Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1988, Síða 45

Læknablaðið - 15.02.1988, Síða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 67-71 67 Jón Þorgeir Hallgrímsson, Gunnlaugur Snædal KEISARASKURÐIR Á ÍSLANDI 1865 TIL 1919 Sögulegt yfirlit - I. grein INNGANGUR Keisaraskurðir' eru nú orðnir algengir í fæðingarhjálp. Þykir því ástæða til þess að rifja upp sögu þessara aðgerða hér á íslandi, hvar og hvenær fyrstu aðgerðirnar fóru fram og af hverjum. Þá munum við skýra frá keisaraskurðum, sem heilbrigðisskýrslur geta um. í upphafi töldum við að slíkra aðgerða myndu læknar geta í skýrslum sínum til landlæknis, en sú varð ekki raunin. í ljós hafa komið nokkrir keisarskurðir, sem ekki er getið í heilbrigðisskýrslum. Sætir það nokkurri furðu, að svo mikilla aðgerða skuli ekki getið á þeim árum þegar þær voru mjög fátíðar, en hafa jafnframt hlotið að teljast meiri háttar afrek. Við munum í upphafi endurskoða þá vitneskju, sem fyrir hendi er um fyrstu keisaraskurðina á íslandi, en síðar reyna að gera grein fyrir þessum aðgerðum á hinum ýmsu sjúkrahúsum landsins og áhrifum þeirra á fæðingarhjálpina almennt. Með þetta í huga var farið yfir allar útkomnar heilbrigðisskýrslur og aðgerðaskrár Landakotsspítala en þær ná aftur til ársins 1907. í þessari fyrstu grein Iítum við á tímabilið frá 1865 til 1919 að báðum árum meðtöldum. FYRSTU KEISARSKURÐIRNIR Fyrsta keisaraskurðinum, sem gerður var á íslandi árið 1865 af Jóni Hjaltalín og Gísla Hjálmarssyni, með hjálp tveggja franskra lækna af herskipinu Pandora, þeirra Chastang og Texier, er lýst ítarlega af Vilmundi Jónssyni landlækni í ritgerðasafni hans »Lækningar og saga«. Þar er að finna greinargerð Jóns Hjaltalíns um þennan atburð og er hún tekin úr skýrslu fyrir umrætt ár og dagsett 19. mars 1866, þ.e. tæpu ári eftir að aðgerðin fór fram. Vilmundur getur þess einnig, að í skilmerkilegri fréttagrein, sem birtist i blaðinu Þjóðólfi skömmu síðar eða hinn 4. júlí 1865, sé nokkru fyllri frásögn um þennan atburð, bæði aðgerðina sjálfa og tildrög hennar og sé ekki Frá kvennadeild Landspítalans. Barst ritstjórn 18/04/1986. Samþykkt 22/04/1986. öðrum til að dreifa sem höfundum en læknunum sem aðgerðina frömdu, Jóni Hjaltalín eða Gísla Hjálmarssyni, öðrum eða báðum eða svo nánum heimildarmönnum að jafngildir beinum höfundskap. Fer greinin hér á eftir óstytt: »SECTIO CÆSAREA eðr keisaraskurðrinn er hið síðasta og ítrasta úrræði, er læknisfræði allara landa ráðgjörir enn í dag, og hefir ráðgjört um hinar seinni aldir, í barnsburðarneyð, þegar fæðingin er álitin ómöguleg, en fóstrið þó alllifandi í móðurlífi, til þess sjálfsagt að bjarga fóstrinu lifandi og ósködduðu, og einnig lífi móðurinnar, ef svo vel gæti tekizt. En það er hvorttveggja, að næsta sjaldan hefir að borið að grípa þyrfti til þess neyðarúrræðis læknisfræðinnar, enda hefir og jafnan þókt hið mesta vandhæfi á að við hafa keisaraskurðinn, en hann er í því fólginn, að skera upp líf hinnar lifandi móður til þess að ná fóstrinu lifandi. Svo segir í nýustu og beztu ritum læknisfræðinnar um þetta mál, að eptir dæmum þeim, er menn hafi, víðsvegar um Norðurálfuna, einkum frá byrjun þessarar aldar, þá muni að eins 6. hver móðir hafa lifað eptir keisaraskurð, en optar lifi barnið ef fóstrið er vel skapað og með fullu Iífi, þegar skurðurinn er gjörðr. Það mun áreiðanlegt, að engi viti eða þekki dæmi til þess fyr né síðar, að keisaraskurðinum hafi verið beitt nokkuru sinni hér á lndi, fyren nú hér í Reykjavík, 24. f. mán. ógiptr kvenmaðr Margrét Arnljótsdóttir að nafni á 31. ári, dvergr að öllum skapnaði, um 18(?) þuml. á hæð, varð barnshafndi og kendi sín eðr lagðist á sæng 23. f. mán.: yfirsetukonan kvaddi þegar landlæknirinn Dr. Hjaltalín til að skoða sængrkonuna, en hann sendi þegar eptir Gísla kanselíráði Hjálmarssyni og kvaddi einnig með sér til ráðaneytis báða læknana af herskipinu Pandora, Chastang yfirlækni yfir allri Fiskimannaútgjörð Frakka, og Dexier herskipslækni, og voru þaraðauki viðstaddir 4 þeirra 5 stúdenta er nú lesa hér læknisfræði hjá landlækninum. Engi þeirra 4 læknanna hafði sjálfr verið viðstaddr

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.