Innsýn - 01.09.1977, Page 6
c
LÍKLEGA
Eftir D.A.Welch
Ég hélt á matarbakkanum
mínum og gekk varlega á
milli borðanna á yfirfullu
veitingahúsinu og fann loks
autt borð og settist þar.
Ég tók diskana með matnum á
af bakkanum, settist niður
og breiddi úr servíettunni,
hneigði höfuðið og þakkaði
Guði fyrir matinn og bað
um blessun hans. Ég var
einlæglega þakklátur fyrir
þennan mat. Aðeins tveimur
dögum áður hafði ég séð tvo
menn betla fyrir mat sínum.
Þegar ég opnaði augun aftiar
tók ég eftir heiðursmanni
sem sat við annað borð
skammt frá mínu og horfði
hann ákaft og stöðugt á mig.
Hann var snyrtilega klæddur
og virtist vera verslunar-
maður. Maðurinn hélt áfram
að fylgjast með mér en þó á
kurteislegan hátt.
Þar sem ég er yfirleitt
fljótur að borða varð ég
ekkert oondrandi þótt ég lyki
við að borða minn mat áður
en hann lauk sínum. Ég stóð
á fætur til að borga fyrir
matinn hjá gjaldkeranum en
þurfti að fara framhjá borði
verslunarmannsins.
Þegar ég fór fram hjá
borðinu hans mættust augu
okkar. Hann sagði,
"góðan daginn, herra
minn. fékkstu gott að
borða í dag?"
"já, þetta var mjög góður
matur,"svaraði ég."En hvað
með þig,ert þú einnig ánægð-
ur með málsverðinn þinn í
dag?" Hann samsinnti því.
Það var eitthvað við
þennan náunga, augu hans og
framkomu,sem kom mér til að
nema staðar alveg. Ég studdi
mig við auðan stól hjá honum
og við skiptumst á nokkrum
setningum. Þegar ég bjóst
til að fara frá honum aftur
leit hann ákaft í augu mín
eins og hann vildi skyggnast
þar inn fyrir. Hann spurði
hvort ég ætti fjölskyldu.
"já, ég á fjölskyldu,"
svaraði ég. Augu hans eins
og bentu á tóman stólinn og
mér skildist að mér væri