Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1988, Síða 36

Læknablaðið - 15.02.1988, Síða 36
58 LÆKNABLAÐIÐ munnsins. Einnig er þarna kjörið tækifæri til þess að bera saman munnheilsu og aðra þætti, svo sem meltingarsjúkdóma og félagsleg atriði eins og starf og menntun. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Hönnun spurningalista var hefðbundin. Leitast var við að stilla fjölda spurninga í hóf, þar eð fólkið þurfti áður að svara allmörgum spurningum frá stofnuninni. Niðurstaðan varð 33 spurningar, sem svarað er með einföldum merkingum (krossum). Er listinn í fjórum megin hlutum. í fyrsta hluta, sem allir svara, er spurt um ýmis almenn einkenni, lyfjanotkun, afstöðu til tannlækninga, heilsufarssögu að því er munnhol varðar, fyrri tannmeðferð og það hvort um reglulegt eftirlit hafi verið að ræða. Síðan kemur hluti, sem á við þá, er hafa haldið eigin tönnum, einni eða fleirum, þá kafli eingöngu fyrir tannlausa og loks eru spurningar um gervitennur. Sérþjálfaður starfsmaður Hjartaverndar fór yfir listann að útfyllingu lokinni eins og gert er endranær með spurningar stofnunarinnar. Auk spurningalistans var útbúið sérstakt form með mynd af tönnum. Hjúkrunarfræðingur framkvæmdi skoðun með munnspegli, að undangenginni þjálfun, samhliða öðrum athugunum á sjúklingunum. Merkt var við þær tennur, sem ekki voru til staðar, og gerðar athugasemdir varðandi krónur, brýr, lausa tannparta og gervitennur. Þegar undirbúningi lauk upp úr áramótum 1985 var nýhafin boðun í hópskoðun karlmanna fæddra 1907-1934. Úrtak þetta var úr ferilrannsókn (longitudinal study), sem hófst á vegum Hjartaverndar árið 1967, þar sem boðaðir voru karlar á aldrinum 34-61 árs, er búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu og voru þar á þjóðskrá 1. desember 1966 (2). Í samráði við yfirlækninn dr. Nikulás Sigfússon og Helga Sigvaldason verkfræðing, sem annast hefur tölvuvinnslu Hjartaverndar, var ákveðið að byrja með hóp 500 karla úr téðu úrtaki. Fór skoðunin fram á ofanverðu árinu 1985 og á öndverðu árinu 1986. Skoðaðir voru 516 karlar. Tölvuvinnslu önnuðust verkfræðingarnir Helgi Sigvaldason og Ólafur Bjarnason. Mynd 1 sýnir hvernig úrtakið skiftist milli aldursflokka. Mynd 2 ber úrtakið saman i hundraðshlutum við fjölda karla á sama aldri á landinu öllu. % Fjöldi 30 140 52-54 55-59 60-64 65-69 70-74 75-79 Aldur Mynd 1. Aldursskifting 516 karla úr úrtaki Hjartaverndar. Fjöldi í tölum (línurit) og hundraðshlutum (súlurit). 52-54 55-59 60-64 65-69 70-74 75-79 Aldur Mynd 2. Fylgni úrtaks við fjölda karla í tilgreindum aldurshópum á höfuðborgarsvœðinu og landinu öllu (miðað við upplýsingar frá Byggðastofnun l/l 1986). %

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.