Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1988, Qupperneq 41

Læknablaðið - 15.02.1988, Qupperneq 41
LÆKNABLAÐIÐ 63 Tafla VI. Samanburður á tannleysi karla á Norðurlöndum. Land Ár Aldur Tannleysi Noregur (10)........... 1976 65-79 72,0% Noregur (21)........... 1977 67-79 49,0% Noregur (21)........... 1977 67-78 31,0% Noregur (8)............ 1977 67 47,3% Noregur (12)........... 1978 67+ 45,6% ísland................. 1986 65-79 58,1% Svíþjóð (9) ............. 1978 50-54 29,5% Svíþjóð (9) ............. 1978 55-60 28,8% ísland................... 1986 52-54 13,3% ísland................... 1986 55-60 31,5% Svíþjóð (11) ............. 1981 70 46,0% ísland.................... 1986 65-69 47,0% ísland.................... 1986 70-74 68,0% Danmörk (20).......... 1982 50-64 24,8% ísland................ 1986 52-64 27,5 % Danmörk (4).......... 1974 65+ 64,7% Danmörk (20)......... 1982 65-81 53,8% ísland............... 1986 65-79 58,1% Samkvæmt athugun Haakansons hafa 20-24 ára Svíar á Malmö-svæðinu að meðaltali 29 tennur í munni en 11 tennur þegar 55-60 ára aldri er náð eða u.þ.b. 5 tennur í hvorum gómi, nema 7 í neðra gómi karla (9). Á sama aldri höfðu karlmennirnir í Hjartavernd að meðaltali 14,5 tennur að brúarliðum meðtöldum. í Gautaborg voru 70 ára karlar og konur með svipaðan tannafjölda væri aðeins litið til hinna tenntu eða 13,6 og 13,5 tennur alls, en 46% karla (og 55% kvenna) voru tannlaus (11). Meðaltannafjöldi Hjartaverndarkarla á aldrinum 65-69 ára var 8,9 og 44% voru tannlausir. Á aldrinum 70-74 ára voru karlarnir með um 4,7 tennur og um 64% án tanna. Fjórtán einstaklingar voru tenntir í aldursflokknum 75-79 ára eða 32,6%, en þeir höfðu að meðaltali 13,7 tennur. Að tannleysingjunum meðtöldum er meðaltalið 4,4 tennur (mynd 4). Þótt munnheilsa hafi eflaust batnað í nágrannalöndunum, þá hefur sá bati alls ekki verið augljós á efri aldursstigum. Ef til vill má spyrja, hvort »bætt munnheilsa« (oral health) þýði í reynd aðeins seinkun á tanntapi fyrir mikinn hluta íbúanna. (Sjá myndir 9 og 10). Enda þótt mikill fengur sé að slíkri seinkun, fylgja ef til vill nokkrar skuggahliðar, svo sem rýrir kjálkar eftir langvarandi tannholdsmein og verri aðlögunarhæfni m.a. við gervitönnum, þegar aldur færist yfir. Óneitanlega hlýtur markmiðið að vera það, að menn haldi tönnum sínum ævilangt. Það er greinilegt, að eigi takmark Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um minnkun tannleysis um 50% fyrir 35-40 ára og 25% fyrir 65 ára og eldri milli áranna 1985 og 2000 að nást, þá þarf mikið átak til (30, 31). Með brýr og krónur voru um 21% hinna tenntu í úrtaki Hjartaverndar, eða 9,7% alls úrtaksins. Ákveðið var að telja krónur og brúarliði eins og heilar tennur, enda þjóna þessir hlutir sem slikir með tilliti til útlits og tyggingar, auk þess sem þeir eru fastir í munni (32). Lausa tannparta höfðu 14,3%. í athugunarhópi Haakansons var partaeign helmingi hærri meðal 54-55 ára kvenna, en verður svo helmingi algengari meðal 55-60 ára karla (9). Sænskar rannsóknir frá 1970 sýndu, að 58-68 ára einstaklingar þörfnuðust tannparta í um 31% tilvika (33). Ætla má að þörfin sé vart minni hérlendis. Þær konur, sem haldið hafa tönnum sínum, eru að jafnaði betur tenntar en karlarnir samkvæmt mörgum könnunum. Þær eru einnig duglegri að leita sér hverskonar lækninga (9, 11, 12). Karlarnir hafa hærri tannskemmdatíðni, enda fleiri með sínar eigin tennur (6, 9, 11, 34). Þetta kann að benda til þess, að ýmsir karlanna, sem haldið hafa einhverjum tönnum séu í raun betur staddir með gervitennur. Raunar hefur verið bent á, að einstaklingar með fáar slæmar tennur séu í reynd tannlausir og að skilin milli tenntra og tannlausra séu á engan hátt ljós í þessu tilliti (35, 36). Sænsk rannsókn frá 1970 sýnir að 56% Svía 58-68 ára þörfnuðust gervitanna (33). Sé einungis tekið mið af aldri gervitannanna hjá körlunum í Hjartaverndarkönnuninni, má vænta þess, að ekki sé þörfin minni hér (tafla V). Sú staðreynd, að karlar eru þó gjarnan með meira af heilum, (óviðgerðum), tönnum en konur, ásamt því að flestar rannsóknir sýna hærri tíðni tannleysis hjá konum, vekur óneitanlega þá spurningu, hvort tannáta sé algengari hjá konum (6, 9, 11, 34). Tannlæknar hafa Iengi vitað, að fjöldi íslendinga notar gervitennur mun lengur en æskilegt er, enda kemur það berlega fram í þessari könnun, þar sem meðalaldur gervitannanna var yfir 12 ár. Einnig kom í ljós, að algengast er að menn eignist á lífsleiðinni einar til tvennar gervitennur,

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.