Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 315 ræktaðist í febrúar 1985 úr hálsstroki fjögurra ára drengs, sem var grunaður um skarlatsótt og hafði hann ekki verið á sýklalyfjum fyrir sýnatöku. Allir pneumokokkastofnar sem prófaðir voru, reyndust næmir fyrir penisillíni. UMRÆÐA Greining á S. pyogenes og S. pneumoniae byggist aðallega á útliti gróðurs, ásamt sýklalyfja- og efnahvataprófum og fullkomnari greiningaraðferðir eru ekki notaðar hér, nema í völdum tilvikum. Af þessum sökum má gera ráð fyrir einhverri skekkju í greiningu, en hún er lítil og í ljósi þess, hve sjaldgæft er að finna hér ónæmi fyrir umræddum lyfjum, hefur hún óveruleg áhrif á niðurstöður og má segja að ónæmismyndun S. pneumoniae fyrir penisillíni og S. pyogenes fyrir eryþrómýsíni sé ekki vandamál hér á landi, enn sem komið er. Við megum þó liklega eiga von á sömu þróun hér og í nágrannalöndunum. Ónæmisvandamál af þessu tagi eru nú slík í fjarlægum löndum, að t.d. í Japan er eryþrómýsín tæplega nothæft lengur sem valkostur við penisillín og í Suður-Afríku er sumstaðar mælt með reglulegum næmisprófum á pneumokokkum (5). Þessi þróun ónæmis sást í kjölfar mikillar sýklalyfjanotkunar (5-7). S. pyogenes og eryþrómysínónœmi. Penisillin hefur haldið velli á Vesturlöndum sem kjörlyf við sýkingum af völdum S. pyogenes og hefur ekki verið sýnt fram á það að bakterían hafi myndað ónæmi fyrir lyfinu (8). Öðru máli gegnir um eryþrómýsín, annað lyf, sem mikið hefur verið notað við S. pyogenes-sýkingum, sérstaklega þegar um penisillínofnæmi er að ræða. Eryþrómýsínónæmi hefur þekkst hjá streptókokkum frá því að fyrstu tilraunir með lyfið hófust á mönnum árið 1952 (9) og 1958 fannst fyrst slíkt ónæmi hjá S. pyogenes (10). Margar rannsóknir hafa síðan staðfest eryþrómýsínónæmi hjá S. pyogenes, en tíðnin reynst mjög mismunandi eftir löndum og sumstaðar farið hratt vaxandi hin síðari ár. Svo virðist sem aukin notkun á lyfinu geti haft í för með sér vaxandi ónæmismyndun fyrir því. í Japan varð þess fyrst vart 1971 og reyndist þá 8.5% stofna vera ónæmir við lyfjaþéttni 100 pg/ml. Mikil aukning varð á notkun makrolíða í Japan frá 1972 og á næstu árum voru eryþrómýsín og skyld lyf notuð reglulega við efri öndunarvegasýkingum. Á sama tíma jókst mjög ónæmi S. pyogenes fyrir eryþrómýsíni. Ónæmistíðnin fór síðan hratt vaxandi, reyndist 20% ári síðar og yfir 70% árið 1974 og sást þessi þróun víða í landinu (6). í Bandaríkjunum kom fyrst í ljós ónæmi S. pyogenes fyrir lyfinu árið 1968 (9). Tíðnitölur frá Bandaríkjunum og Kanada hafa þó verið mun lægri en í Japan. Á áttunda áratugnum reyndist ónæmistíðnin vera frá 0.5% (11) til 6% (8). í þessum rannsóknum, sem og fleiri, voru stofnar sagðir ónæmir við minnstu lyfjaþéttni, sem hindrar vöxt (minimal inhibitory concentration, MIC) ^l pg/ml. Rannsókn í Oklahóma sýndi fram á ónæmi 4.8% stofna við MIC>2 pg/ml (8). í næmisprófum sem framkvæmd eru samkvæmt Kirby-Baueraðferðinni er eryþrómýsín næmi miðað við MIC<2 pg/m.l. Ónæmistíðni í Evróu er svipuð og í Bandaríkjunum. í nýlegri rannsókn i Malmö reyndust 99% stofna næmir fyrir eryþrómýsíni við MIC<2 pg/ml (12), en í annarri rannsókn er tók til stofna víða af Iandinu reyndust þeir allir Jákvædar ræktanir Mynd 4. S. pneumoniae. Fjöldi jákvœðra sýna frá hverjum sýnatökustað. Hr=hráki, Há = háls, Ne = nef og nefkok, BB = barkaástunga og berkjuskol, Ey = eyru, SK=sár og kýli, An = annað. Jákvædar ræktanir Mynd 5. S. pneumoniae. Fjöldi jákvceðra sýna á mánuði á árunum 1983-1985.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.