Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1989, Síða 31

Læknablaðið - 15.01.1989, Síða 31
LÆKNABLAÐIÐ 21 skólamála, heilbrigðiseftirlits og læknisskoðunar í skólum frá fyrri tíð og til þess tíma, þ.e. 1940-1945. En þar er m.a. að finna merkilega félagslega rannsókn þar sem kvillar skólabarna eru bornir saman við heimilisástand, tekjur heimila, atvinnustétt foreldra, húsnæði, t.d. í kjallara, í risi, þrengsli, þægindi o.s.frv. Hæðar- og þyngdartölur eru bornar saman um árabil. Berklapróf á börnum er rakið um árabil, skrá um lús og nit í börnum og annan óþrifnað svo og sjón og heyrn. Málgallar eru athugaðir og gert yfirlit um þá. Ef til vill voru þessar merku skýrslur dr. Björns Björnssonar hagfræðings Reykjavíkurbæjar hvatinn að hinum mörgu Iagasetningum fimmta og sjötta áratugarins til þess að tryggja sem best lagalegan og fjárhagslegan grundvöll skólaeftirlits og læknisþjónustu við skólaæskuna. Ég hef áður minnst á lögin nr. 25 frá 1940 og reglugerð nr. 50 frá 1944. Síðan voru sett lög um fræðslu barna nr. 34/1946 en í þeim var í fyrsta sinn gert ráð fyrir sérstökum skólayfirlækni sem hafi yfirumsjón með heilbrigðiseftirliti og íþróttastarfsemi í skólum, en jafnframt gert ráð fyrir að heilsuverndarstöðvar taki að sér skóleftirlit og læknisþjónustu við skólaæskuna svo fremi að þær starfi í þeim héruðum sem um er að ræða. Það dróst að kaflinn um skólayfirlækni og skólaeftirlit, þ.e. XI. kafli þessara laga yrði látinn koma til framkvæmda. Málið var þá tekið upp á aðalfundi Læknafélags íslands árið 1951 en þar flutti Baldur Johnsen erindi um skólalækningar, þar sem mjög var hvatt til og fyrir því færð margvísleg rök að XI. kafli laganna yrði látinn koma til framkvæmda sem allra fyrst. (Læknablaðið 1951, bls. 16-25). Enn Iiðu fimm ár þar til skólayfirlæknir var ráðinn, en það var 1. september 1956. Benedikt Tómasson læknir, skólastjóri Flensborgarskóla í Hafnarfirði, gegndi fyrstur þessu embætti. Ári áður höfðu verið sett ný lög nr. 44/1955 um heilsuverndarstöðvar en þar eru ákvæði um að heilsuverndarstöðvar skuli taka að sér allt skólaeftirlit. Árið 1957 voru enn sett lög nr. 61 um heilsuvernd í skólum sem telja mátti endurbót XI. kafla fyrrnefndra laga nr. 34/1946 sem um leið var numinn úr gildi. Reglugerð fylgdi um framkvæmd þessara laga nr. 214/1958. Þar með má segja, að laga- og reglugerðarákvæði nái nú til all flestra þátta skólaeftirlits svo sem um starfssvið og skyldur skólayfirlæknis, skólalækna, skólahjúkrunarkonu, skólatannlækna, heilsuverndarstöðva, um framkvæmd skólaskoðana og heilbrigðisfræðslu, íþróttaiðkanir, fjarvistir nemenda og loks um þátt skólastjóra og kennara í skólaeftirliti o.s.frv. Hér með mátti segja að lokið væri þeirri »lagasetningarhrotu« fimmta og sjötta áratugarins, sem byggð var á reynslu fyrri ára, allt frá fyrstu skrefum Guðmundar Hannessonar sem hér hafa verið rakin samkvæmt fundagerðabókum skólanefnda í Reykjavík. Skólayfirlæknir birti nú nýjar leiðbeiningar um skólaskoðanir sem byggja á fyrrgreindum lögum og reglugerðum og komu þær leiðbeiningar út sem fylgirit með heilbrigðisskýrslum frá árinu 1954. - Reykjavík 1957 - Fjörutíu árum fyrr birti Guðmundur Hannesson prófessor leiðbeiningar um skólaeftirlit í Læknablaðinu 1917 og byggði þá á Stjórnarráðsbréfi og auglýsingu landlæknis sem út kom 7. september það ár. Guðmundur Hannesson lauk leiðbeiningum sínum um skóleftirlit með spurningunni: »Qui Bono?« þ.e. að hvaða gagni kemur þetta allt? Það var löngum þá og síðar erfitt að fá framgengt læknishjálp og áframhaldandi eftirliti með börnum sem reyndust veik við skólaskoðun. Áður hafði verið drepið á aðgerðir fyrri skólalækna til þess að koma á varanlegu eftirliti með slíkum börnum en i hinum nýju leiðbeiningum um skólaeftirlit, sem skólayfirlæknir gaf út, er þeim málum komið á fastari grundvöll en áður með nýyrðinu »gæslunemendur«, sem minna menn rækilega á, að ekki sé nóg að skoða og finna kvilla heldur þurfi að fylgja eftir þeirri skoðun með læknisaðgerðum eftir því sem við á hverju sinni. Hliðstæð hugsun lá að baki heimavistar fyrir veikluð börn við Laugarnesskólann löngu fyrr. Það átti að verða auðveldara en áður að fylgjast með þessum gæslunemendum eftir að Heilsuverndarstöð Reykjavíkur hafði tekið við allri skólaskoðun en Heilsuverndarstöðin starfaði að sjálfsögðu allt árið. Hún var tilbúin að taka við hlutverki sínu að fullu árið 1958, en þá voru hér átta barnaskólar, sem sendu þangað nemendur i skólaskoðun, og sjö gagnfræðaskólar svo og fjórir aðrir framhaldsskólar. Hver þessara skóla hélt þó áfram sínum sérstaka skólalækni og hjúkrunarkonu. Heilsuverndarstöðin gaf einnig möguleika á betri samræmingu aðgerða en áður, betri tækjum og betri aðstöðu og oft á meiri starfskröftum svo sem hjúkrunarfólki og riturum. Þannig mátti segja, að hin persónulega hlið heilsuverndarinnar hefði að fullu náð tilgangi sínum sem framhald af heilsuverndarstarfsemi allt frá eftirliti með barnshafandi konum,

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.