Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 293 Guöjón Guðmundsson, Ari Jóhannesson og Bragi Níelsson rœddu við Lœknablaðið. Ef vel ætti að vera þyrfti að vera röntgenlæknir á staðnum ef ekki að staðaldri, þá a.m.k. lengur í einu en nú er, þannig að færi gæfist á meiri samvinnu við fasta lækna sjúkrahússins. Læknar og annað starfsfólk Haukur Kristjánsson var fyrstur lækna ráðinn að Sjúkrahúsi Akraness. Hann tók til starfa ári áður en sjúkrahúsið var formlega opnað. Haukur starfaði á Akranesi til ársins 1955 er hann varð yfirlæknir á Slysavarðstofu Reykjavíkur. Þá tók við prófessor Guðmundur Thoroddsen, sem gegndi starfinu í nokkra mánuði, eða þar til Páll Gíslason varð yfirlæknir sjúkrahússins. Páll gegndi starfinu til 1970. Nú eru fjórir yfirlæknar á sjúkrahúsinu, þeir Ari J. Jóhannesson sérfræðingur í Iyflækningum, Bragi Níelsson sérfræðingur i svæfingum, Guðjón Guðmundsson sérfræðingur í skurðlækningum og Stefán J. Helgason sérfræðingur i kvensjúkdómum. Auk þeirra eru þrír sérfræðingar í hlutastarfi og fimm aðstoðarlæknar í fullu starfi, þar af fjórir námskandidatar. Þar við bætast þrír læknar á heilsugæslustöðinni. Allir sérfræðingarnir eru jafnframt með sjálfstæðan stofurekstur. Þróunin hefur orðið sú að þjónustan hefur aukist stöðugt þótt rúmum hafi ekki fjölgað í samræmi við það. Þegar augljóst var orðið að sjúkrahúsið yrði ekki fullnýtt með þeim starfskröftum er voru á staðnum, var sú leið valin að bjóða fleiri sérfræðingum vinnuaðstöðu á sjúkrahúsinu. Áður var þess getið að röntgenlæknir kemur á sjúkrahúsið einu sinni í viku og rannsóknalæknir einu sinni í mánuði. Að auki kemur barnalæknir þrisvar í mánuði, bæklunarlæknir tvisvar í mánuði og háls-, nef- og eyrnalæknir einu sinni í mánuði. Augnlæknir hefur einnig komið reglulega á sjúkrahúsið fram til þessa en ekki framkvæmt neinar aðgerðir þar. Nú er Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir nýkomin til starfa með fast aðsetur á Akranesi og von er á Þóri Bergmundssyni háls- nef- og eyrnalækni. Ráðningar annars faglærðs starfsfólks hafa verið nokkuð sveiflukenndar. Stöðugur skortur er á hjúkrunarfræðingum og vantar tvo hjúkrunarfræðinga á deild. Margir hjúkrunarfræðinga eru í hlutastarfi. Eykur það mjög alla vinnu við launabókhald og útheimtir meiri starfsmannafatnað. Launalega koma hjúkrunarfræðingar í hlutastarfi þó betur út þrátt fyrir það að þeir sem eru í 80% starfi eða meira séu einum launaflokki hærri. Á Akranesi eru búsettir 38 hjúkrunarfræðingar, þannig að ekki kreppir skórinn þar að, heldur er hjúkrunarstarfið einfaldlega ekki eins eftirsótt og áður var og töluvert um það, að hjúkrunarfræðingar hætti eða hverfi í önnur störf. Upp á síðkastið hefur gengið nokkuð vel að fá sjúkraliða til starfa. Leyfi er fyrir 38 sjúkraliðum í fullu starfi. Einnig er leyfi fyrir tveimur sjúkraþjálfum í fullu starfi, en ekki veitti af einum í viðbót. Meinatæknar eru sex í sameiginlegu starfi fyrir sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina, þrír í fullu starfi og þrír í hlutastarfi. Tveir röntgentæknar starfa á sjúkrahúsinu og iðjuþjálfi í hlutastarfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.