Innsýn - 01.09.1977, Qupperneq 12

Innsýn - 01.09.1977, Qupperneq 12
12 ekki þess virði að berjast fyrir mínum rétti. En ég er hræddur um að þótt Guð mundi fyrirgefa okkur, myndi Hann taka af okkur allan heiður. Og þannig mxindiim við um alla tíð verða auð- mýktir og verða að búa við lög hans." Sumir englanna byrjuðu að tala, en Lúsifer vildi ekki gefa þeim tækifæri. "En nú er það of seint," hrópaði hann með miklum þunga. "Það er ekki um neitt annað að ræða en að halda áfram og bjóða afleið- ingunum byrginn, en hvað mig snertir mun ég aldrei framar beygja kné mín og tilbiðja Soninn." Trúföstu englarnir urðu skelfingu lostnir við þessi djörfu orð LÚsifers. Þeir sáu nú að þróun mála var komin á hættulegt stig og þess vegna flýttu þeir sér til Guðs Sonarins til að segja honum hvað væri að gerast á meðal englanna. Þeir komust þá að raun um að Guð Faðirinn var á ráðstefnu með Syninum og ræddu þeir um hverjar leiðir væru hentug- astar til að meðhöndla LÚsi- fer og uppreisn hans. Eflaust urðu trúföstu englarnir eitthvað undrandi þegar þeir komust að raun um að Guð vissi þegar allt um ástandið, og þeir hljóta að hafa velt því fyrir sér hvers vegna Hann hafði leyft málunum að þróast svo lengi á himni. Við skulum ímynda okkur að við getum hlustað á sam- ræðurnar á milli Föðurins og Sonarins. Faðirinn var að segja að txminn væri nú kominn fyrir þá til þess að hafa afskipti af þessari baráttu á meðal englanna. Það var ekki sanngjarnt gagnvart trúföstu englunum að láta þá búa áfram endalaust við ástand sem einkenndist ekki af öðru en erfiðleikum. Telur Sonur- inn að hver og einn á meðal englanna hafi nú haft nægan tíma til þess að gera upp hug sinn? Jú, Sonurinn var sammála. Síðan andvarpaði Hann þung- lega. Hann hafði gert allt sem Hann gat í hvert skipti sem Hann var í heimsókn á meðal englanna. Hann hafði bent þeim á hvernig allt og allir yrðu að lúta reglunum til þess að friður héldist. Og á allan hugsanlegan máta hafði Hann minnt þá á hversu Guð elskaði þá, og mundi gera allt sem í Hans valdi stæði til að tryggja hamingju þeirra. Þá hlýtur Faðirinn einn- ig að hafa andvarpað. Vesa-

x

Innsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.