Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1988, Page 48

Læknablaðið - 15.02.1988, Page 48
70 LÆKNABLAÐIÐ Síðan hefir mig oft langað áð fá góða ástæðu til keisaraskurðar, en ekki verið svo heppinn.« Ekki verður skilist við þetta efni, að ekki verði minnst á »týnda keisaraskurðinn«. Vilmundur Jónsson ritar í »Lækningar og saga«, fyrra bindi frá 1969, ítarlega um þetta efni en svo vill til að skýrt var frá keisaraskurði Steingríms Matthíassonar árið 1911 í blaðinu »Norðurlandi«, hinn 29. júlí 1911, og þar segir svo: »Keisaraskurður hefur ekki verið gerður hér á landi nema þrem sinnum áður«, m.ö.o. keisaraskurður Steingríms á að vera sá fjórði hér á landi, en ekki hinn þriðji. Þessi vitnisburður ætti því að vera markverðari sem það er ekki venjulegur blaðamaður sem svo ritar, heldur jafnframt læknir, þ.e. Sigurður Hjörleifsson, sem þá var ritstjóri »Norðurlands«. Vilmundur Jónsson getur þess að allmikið hafi verið til þess reynt að hafa upp á þessum keisaraskurði, er virtist vanta í tölu hinna allra fyrstu keisaraskurða hér á landi. En sú eftirgrennslan hefur til þessa ekki borið tilætlaðan árangur, segir hann. í framhaldi af þessum upplýsingum ræðir Vilmundur Jónsson almennt um skýrslugerð lækna og telur fráleitt, að eftir aldamót þurfi að leita hins »týnda keisaraskurðar« utan Akureyrar og Reykjavikur. Hann telur, að Akureyri sé með öllu óhætt að fella hér undan, því að skýrslur þaðan í tíð Guðmundar Hannesonar og Steingríms Matthíassonar hafi jafnan verið í besta lagi. Vilmundur kveðst reyndar minnast ummæla Guðmundar, seint á ævi hans, er staðfestu, að keisaraskurð hafi hann engan gert. Lét hann þess getið með nokkrum söknuði, »að hnífur sinn hefði aldrei komist í svo feitt«. Þá telur Vilmundur eðlilegt að í sambandi við bollaleggingar um keisaraskurði í Reykjavík á fyrsta áratug þessarar aldar, komi mönnum fyrst til hugar Guðmundur prófessor Magnússon: »En það ætla ég mig muna fyrir víst frá námsárum mínum, að þá hafi hann engan keisaraskurð gert, ef hann gerði þá slíkan skurð nokkru sinni«. Vilmundur telur, að þá sé engum öðrum til að dreifa en Matthíasi Einarssyni, er hóf læknisstörf í Reykjavík árið 1905. Dr. Halldór Hansen leitaði vandlega fyrir Vilmund Jónsson að keisaraskurði í dagbókum St. Jósefsspítala, allt frá því að spítalinn hóf starfsemi sína 1902 og fram yfir 1911. Þessi leit var nú endurtekin og það staðfest, að þar finnst enginn keisaraskurður skráður, nema fyrrnefndur keisaraskurður Matthíasar Einarssonar árið 1910, en þar er einnig ein færsla frá árinu 1907, þar sem getið er um 30 ára gamla konu, búsetta í Reykjavik með sjúkdómsgreininguna »eclampsia gravidarum« og hafi konan verið innlögð á St. Jósefsspítala hinn 10. febrúar 1907 og látist þann 12. s.m. Læknir var Einarsson og síðan er undir athugasemdum: Operatio. Vilmundur getur þess, að af samanburði við manntal, megi sjá, að rétt nafn sjúklings sé Ragnhildur og að hún hafi verið aðkomustúlka (námsmey) í Reykjavík, en heimilisföst í Saurbæ í Ásahreppi í Húnavatnssýslu. Ennfremur að samkvæmt kirkjubók hafi hún alið tvíbura (meybörn) 10. febr. 1907 og lést á St. Jósefsspítala 12. s.m. Börnin finnast ekki skírð og munu þau hafa fæðst andvana eða dáið mjög fljótlega eftir fæðingu, enda eins líklega ótímaburðir: Ekki er dauða barnanna heldur getið í kirkjubók, hafa þau verið lögð nafnlaus í kistu móður sinnar og farist fyrir að skrá þau dáin og grafin. Þess ber að geta, að á þeim árum virðast læknar oft hafa aðeins skráð »operatio«, þegar um meiriháttar aðgerðir var að ræða, þannig að þessi færsla afsannar á engan hátt að hér hafi raunverulega verið um að ræða keisaraskurð. Þrátt fyrir all ítarlega eftirgrennslan kemst Vilmundur þó að þeirri niðurstöðu að svo hafi ekki verið. Erfitt er að setja sig í spor Matthíasar Einarssonar árið 1907, en sú spurning vaknar óhjákvæmilega: Hvers kyns »operatio«, var hér um að ræða? Við teljum allt eins mögulegt að hér geti hafa verið um keisaraskurð að ræða, þá gerðan í skyndi til þess að bjarga burðinum, e.t.v. frá deyjandi móður. Vilmundur segir að árið 1907 muni ekki hafa verið tilkomið að telja fæðingarkrampa eðlilegt tilefni keisaraskurðar og að umrædd operatio pro eclampsia gravidarum hafi aðeins verið »himnustunga eða aðrir tilburðir til að flýta fæðingu«. Hann telur því, nema annað komi óvænt í ljós, að við það verði að sitja, að enginn keisaraskurður hafi glatast úr tölu hinna allra fyrstu keisaraskurða hér á landi og sé um missögn eina að ræða í fyrrnefndum ummælum blaðsins »Norðurland«. Samkvæmt þessu voru þannig á íslandi gerðir þrír keisaraskurðir á árunum 1865-1919, sá fyrsti í

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.