunum. 1) Lyflæknisdeild Landspítalans, 2) Statens seruminsti- tut, Rigshopitalet, Kaupmannahöfn, 3) Rannsóknastofa Háskólans i sýklafræði, 4) Rannsóknastofa Háskólans í veirufræði, 5) Department of Infectious Diseases, Rigs- hospitalet, Kaupmannahöfn. DIURNAL VARIATIONS OF LIPOGENESIS AND CHOLESTEROL SYNTHESIS IN ISOLATED RAT HEPATOCYTES O. G. Bjömsson, C. R. Pullinger and G. F. Gibbons. MRC Lipid Metabolism Unit, Hammersmith Hospital, London, United Kingdom. The present studies were designed to answer the following questions: Can diurnal changes in hepatic lipogenesis and cholesterol synthesis be observed in isolated hepatocytes in vitro: If so, to what extent and in what manner may these changes be influen- ced by potential regulatory factors, such as substra- te availability and pancreatic hormones? Finally, we wished to know how rapidly the rate of hepatic fatty acid and sterol synthesis declined after the removal of food, and to what extent this decline was
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.