Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1988, Page 23

Læknablaðið - 15.02.1988, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 49 voru galli í sleglaskipt 45% og sameiginlegur slagæðastofn 18%. Einstök tilfelli voru af tvíhólfa hjarta, Ebsteins galla, þrengslum í meginæðarboga og sameiginlegum gátta-slegla-göngum. 2. Sérstakir (specific) hjartagaliar, sem koma fyrir í krufningum hér og núverandi úrtak byggðist á, dreifast á svipaðan hátt og eru með líka heildartíðni, hver einstakur galli fyrir sig, eins og kemur fram í mörgum öðrum rannsóknum, þótt víðtækari séu og byggi á klínískum athugunum, þræðingum, skurðaðgerðum auk krufninga, eftir atvikum, en á þessum tima eru ómskoðanir ekki komnar til sögunnar. Hurst (12) vitnar í niðurstöður fimm slíkra rannsókna eftir jafnmarga mismunandi rannsóknarðila. Þegar á heildina er litið eða einstakar rannsóknir verður gat i sleglaskipt og opið sporgat alls staðar efst á blaði eins og hér, en galli í sleglaskipt (VSD) fannst í 25% barna í skýrslu Hurst og 22% barna í núverandi rannsókn. Um aðra megingalla er útkoman mjög lík, eins og rakið verður nánar hér á eftir, nema Fallots tetralogi, sem sker sig úr vegna eldri barna í bandarísku rannsókninni. Fallots tetralogy kemur helmingi sjaldnar fyrir í núverandi rannsókn en annars staðar í tilvitnun Hursts. Á því er sú einfaldasta skýring, að þessi börn lifa oft nokkur ár. Ýmsir aðrir meðfæddir hjartagallar, sem skráðir eru í núverandi úttekt eiga sér fullkomnar hliðstæður í skýrslu Hurst (12). Sem dæmi má nefna: Lokaður meginæðarós (AO Atresia), 7,5%, (7,9%). Fullkomin slagæðavíxl (TGA) 7,5% (4,9-10,5%). Meginæðarbogi þröngur á kafla (CoAO) 2,8%, (2,6%). Meginæðarbogi var þrisvar alveg í sundur á kafla á milli vinstri samhálsslagæðar og vinstri viðbeinsslagæðar, en þar hjá opnaðist víð slagæðapípa inn í meginslagæðina. Dálítið sýrt blóð komst þá leið vegna smágats á sleglaskipt. Einstök tilfelli af tvískiptum lungnastofnæðar- og meginstofnæðarlokum komu fyrir, svo og afbrigðum við kransæðar, þótt ekki sé skráð hér á töflur, þar sem um var að ræða hluta úr meiri háttar göllum. 3. Tölfrœðilegt yfirlit, sem skráð er á töflu II, sýnir meðal annars fjölda meiri háttar meðfæddra hjartagalla á grundvelli allrar vansköpunar og ungbarnakrufninga á tímabilinu, eins og þeir koma fyrir í líffærahlutum hjartans og hjartaæða. Þar kemur fram, að meðfæddir hjartagallar eru 42% af öllum vansköpunum, sem koma fyrir innan eins árs og 10% af öllum barnakrufningum. Á þessu yfirliti sést greinilega, hve mjög meðfæddum hjartagöllum fækkar hlutfallslega og í heildina eða úr 42% í 27% af öllum vansköpunartilfellum og úr 10% í 7% af krufningum á síðasta fimm ára tímabilinu með fækkandi krufningum eftir 1970. Þetta stafar ekki af vanskilum, því að enn var gengið ríkt eftir að öll burðarmálsbörn og ungbörn frá fyrrnefndum fæðinga- og lækningastofnunum, sem látist höfðu þar, væru færð til krufninga og urðu heimtur nálægt 100%. Þess utan komu til krufninga allmörg tilfelli, sem áttu heimili utan þessa svæðis eða um 30% allra hjartagallatilfellanna. Þannig heimtist til krufninga nær helmingur allra andvana fæddra og látinna ungbarna á tímabilinu eða 45% miðað við allt landið. Á tímabilinu voru andvana fæðingar 1.052, 11,7%o ungbarnadauði (infant mortality rate) 14,3%o (1.290), og burðarmálsdauði (perinatal mortality rate) 20,4%o. Á tímabilinu fæddust 90.087 börn. í núverandi úrtaki reyndust vera 390 andvana fædd börn og þar af 11 með hjartagalla (28%o). Dauðsföll, sem beinlínis eru kennd hjartagöllum og ekki skráð hér, eru rædd annars staðar (3), en þar kemur fram í rannsókn á burðarmálsdauða, að af dauðsföllum vegna vansköpunar koma 20 af hundraði, en af öllum krufningum 0-6 daga gamalla barna 4,1% í hlut meðfæddra hjartagalla. Hér er átt við einstaklinga með hjartagalla en ekki fjölda sérstakra hjartagalla sem geta verið margir í hverju tilfelli, en um það verður rætt nánar hér á eftir. Annað athugavert, sem rétt er að benda á í þessari úttekt er að hér er um að ræða faraldsfræðilega athugun, sem byggir á sjúkdómstilfellum, en ekki aðeins á dauðsföllum. { einu og sama tilfelli kunna að koma fyrir fleiri en einn galli, til dæmis opið sporgat eða opin slagpípa, sem oftar en ekki eru afleiðingar annarra meiri háttar galla. Eitt skýrasta dæmið um slíka fylgikvilla ófáa með öðrum aðalgalla er alveg lokaður meginæðarós og má sjá hina mörgu fylgikvilla með aðalgallanum á 1. mynd og á skýringum við myndina. Þessi mikli hjartagalli leggst meira á sveinbörn en meybörn í núverandi úttekt, sex sveinbörn á móti tveimur meybörnum og er þessi misskipting milli kynja almennt viðurkennd regla. Þá er það ekki óalgengt, að börn deyi úr einhverjum tilfallandi sjúkdómi, en síðan komi í ljós við krufningu hjartagalli, sem ekki var vitað

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.