Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1988, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.02.1988, Qupperneq 30
52 LÆKNABLAÐIÐ fjórar klukkustundir frá upphafi einkenna þar til meðferð hófst. Þá hafði lokaða æðin opnast hjá 66% sjúklinganna og útstreymisbrot var 59%. Þræðing og útvíkkun kransæða í upphafi veikinda Margir halda þvi fram, að framkvæma beri hjartaþræðingu í skyndi hjá öllum sjúklingum með brátt hjartadrep og síðan fari fram kransæðaútvíkkun ef veruleg þrengsli eru í kransæð. Ólokið er stórum rannsóknum, þar sem kannað er hvort og hvenær kransæðaútvíkkun skuli gerð. Niðurstöður einnar slíkrar rannsóknar frá Ann Arbor-hópnum (TAMI) hafa þó nýlega verið birtar (10). Var 197 sjúklingum með þrönga kransæð, sem tekist hafði að leysa sega í, skipt í tvo hópa. Hjá helmingi þeirra var framkvæmd kransæðaútvíkkun strax, en ekki fyrr en rúmri viku síðar hjá hinum. Ekki virtist neitt unnið við að gera aðgerðina tafarlaust, jafnvel var betra að bíða. Æðaþel skemmist við kransæðaútvíkkun og í einni rannsókn stíflaðist viðkomandi kransæð hjá 10% í hópi sjúklinga sem fengu rt-PA og gengust síðan undir kransæðaútvíkkun eftir bráða kransæðastíflu (11). Virðist vera hægt að draga úr þessari æðaþelsskemmd með Ibúprófen í tilraunadýrum og lýsi í mönnum (12, 13). Blóðþurrð eftir kransæðastíflu veldur stíflu í háræðum og leysir úr læðingi efni í vöðvanum sem geta lamað hann (stunned myocardium). Ýmis lyf virðast geta hindrað þetta (14-16) en öll þessi meðferð er enn á tilraunastigi. Segaleysandi lyf við hvikulli hjartaöng Nú er unnt að skoða kransæðar með kransæðaspeglun. Komið hefur í ljós að sjúklingar með hvikula hjartaöng eru oftast með sprungna skellu og/eða sega í kransæð (17). Frönsk rannsókn hefur sýnt fram á að niðurbrotsefni fíbríns hjá sjúklingum með hvikula hjartaöng eru aukin en það bendir til þess að líkaminn sé að leysa upp sega sem myndast í kransæðinni (18). Þetta hefur því leitt til þess að reynt hefur verið að gefa sjúklingum með hvikula hjartaöng segaleysandi efni. Tuttugu sjúklingum með hvíldarverk batnaði ekki þrátt fyrir betablokkara, kalsíumblokkara, nítröt og heparíndreypi samfleytt í 12 til 24 klukkustundir (19). Tíu fengu rt-PA en tíu geðþóttalyf. Verkur hvarf hjá níu sem fengu segaleysandi efni en aðeins hjá 4 af þeim sem fengu geðþóttalyf og við kransæðamyndatöku eftir 48 klukkustundir hafði aðeins einn af rt-PA sjúklingunum sega í kransæð en átta þeirra sem fengu geðþóttalyf voru með kransæðastíflu. Leysigeislar - kransæðaspeglun - kransæðastoðir Leysigeislar hafa verið notaðir undanfarin ár til að brenna burtu þrengsli í slagæðum í lærum manna. Nú hefur verið birtur árangur af notkun leysigeisla til að losa stíflur úr kransæðum hjá fimm sjúklingum (20). Notaður var geislaþráður með heitu málmhöfði og tókst að opna æðarnar án fylgikvilla. Þá hefur tekist að útbúa kransæðaspegil á enda þráðar sem er aðeins 0,8 mm í þvermál og skoða með honum innveggi kransæða (21). Hefur margt áhugavert komið í ljós. Til dæmis sést, að æðaþel er mjög óslétt með slitrum af sega eftir gjöf segaleysandi lyfja. Svipað er ástand þeirra kransæða sem hafa verið víkkaðar út með belg. Loks má geta nýstárlegrar meðferðar á þrengslum, sem ekki vilja víkka út eða haldast opin þrátt fyrir æðaútvíkkun með belg. Hafa þá verið reistar stoðir, stálgrindur, innan í æðinni. Þær eru fluttar með æðaþræði inn í kransæðina, belgur blásinn innan í stálgrindinni og hún víkkuð út. Hún fellur ekki saman eftir útvíkkunina. Nú liggur fyrir eins árs reynsla af þessari meðferð og virðist hún ótrúlega árangursrík (22). Niðurstaða Kjörmeðferð kransæðastíflu eða bráðs hjartadreps er segaleysandi lyf, rt-PA eða streptókínasi í æð eins fljótt eftir upphaf einkenna og auðið er, helst innan þriggja klukkustunda. Stórauka verður kynningu á einkennum kransæðastíflu, svo að sjúklingar láti vita af sér strax. Sjúklingana þarf að meta á sérhæfðu sjúkrahúsi fljótlega. Við hvikulli hjartaöng á að beita segaleysandi lyfjum. í framtíðinni finnst vonandi lyfjameðferð sem dregið getur úr æðaþelsskemmdum og vöðvalosti (stunned myocardium) eftir blóðþurrðina og þannig bættur árangur segalosunarinnar. I framtíðinni verður leysigeislum vafalítið beitt og stoðir reistar inni í kransæðum og kransæðaspeglun verður tiltæk til að fylgjast með hverju sinni. Árni Kristinsson

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.