Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1987, Page 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1987, Page 24
11 [gG UNDIRFLOKKAR OG OPSONERING Á STR. PNEUMONIA EFTIR BÓLUSETNINGU HEILBRIGÐRA. Elínborg Bárðardóttir, Steinunn Jónsson, Ingileif jónsdóttir, Ásbjörn Sigfússon og Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, Landspitalanum. Str. Pneumonia er algengasta orsök bakterial lungnabólgu og þrátt fyrir nutima lyfja-og gjörgæslumeðferð er pneumokokka lungnabólga enn mikilvæg dánarorsök. Vörn gegn pneumokokkum byggir fyrst og fremst á opsoninum í sermi. Bólusetning með Pneumovaxi örvar mótefnamyndun og þar með opsoneringu pneumokokka. Samt sem áður hafa rannsóknir sýnt að sumar geróir pneumokokka viróast lítt nasmar fyrir opsonerandi áhrifum sermis þrátt fyrir hækkun á heildarmótefnum. Skýring á þessu ósamræmi er ekki þekkt. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman opsoneringu pneumokokka og magn af undirflokkum IgG fyrir og eftir bólusetningu með Pneumovaxi. 10 heilbrigðir einstaklingar (23-26 ára) voru bólusettir með 23 gilda Pneumovaxi. Pneumokokkamótefni voru mæld með ELISU og opsonering með upptöku kleifkjarna átfruma á geislamerktum pneumkokkum af gerð 8,9 og 19. Niðurstöður benda til þess að opsonin virkni fylgi magni á heildarmótefnum en endurspegli fyrst og fremst hækkun á IgG 1 og IgG 3. Skýring á lélegri opsoneringu pneumokokka þrátt fyrir aukningu heidarmótefna gæti þannig legió í hlutfallslegri aukningu IgG 2 á kostnað IgG 1 og IgG 3. Pessi vitneskja gæti komið að gagni til þróunar mótefnavaka sem örva meira myndun undirflokka IgG 1 og IgG 3 og þannig hugsanlega hægt að ná betri árangri með bólusetningu. 12 SJÚKLINGAR MEÐ DERMATlTS HERPETIFORMIS HAFA MINNKAÐA EN COELIAC SJÚKLINGAR EÐLILEGA PIP KOMPLlMENTVIRKNI. Helgi Valdimarsson, Carolyn Hobdey og Lionel Fry. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, Reykjavík og Departraent of Dermatology, St. Mary's Hospital, London. Ofnæmi gegn gluten hveitiprótínum geta annars vegar orsakað Dermatitis herpetiformis (DH) og hins vegar coeliac sjúkdóm (CD). Útbrotin í dermatisis herpetiformis orsakast af IgA mótefnum sem hlaðast upp á mótum yfirhúðar og undirhúðar. Coeliac sjúklingar hafa yfirleitt ekki slíkar IgA útfellingar i húð og fá ekki útbrot. Sermi úr 10 DH sjúklingum og 10 CD sjúklingum var rannsakað með PIP og SOL prófum, sem mæla hæfni komplíment kerfisins til að koma í veg fyrir og leysa upp útfellingar af mótefnafléttum. Sjúklingarnir voru allir á ströngu glutensnauðu fæði og höfðu því verió einkennalausir á marga mánuði áður en þeir voru prófaðir. DH sjúklingarnir reyndust allir hafa PIP virkni sem var langt fyrir neðan normal mörk. CD sjúklingarnir höfðu hins vegar eðlilega PIP virkni. SOL virkni var aðeins lítillega lækkuð í DH sjúklingunum, en eðlileg í CD sjúklingunum. Þetta er í fyrsta skipti sem afgerandi munur finnst á ónæmiskerfi DH og CD sjúklinga. Þessi munur getur skýrt, hvers vegna glutenofnæmi tjáir sig klínískt á ólíkan hátt í þessum tveimur hópum sjúklinga. 24

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.