Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1989, Qupperneq 11

Læknablaðið - 15.01.1989, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 5-9 5 Guðmundur Oddsson, Jakob Kristinsson, Þórarinn H. Harðarson, Finnbogi Jakobsson LYFJAEITRANIR Á BRÁÐAMÓTTÖKU BORGARSPÍTALANS Á SEX MÁNAÐA TÍMABILI 1983-1984 INNGANGUR Borgarspítalinn hefur nokkra sérstöðu meðal sjúkrahúsanna í Reykjavík vegna slysadeildarinnar, sem er einasta bráðamóttakan á höfuðborgarsvæðinu. Þangað koma flestir þeir sem þurfa á læknismeðferð eða rannsókn að halda vegna lyfjaeitrana eða gruns um eitranir. Þegar hafa verið gerðar tvær rannsóknir á sjúklingum sem innlagðir voru á lyflækningadeild Borgarspítalans vegna lyfjaeitrana árin 1971-1975 (1) og 1976-1981 (2). Rannsókn sú, sem hér greinir frá, er frábrugðin hinum fyrri að því leyti, að hún er framsýn (prospektiv) og nær til allra sjúklinga, sem komu á slysadeild Borgarspítalans á 6 mánaða tímabili vegna gruns um eitrun. Stuðst var við lyfjamælingar í mun fleiri tilfellum en áður og rannsóknin gefur því miklu nákvæmari mynd af hlutdeild einstakra lyfja og eiturefna en fyrri athuganir, sem styðjast að mestu leyti við lyfjasögu. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin náði til allra einstaklinga, sem komu á slysadeild Borgarspítalans á 6 mánaða tímabilinu 1. desember 1983 til 30. júní 1984 og grunaðir voru um eitrun af eigin völdum. Skráðar voru upplýsingar um aldur, kyn, hjúskaparstétt, komutíma, samfylgd, ástand við komu á slysadeild, meðferð og afdrif sjúklingana. Einnig var skráð lyfjasaga. Meðvitundarástand var metið og skráð eftir einföldu kerfi sem notað hefur verið í hliðstæðum rannsóknum erlendis (3). Dástig 0: Sjúklingur er vakandi en getur verið ruglaður eða með ofskynjanir. Dástig 1: Sjúklingur er syfjaður en hægt að vekja hann með tiltali. Dástig 2: Stúpor, ekki hægt að halda sjúklingi vakandi en hann svarar sársauka og getur svarað með einsatkvæðisorðum. Barst 06/06/1988. Samþykkt 10/11/1988. Dástig 3: Kóma, ekki hægt að ná sambandi við sjúkling, en hann getur svarað sársauka og taugaviðbrögð framkallanleg. Dástig 4: Djúpt kóma, sjúklingur svarar ekki sársauka og taugaviðbrögð eru ekki framkallanleg. Lyfjamælingar voru gerðar á Rannsóknarstofu Háskóla íslands i lyfjafræði. Lyf í blóði (sermi) voru í flestum tilvikum ákvörðuð ýmist með gasgreiningu á súlu (4, 5) eða vökvagreiningu á súlu (6). í flestum tilvikum var leitað að etanóli, barbitúrsýrusamböndum, benzódíazepínsamböndum eða geðdeyfðarlyfjum. Ekki var leitað að öðrum lyfjum eða lyfjaflokkum nema lyfjasaga eða ástand sjúklings gæfi sérstakt tilefni til. Dregin voru blóðsýni úr öllum sjúklingum með áberandi eitrunareinkenni við komu (dástig 2-4). Úr öðrum sjúklingum voru dregin blóðsýni ef tildrög eitrunar voru óljós. Alls voru dregin blóðsýni hjá 67% þeirra sjúklinga sem rannsóknin nær til. 145 sjúklingar: 71 karl/74konur 50-i 40- 30- 20- 10- 12-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 Aldur Mynd 1. Aldurs- og kyndreifing sjúklinga sem innlagðir voru vegna eilrana á slysadeild Borgarspítalans á sex mánaða tímabili 1983-1984.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.