Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1995, Síða 64

Læknablaðið - 15.07.1995, Síða 64
572 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Lyfjamál 39 Frá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og landlækni Viðmiðunarverð (reference price) - Breyttar reglur um greiðsluþátttöku almanna- trygginga í lyfjum, sem leitt geta til lækkunar á lyfjakostnaði sjúklinga og al- mannatrygginga. Þann 1. ágúst 1992 var sett í reglugerð ákvæði um hlutfalls- greiðslur sjúklinga í lyfjakostn- aði og fjölnotalyfseðla auk þess sem læknum var gert skylt að taka afstöðu til þess hvort af- greiða mætti ódýrasta samheita- lyf (svokallað R/S-kerfi). Þessar breytingar voru sam- ræmdar að því leyti að hlutfalls- greiðslu sjúklings fylgdi sú kvöð á lækna að taka afstöðu til af- hendingar ódýrasta samheita- lyfs á nýhönnuðum lyfseðli sam- fara þeirri kvöð lyfsala að af- henda ávallt ódýrasta samheitalyfið, ef læknir heimil- aði það. Nýtt form lyfseðils- eyðublaðs tók einnig gildi. Hinni nýi lyfseðill gaf kost á allt að fjórum afgreiðslum á sama lyfseðli. Þetta sparaði sjúklingi ekki einungis ferðir til læknis, heldur gaf honum einnig mögu- leika á að dreifa greiðslum fyrir lyf á lengri tímabil. Að undanförnu hefur árang- ur vegna R/S- kerfisins nokkuð fjarað út. Ráðherra hefur því undirritað tvær meðfylgjandi reglugerðir sem báðar miða að sama tilgangi og ætlunin var með R/S-kerfinu, það er að gefa sjúklingum og almannatrygg- ingum kost á ódýrari samheita- lyfjum, sé um slíka valmögu- leika að ræða. Fyrri reglugerðin tekur gildi 1. júlí 1995 en sam- kvæmt henni verður lyfjafræð- ingum gert skylt, með samþykki útgefanda lyfseðils, að kynna fyrir sjúklingum valmöguleika þegar ávísað er lyfi og samheita- lyf þess er skráð. Á þetta við um samsvarandi samheitalyfja- pakkningar þegar verðmunur á þeirri pakkningu sem ávísað er og þeirri ódýrustu er meiri en 5%. Sjúklingar geta þá sjálfir tekið ákvörðun um hvort þeir vilji dýrari eða ódýrari samsvar- andi samheitalyfjapakkningu. Vilji læknirinn af einhverjum ástæðum ekki að lyfjafræðingur kynni fyrir sjúklingi þessa val- möguleika verður hann að rita ® fyrir aftan heiti lyfsins. Þetta fyrirkomulag kemur í stað R/S- kerfisins. Síðari reglugerðin, sem er breyting á reglugerð um greiðslu almannatrygginga vegna lyfjakostnaðar, tekur gildi mánuði síðar en sú fyrri eða 1. ágúst næstkomandi. Breytingin hefur það í för með sér að tekið verður upp svokall- að viðmiðunarverð (reference price) sambærilegra samheita- lyfjapakkninga. Viðmiðunar- verðið er fundið út frá ódýrustu samsvarandi samheitalyfja- pakkningunni að viðbættum 5%. Greiðsluþátttaka almanna- trygginga miðast við viðmiðun- arverðið og verður óbreytt frá því sem nú er fyrir þær pakkn- ingar sem eru undir viðmiðun- arverðinu. Hins vegar er gert ráð fyrir að sjúklingar greiði þann mismun sem er á verði dýrari pakkninga og viðmiðun- arverðsins. Sjúklingurinn tekur sjálfur ákvörðun um hvort dýr- ari eða ódýrari kostur er valinn nema í þeim tilvikum sem lækn- irinn ritar ® fyrir aftan heiti lyfsins. Tekið skal fram að litið er á næstkomandi júlímánuð sem aðlögunartíma að breyttum reglum. Rétt er að undirstrika að á lista samsvarandi samheita- lyfjapakkningar sem gefinn verður út af Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu eru eingöngu þau lyf sem enginn ágreiningur er um að eru fylli- lega samsvarandi að gæðum. Á listanum eru bæði lyf sem sjúk- lingar greiða að hluta og að fullu sjálfir. Því getur breytt greiðslu- fyrirkomulag bæði lækkað kostnað sjúklinga og almanna- trygginga. Reynslan hefur einn- ig sýnt að í þeim löndum (til dæmis Danmörku, Noregi og Svíþjóð) sem hafa tekið upp svona fyrirkomulag hefur verð dýrari samheitalyfja lækkað fljótlega niður á viðmiðunar- verðið. Þetta hefur jafnvel gerst áður en reglur um viðmiðunar- verð hafa verið settar.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.