Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1988, Síða 6

Læknablaðið - 15.02.1988, Síða 6
36 LÆKNABLAÐIÐ allar upplýsingar um skoðun, heilsufarssögu og niðurstöður frumusýna skráðar á tölvu Krabbameinsfélags íslands, óháð því hvar konan var skoðuð. Þannig komst á skipuleg skráning á öllum mætingum í leghálsskoðun. Samtímis því varð kleift að hafa eftirlit með konum með frumubreytingar eða afbrigðilega útkomu úr skoðun og kalla þær inn til nýrrar skoðunar eftir þörfum. Eftirfarandi athuganir voru gerðar: 1. Könnuð voru tengsl einstakra ára og aldurs við nýgengi og dánartíðni leghálskrabbameins á leitartímabilinu 1964-1986 og á forstigsbreytingar (CIN 1-111), sem greindust við skipulega hópleit 1966-1986. Notuð var aðferð Breslow og Day (1) þar sem jaðarstuðlar sýna annars vegar hlutfall nýgengis, dánartíðni og forstigsbreytinga á einstökum árum leiðrétt m.t.t. aldursáhrifa og hins vegar hlutfall breytinga í einstökum aldursflokkum leiðrétt m.t.t. mismunar milli ára. Jaðarstuðlarnir voru síðan notaðir sem uppistaða í aðhvarfsgreiningu (regression analysis), þar sem fimmtu gráðu ferill var felldur að jaðarstuðlum (2). Kannað var hvort fyrstu til fimmtu gráðu stuðlar í aðhvarfslíkingum væru marktækir með fervikagreiningu, þar sem fyrst var athugað hvort fyrstu gráðu stuðull væri marktækur, þ.e. hvort breyting fylgdi beinni línu. Þá var athugað hvort annarrar gráðu stuðull væri marktækur, en þegar svo er, fellur boglína með einni sveigju (parabóla) betur að tölunum heldur en bein lína. Að síðustu var könnuð marktækni þriðju, fjórðu og fimmtu gráðu stuðla. Séu þeir marktækir, falla margbognar línur betur að tölunum heldur en fyrstu og annarrar gráðu ferill. 2. Könnuð var heildarmæting í leit frá 1964 til 1986 og þróun þriggja ára mætingar frá 1971 og fram til 1986. Þriggja ára mæting er mæld í lok hvers árs og skilgreind hér sem hlutfall kvenna 25-69 ára sem mætt hafa a.m.k. einu sinni á því ári eða næstu tveim árum á undan. 3. Könnuð var leitarsaga, stiga- og vefjaskipting meðal þeirra kvenna sem greindust með leghálskrabbamein á árunum 1975-86. 4. Könnuð var leitarsaga þeirra kvenna sem dóu úr leghálskrabbameini á árunum 1975-86. NIÐURSTÖÐUR Á fyrstu mynd eru sýndir fimmtu gráðu ferlar fyrir breytingar á nýgengi og dánartíðni á Rate per 100.000 (age 20 + ) - INCIDENCE - MORTALITY 5th degree 5th degree regression regression Fig. 1. Cervical cancer in Iceland. Incidence and mortality 1964-1985 (women aged over 20 years). Percentage of screened Year of diagnosis/death - Diagnosed at - Diagnosed at first visit first or later visits Fig. 2. Preinvasive stages of cervical cancer (CINI-III) diagnosed in organized screening (women 20-49 years old). tímabilinu 1964-1986. í báðum tilvikum hækkuðu ferlarnir lítillega í byrjun, síðan kom veruleg lækkun, þá aftur hækkun en loks lækkun í lokin. Allar breytingar voru meira áberandi fyrir nýgengið en dánartíðnina. Fyrstu, annarrar og fjórðu gráðu stuðlar voru allir marktækir fyrir nýgengið, en það merkti að þríbogin kúrfa (fjórðu gráðu ferill með hækkun, lækkun hækkun, og lækkun) féll best að frumtölunum. Reiknaður ferill fyrir dánartíðnina gaf hins vegar aðeins marktækni á fyrstu gráðu stuðli. Það sýndi að dánartíðnin lækkaði marktækt með árum, en beygjurnar í byrjun og lok tímabilsins voru ekki marktækar. Dánartíðnin 1986 samkvæmt beinni

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.