Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1988, Síða 15

Læknablaðið - 15.02.1988, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 41 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavikur LlR 74. ÁRG. - FEBRÚAR 1988 LEIT AÐ LEGHÁLSKRABBAMEINI: SKIPULAG ER NAUÐSYN Til að kembirannsókn sé hagkvæm og beri árangur við að koma í veg fyrir sjúkdóm, þarf rannsóknaraðferðin að vera auðveld og ódýr í framkvæmd, ná til mikils fjölda einstaklinga og leiða til þess að tiltölulega algengur sjúkdómur finnist á frumstigi meðan hægt er að koma við lækningu, sem líklegt er að leiði til fulls bata (1). Leghálskrabbamein er sennilega þekktasta dæmið um sjúkdóm þar sem kembirannsókn ætti að gefa verulegan árangur. Skipulögð leit að leghálskrabbameini hófst hér á landi árið 1964 á vegum Krabbameinsfélags íslands og er sennilega það heilbrigðisframtak íslenskt, sem best er þekkt erlendis (2, 3). Sú ætlun að skoða nærri 35 þúsund konur á tveggja ára fresti hlaut að verða mikið verk fámennri þjóð og litlu áhugamannafélagi. Árangurinn hér á landi og á nokkrum öðrum svæðum í Norður-Evrópu og Kanada vestanverðu er talinn sýna að slík leit geti leitt til raunverulegrar fækkunar dauðsfalla af sjúkdómi, sem í æ ríkari mæli leggst á konur á besta aldri (2). Margir hafa lagt hönd á plóginn við þetta árangursríka verk. Meðal þeirra skal hér sérstaklega minnst starfa yfirlækna Leitarstöðvarinnar, Ölmu Þórarinsson og síðar Guðmundar Jóhannessonar. Krabbameinsleit á íslandi í þessu tölublaði birtist yfirlit yfir leitina að leghálskrabbameini í nær aldarfjórðung (5). Nokkur atriði vekja mesta athygli. Dánartíðni hefur lækkað marktækt með árunum og er nú aðeins um til 'A þess sem hún var við upphaf leitarinnar. Óveruleg uppsveifla kúrfunnar á árunum um og upp úr 1980 er nú aftur á niðurleið. Markmiðið að fyrirbyggja dauða af leghálskrabbameini er því enn í augsýn. Þær konur, sem fá ífarandi krabbamein í legháls eða deyja úr sjúkdómnum, eru fyrst og fremst þær, sem ekki hafa mætt reglulega til leitar. Það sýnir betur en annað að kembirannsóknin, eins og hún hefur verið framkvæmd, er virk vörn gegn flöguþekjukrabbameini í leghálsi. Ekki er hægt að búast við að leitin skili fullkomnum árangri við greiningu meinsins og er þar bæði um að kenna sýnitökunni, meingerð æxlanna og mannlegum skekkjum. Úr sumum þessara atriða má bæta, meðal annars með aukinni leghálsspeglun og vefjasýnitöku þar sem væg afbrigði í frumustroki sjást. Konur, sem ekki mæta reglulega til leitar, hafa hins vegar verið of margar eða rúmlega ein af hverjum þrem, þótt það hlutfall fari nú einnig batnandi. Fleiri konur mæta nú til leitar en fyrir fimm til sex árum og frá 90% kvenna á aldrinum 25-69 ára hefur frumusýni verið athugað að minnsta kosti einu sinni. Meinin finnast oftar en áður á fyrri og auðlæknanlegri stigum. Flins vegar er áhyggjuefni að forstigsbreytingar flöguþekjukrabbameins hafa aukist verulega og aldur kvenna með forstigsbreytingar eða krabbameinið sjálft fer einnig lækkandi. Þetta er samhljóða reynslu manna erlendis (2, 6, 7). Aukinn fjöldi tilfella meðal yngri kvenna endurspeglar að nokkru skipulega leit, en einnig leikur ekki vafi á því að um raunverulega tíðniaukningu er að ræða (5). Á sama tíma hefur orðið mikil aukning á kynfæravörtum, condyloma acuminata (8). Vörturnar eru kynsjúkdómur. Ásamt sumum öðrum kynsjúkdómum, mörgum rekkjunautum og reykingum (9) tengjast kynfæravörtur aukinni hættu á leghálskrabbameini. Lækkandi dánartölur í lok síðasta áratugar (4) gáfu von um að jafnvel yrði hægt að koma að mestu leyti í veg fyrir dauða af völdum leghálskrabbameins meðal íslenskra kvenna fyrir aldamótin. Veirusýkingar og krabbamein Sýkingunni veldur vörtuveiran (human papilloma virus, HPV). Fyrir utan að finnast í vörtunum og frumstigum þeirra utan á og inni í sköpum kvenna og á kynfærum karla hafa fjölmargar

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.