Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1988, Page 5

Læknablaðið - 15.02.1988, Page 5
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 35-40 35 Kristján Sigurðsson, Stefán Aðalsteinsson Leghálskrabbameinsleit á íslandi 1964-86: ÁRANGUR SEM ERFIÐI? ÚTDRÁTTUR Nýgengi leghálskrabbameins og dánartíðni af völdum þess var hækkandi fyrir upphaf leitar 1964, en lækkaði síðan marktækt milli timabilanna 1966-70 og 1976-80. Æ fleiri krabbamein fundust á byrjunarstigi og fimm ára lifun (survival rate) þeirra er greindust með sjúkdóminn tvöfaldaðist. Dánartíðni meðal þeirra er ekki mættu til leitar hélst há þrátt fyrir fallandi heildardánartíðni. Frá 1980 varð á ný hækkun á nýgengi en síðustu tvö árin hefur það lækkað aftur. Dánartíðni hefur lækkað marktækt með árunum frá 1964 til 1986. Meira en þriðjungur kvenna hefur ekki mætt reglulega til leitar þriðja hvert ár og í þeim hópi eru um tveir þriðju hlutar þess leghálskrabbameins sem greinst hefur frá 1980. Á seinni árum hefur hlutfall yngri kvenna með leghálskrabbamein aukist. Á sama tíma hefur orðið veruleg aukning forstigsbreytinga allt til ársins 1985 og mest meðal kvenna á aldrinum 20-44 ára. Eftir athugun á leitarsögu, stiga- og vefjaskiptingu hjá þeim konum er greinst hafa með leghálskrabbamein á síðari árum virðist leitin ennþá bera þann árangur að koma í veg fyrir flest flöguþekjukrabbamein (squamous cell carcinoma) í leghálsi sem eru á hærra stigi en stig I A. Leitin hefur hins vegar litil áhrif á greiningu kirtilkrabbameina (adenocarcinoma) og blandæxla (adenosquamous carcinoma). Hækkun á nýgengi leghálskrabbameins og fjölgun forstiga fyrst eftir 1980 má að hluta skýra sem áhrif betri mætingar. Skýrar vinnureglur, tölvutekið eftirlit og miðstýring leitar eru frumskilyrði góðs árangurs við leit að forstigum leghálskrabbameins. INNGANGUR Lengi hefur verið talið að greining illkynja sjúkdóms áður en hann gefur einkenni, leiði til betri möguleika á lækningu. Krabbameinsleit er ætlað að finna sjúkdóminn með ódýrri og einfaldri rannsóknaraðferð meðal afmarkaðs hóps einkennalausra einstaklinga. Frá leitarstöð og tölvuvinnustofu Krabbameinsfélags íslands. Barst 25/07/1987. Samþykkt til birtingar 17/08/1987. Takmark leitarstarfsins er að 1) lækka nýgengi (incidence) sjúkdómsins með því að greina hann á forstigi, þ.e. áður en eiginlegt krabbamein hefur myndast, svo sem með leghálskrabbameinsleit með leghálsstroki; 2) auka lifun (survival rate) þeirra er greinast með sjúkdóminn með því að greina hann á byrjunarstigi áður en hann hefur náð að dreifa sér, (dæmi brjóstakrabbameinsleit með röntgenmyndun). í þessari grein er gefið yfirlit yfir afrakstur leghálskrabbameinsleitar hér á landi og metið hvort árangur sé í samræmi við takmark leitarstarfsins. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Skipuleg leghálskrabbameinsleit hófst hér á landi í júní 1964 og takmarkaðist fyrstu fimm árin við konur á aldrinum 25-59 ára sem búsettar voru á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1964 var fjöldi kvenna á öllu landinu á þessu aldursskeiði 34.705. Frá 1969 náði leitin um Iand allt og til kvenna á aldrinum 25-69 ára en í árslok 1986 var fjöldi kvenna í þessum aldurshópi 60.014. Markmiðið hefur verið að skoða konur á þessum aldri og taka frumustrok frá þeim á tveggja til þriggja ára fresti. Yfirumsjón leitarstarfsins hefur frá upphafi verið í höndum Leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands í Reykjavík, en þar hafa jafnframt farið fram flestar skoðanir á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt hefur verið að góðri samvinnu við heilsugæslulækna og kvensjúkdómalækna á þessu svæði með það að markmiði, að ná til sem flestra kvenna, er ekki mæta til hefðbundinnar hópskoðunar á Leitarstöðinni. Utan Reykjavíkur fara skoðanir nú fram á 45 heilsugæslustöðvum og hefur skoðun farið fram á tveggja ára fresti á 27 stöðum, árlega á 13 stöðum og vikulega til mánaðarlega á fimm stöðum. Frumusýni og upplýsingar um skoðun og heilsufarssögu voru sendar Leitarstöðinni í Reykjavík og öll frumusýni skoðuð á frumurannsóknastofu Krabbameinsfélagins. Frá ársbyrjun 1986 voru

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.