Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1989, Side 52

Læknablaðið - 15.01.1989, Side 52
36 LÆKNABLAÐIÐ og Hydralazins var sem hér segir (95% confidence limits): Slagbilsþrýstingur - 14.4 mm Hg (- 19.2, -9.8) p<0.001, hlébilsþrýstingur -7.9 mm Hg (—11.1, -4.6) p<0.001. Þrjátíu og sex sjúklingar (62%) náðu hlébilsþrýstingi <90 mm Hg á Felodipin meðferð samanborið við 15 (28%) á Hydralazin meðferð, p< 0.001. Tuttugu og sex sjúklingar í Felodipin-hópnum töldu sig hafa fengið aukaverkanir meðan á placebo meðferðinni stóð en 46 meðan á virkri meðferð stóð. í Hydralazin-hópnum voru samsvarandi tölur 24 og 49. Heildarfjöldi einkenna meðan á meðferð stóð var 117 í Felodipin-hópnum og 139 í Hydralazin-hópnum. Líkamsþungi var óbreyttur í báðum hópunum. Hjartsláttarhraði breyttist ekki í Felodipin-hópnum en hækkaði lítillega í Hydralazin-hópnum. Fjórir sjúklingar urðu að hætta Felodipin meðferðinni, þar af þrír vegna ökklabjúgs. Sex sjúklingar urðu að hætta Hydralazin meðferðinni, þar af tveir vegna ónógrar blóðþrýstingslækkunar. Niðurstaða: Ljóst er að Felodipin lækkar blóðþrýsting betur en Hydralazin þegar þessum lyfjum er bætt við fyrri betablokkameðferð hjá háþrýstingssjúklingum. Aukaverkanir voru færri við Felodipin meðferðina en Hydralazin meðferðina. Felodipin er betri kostur sem viðbótarmeðferð hjá háþrýstingssjúklingum með ónóga blóðþrýstingslækkun af betablokkameðferð einni saman. NOTKUN AMIODARONE VIÐ HJARTSLÁTTARÓREGLU Ásgeir Jónsson. Landakotsspílali. Amiodarone er nýlegt lyf við hjartsláttaróreglu sem aðallega er notað við alvarlega eða þráláta óreglu á hjartslætti. Það tilheyrir flokki III hjartsláttaróreglulyfja. Þetta lyf lengir hrifspennutíma og hemur einnig áhrif efnahvatanna adenyl cyclase og NA* -K' ATP-ase. Ég er með 23 sjúklinga á Amiodarone meðferð, 16 karla og 7 konur. Meðalaldur þeirra er 60 ár. Meðallengd meðferðar eru 13,3 mánuðir. Ellefu sjúklingar hafa kransæðasjúkdóm, þrír hjartavöðvasjúkdóm (HOCM), tveir miturlokusig (mitral valve prolapse), einn hefur WPW syndrome, í sex tilvikum er orsök hjartasjúkdómsins óþekkt. Gáttatif (atrial fibrillation) var algengasta hjartsláttaróreglan sem meðhöndluð var en hana höfðu 12 sjúklingar. Einn sjúklingur hætti meðferð án samráðs við mig. Hinir 11 fóru allir í eðlilegan sinus takt. Tveir fóru aftur í gáttatif, annar við það að skammtur var lækkaður vegna aukaverkana en hinn vegna þess að lyfinu var hætt vegna aukaverkana. Hinir níu haldast í eðlilegum takti. Þrír sjúklingar hafa hjartavöðvasjúkdóm (HOCM). Tveir þeirra hafa staðfestan hraðan sleglatakt (ventriculer tachycardi). Ekki hefur komið fram hraður sleglataktur við Holterrannsókn á meðferð. Góður árangur sást einnig við meðferð á hröðum gáttatakti (supraventriculer tachycardi). Aukaverkanir voru fáar. Tveir sjúklingar hættu meðferð vegna aukaverkana. Annar fékk minnkaða taugaleiöni (peripheral neuropathy). Hinn sjúklingurinn hætti vegna meltingaróþæginda. Fjórir sjúklingar höfðu minnkað Ijósþol (photosensitivity) en ekki þurft að hætta meðferð. Ónot frá meltingarvegi höfðu þrír sjúklingar. Ég fann engar alvarlegar aukaverkanir frá lifur, lungum eða skjaldkirtli. Eftir minni athugun er Amiodarone í litlum skömmtum mjög gagnlegt bæði við hjartsláttaróreglum sem upptök eiga í gáttum og sleglum. Það þolist vel og alvarlegar aukaverkanir virðast fátíðar. BIOCHEMICAL SCREENING OF AIRMEN Þórður Harðarson, Úlfar Þórðarson, Eirikur Örn Arnarson, Leifur Franzson. The Civil Aviation Administration and Dept. of Medicine, National University Hospital, Reykjavík. Biochemical and hematological screening was performed in all (352) Icelandic captains, copilots, flight engineers and air traffic controllers starting in 1983, including hemoglobin, hematocrit, mean cell volume, mean red cell hemoglobin concentration, white blood cell count, ESR, serum creatinine, cholesterol, triglycerides, ASAT (SGOT), ALAT (SGPT), G-GT and blood glucose. No hematological abnormalities were observed. One pilot had serum creatinine above 150 mmol/1. 48 airmen had serum cholesterol above 8,9 mmol/1. Fifteen had blood glucose above 7,9 mmol/1. The pilots had significantly lower serum triglycerides, ALAT and ASAT than the captains. Fifty airmen had G-GT values above 50 IU/L. This group was urged to reconsider their alcohol habits and given medical and psychological advice as indicated. In this group the mean G-GT fell from 89 to 37 IU/L during a period of approximately two years. No change in G-GT values was observed in those airmen who had a normal initial value. This study demonstrates the value of routine biochemical testing for airmen particularly as regards blood glucose, serum cholesterol and G-GT. ADMINISTRATION OF PREMIXED HUMAN INSULIN WITH AN INJECTION PEN, A CONTROLLED COMPARISON WITH TRADITIONAL SYRINGE INJECTIONS Ástráður B. Hreiðarsson, Þórir Helgason, Birgitte Oxenböll. Lyflækningadeild Landspítalans, Göngudeild sykursjúkra Landspítalanum, Clinical Research Department, Novo Industri A/S, Bagsværd, Danmark. The efficacy, safety and convenience of administering Actraphane R insulin (Novo), a fixed mixture of human monocomponent insulin containing 30% Actrapid and 70% protophane insulin with an injection pen (NovoPen), was tested. Actraphane Penfill contains a tiny glass ball to ensure correct resuspension before injections. Thirty type 1 (insulin-dependent) diabetics, 19 males, 11 females, age (mean ±SD) 31,2 years ±9,6, diabetes duration 11,2 years ±8,6 treated with twice daily Actraphane HM were randomly allocated to treatment with Actraphane Penfill or vials for 6 months with cross-over at 3 months. The groups, 15 patients in each, were comparable at start, except for weight. Metabolic control was assessed by HbAl, 7 point blood glucose profiles, hypoglycaemic episodes and insulin dosage. HbAl was slightly, but significantly higher during NovoPen 8,32% than conventional treatment 7,70%, p = 0,026. Blood glucose profiles showed no differences at any timepoint, mean values 6,5 mmol/1 and 6,7 mmol/1, p = 0,063 and daily insulin dosage 43,9 U/24h and 43,7 U/24h was the same during NovoPen treatment and conventional syringes, respectivly.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.