Innsýn - 01.03.1974, Side 8
8
innsýn
Áriö 1925 var stofnað útgerðar-
félag um vélbátinn Hebron VE
10' tonná dekkbát, en hann var
keyptur frá Isafirði af blásnauðum
mönnum. Þeir voru Sveinbjörn
Einarsson, sem varð formaður
bátsins, Magnús Helgason, Stefán
Erlendsson, mótoristi, Ingi
Sigurðsson og Þorbjörn Arnbjörns-
son.
Er þeir félagar komu síðla
hausts til ísafjarðar, til að
sækja bátinn, fundu þeir hann
morandi á kafi í sjó, svo
óþéttur var hann og vélarvana
að auki. En þetta voru hraustir
og harðsnúnir menn, sem létu
hraðar hendur standa vel fram úr
ermum sínum. Bátnum var komið á
þurrt, hann kalfattaður hátt og
lágt, ný vél sett í hann, og svo
vnr haldið heim á þorláksmessudag.
Ferðin gekk vel þar til þeir
félagar lentu £ miklum stormi í
Eyrarbakkabugtinni. Ising
hlóðst á bátinn og svo tók hann
að leka svo mikið, að bátsverjar
urðu að ausa upp á líf og dauða
á meðan stormurinn stóð yfir.
Þegar honum linnti og báturinn
hóf sig upp úr hafrótinu, kom
í ljós, að þeim hafði láðst að
kalfatta dekkið og þess vegna
lak hann á meðan dekkið var á
kafi í sjó.
Það var í þessum stormi að
Magnús Helgason tók snöggvast út í
Eyrarbakkabugtinni. Honum rétt
tókst að góma lunninguna og vippa
sér innfyrir áður en brotsjórinn
sogaði hann með sér £ djúpið. Þar
skall hurð nærri hælum. Á jóla-
dag sigldi Hebron inn £ höfnina £
Vestmannaeyjum, og þar urðu miklir
fagnaðarfundir með ástvinum, sem
farnir voru að óttast um afdrif
þeirra félaga.
Sveinbjörn var með bátinn £ 4
ár, til 1929. Aðeins aðventistar
mynduðu áhöfnina hjá honum þessi
4 ár. Byggt var salthús, þar sem
Magnús Helgason og fleiri söltuðu
aflann.
Það var öðru sinni að báturinn
var hætt kominn. Þeir voru þá
staddir NV af Álsey með bátinn
fullan af fiski, þegar ólag reið
yfir hann. Það var með naumindum
að hann hafði sig upp úr sjónum.
Árið 1928 var áhöfnin á Hebron að
leggja l£nu £ austan stormi og
svartamyrkri austan við Bjarnarey.
Einn bátsverja, Guðstein Þorbjörns
son, tók þá út af bátnum. Það. var
skorið £ skyndi á línuna og bátnum
snúið við. 1 þá daga var fremur
léleg lýsing um borð £ fiskibátum
og engir ljóskastarar voru um borð
£ Hebron til slikrar leitar. Það
var heit og áköf bæn, sem steig
upp frá brjósti Sveinbjarnar við
stýrisvölinn. Hann fylgdi oliu-
brákinni frá bátnum og brátt fundu
þeir Guðstein á floti, og honum
var bjargað meðvitundarlausum um
borð.
Það var keyrt á fullu £ land og
björgunartilraunir hafnar á Guð-
steini, sem drukkið hafði mikinn
sjó. Eftir vikutima f landi varð
hann aftur jafngóður til sjó-
mennsku og áður. ðsjálfrátt hafði
hann í fallinu gripið utan um
hálsmál sjóstakksins, sem hann var
klæddur i, og lokaði þannig loftið
inni i stakknum. Á þennan hátt
hélst hann sæmilega á floti. Ef
ekki hefði tekist svo giftusamlega-
um björgunina, væri ég ekki tengda-
sonur Guðsteins, þvf það var ekki
fyrr en 10 árum seinna, að dóttir
hans fæddist, sem ég sfðar meir
átti eftir að kvænast!
Magnús Helgason tók við for-
mennsku á Hebron árið 1930, og
var með hann £ eitt ár. Þá var
báturinn settur upp i Botni £
Eyjum og seldur nokkru s£ðar.
Sveinbjörn segir um Hebron, að
hann hafi verið úreltur og vara-
samur'bátur, og hvorki sambæri-
legur né sóknarfær á við aðra
báta.
Ekki vil ég skilja viö þátt
Sveinbjarnar án þess að minnast
ofurlitið á reynslu hans f bjarg-
sigi. Bjargsig stundaði hann sem
smástrákur f Vestmannaeyjum. Árum
saman stundaði hann bjargsig £
flestum úteyjum þar um slóðir.
Eitt sinn hrapaði hann á Dufþekju
f Heimakletti, en var gómaður af
öðrum manni rétt f þvi, að hann
var að fara fram af bjargbrúninni.
Var Sveinbjörn þá bæði handleggs-
brotinn og rotaður. Hvorugur
mannanna notaði reipi i þetta sinn.
Sveinbjörn seig einnig £ Stórhella
austan til £ Hellisey, en þangað
sækja aðeins úrvals bjargsigsmenn,
enda um að ræða langt og erfitt sig
£ tvöföldum böndum, þar sem bjarg--
sigsmaðurinn er sífellt á lofti.