Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1995, Page 7

Læknablaðið - 15.07.1995, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 523 að verulegum árangri megi ná til að lækka tíðni klamydíusýkinga, ef nýjustu aðferðum er beitt við greiningu og meðferð svo og eflingu skim- unar sem líklega er hvað mikilvægust. Klamydía er lúmskari en gonokokkurinn, sýkingin er oft einkennalaus og getur verið til staðar árum saman hjá báðum kynjum. Hér verður ekki fjallað um afleiðingar þessara sýk- inga sem eru umtalsverðar og kostar einstak- linga þjáningu og margs konar heilsufarslegar afleiðingar og þjóðina mikið fé. Öflugt rannsóknarstarf hefur verið unnið hér á landi á sviði klamydíufræða sem kemur berlega í ljós sé þessu hefti Læknablaðsins flett. Einkum eru athyglisverðar niðurstöður á næmi nýrra aðferða við greiningu sem eru í senn betri og einfaldari en þær eldri. Þá var nýtt sýklalyf, azithrómýcín, fyrst notað við klamydíusýkingum í einum skammti hér á landi með mjög góðum árangri (2). Eldri með- ferð tók mun lengri tíma og meðferðarheldni því lakari. Má nota þessa nýju tækni til að ná svipuðum árangri við klamydíu og lekanda? Ymislegt bendir til að svo sé. Á vissum svæðum í Svíþjóð þar sem mikil áhersla er lögð á leit að klamy- díusýkingum hefur það leitt til verulegrar lækkunar á tíðni þeirra (3). Par er haft upp á rekkjunautum sýktra, sé þess nokkur kostur (nokkuð sem flest lönd, til dæmis Bandaríkin telja sig ekki hafa efni á nema rétt til mála- mynda). Ungt fólk og unglingar hafa greiðan aðgang að kynfræðslu, upplýsingum um getn- aðarvarnir og kynsjúkdóma og sérhvert tæki- færi er notað til að skima fyrir sýkingunni. Hugsanlegt er að þessar aðferðir dugi til að ná til stórs hluta einstaklinga, sem oft skipta um bólfélaga eins og háttur er ungs fólks í dag. Einnig bendir margt til að í þjóðfélaginu leyn- ist hópur fólks sem er ekki fjöllynt, en hefur sýkst fyrir löngu og hefur leynda sýkingu. Vegna lífsmáta síns smitar hann lítið frá sér en gerir útrýmingu klamydíu erfiða. Líklegt má þó teljast að til þess fólks megi ná með skimun. En lauslæti og vímuefni, áfengi eða önnur eit- urlyf, fara oft saman og það hefur reynst erfitt að ná til þess hóps, sem forhertastur er. Því er hugsanlegt að erfitt reynist að hafa upp á síð- asta sjúklingnum. Reynslan ein getur skorið úr því hvort það er mögulegt á íslandi. Sýnt var fram á að PCR (eða LCR) á þvagi karla er mjög nákvæm greiningaraðferð, sem kemur ekki á óvart þar sem sýkingin er oftast í þvagrás (4), hitt var óvænt hversu góð aðferðin reyndist hjá konum (5) en hjá þeim er þvagrás tiltölulega sjaldan klínískt sýkt. Vera kann, að vegna þess hversu næm þessi próf eru, dugi óveruleg mengun frá leggöngum til þess að unnt sé að staðfesta greininguna á þvagsýni. Þessi aðferð einfaldar allar rannsóknir á klamydíu. Nú virðist ekki lengur ástæða til að taka leghálsstrok með tilheyrandi óþægindum sem margar konur, ekki síst ungar stúlkur, setja fyrir sig og enginn nístandi sársauki við að taka strok frá þvagrás karla. Nú er því lag. Öll tækifæri á að nýta til að finna leyndar sýkingar. Ungt fólk sem leitar til heilbrigðis- þjónustunnar á reglulega að skima og það án

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.