Innsýn - 01.09.1977, Page 13

Innsýn - 01.09.1977, Page 13
10 lings Lúsifer. Hann hafði ímyndað sér að hann hefði á lævísan hátt blekkt Föður- inn og Soninn. Þeir hefðu getað refsað honum strax og sparað englunum alla þessa erfiðleika. Þeir hefðu get- að varpað honum út af himni, eða jafnvel útrýmt honim. En hvað hefði gerst ef þeir hefðu gert það? Þeir vissu hvað þá hefði gerst. Þá hefðu hinir englarnir verið hlýðnir aðeins vegna óttans. í hjörtum sínum hefðu þeir þá alltaf hugleitt hvort Lúsifer hefði ekki haft á réttu að standa, og hvort hann hefði fengið sanngjarna meðhöndlun. Það var því ekki' um neina aðra leið að ræða. Guð hafði gefið þeim tækifæri til þess að þeir sjálfir gengju úr skug skugga um hvað LÚsifer væri í rauninni að gera. En hvað átti þá næst að gera? Þar sem Faðirinn og Sonurinn voru sammála um það að englarnir hefðu nú haft nóg tækifæri til þess að gera upp huga sinn, ákvá ákváðu Þeir að nú væri einn- ig kominn tími til þess að binda endi á allt leyni- makk. Þeir áformuðu að láta hvern engil fyrir sig ákveða opinberlega afstöðu sína, s svo að allir aðrir vissu 'fey hvar hann stæði. Guð gat ekki telft á þá hættu að hafa einn einasta uppreisnar- engil í sínum röðimi til að byrja erfiðleika upp á nýtt síðar meir. Það var því kallað á sendiboðaenglana. Þeim var sagt að boða allan engla- skarann til fundar fyrir framan hásæti hins hæsta. Þegar hér var komið í sögunni gripu börnin tvö frammí fyrir frænku sinni og sögðu, "En frænka, hvers vegna vildu englarnir hlusta á Lúsifer í staðinn fyrir Guð?" Magga og Benni spurðu bæði sömu spurningarinnar næstum því samtímis. "Hvers vegna?" svaraði frænka. "Að sumu leyti vegna þess að Lúsifer gat gert nokkuð sem Guð gat ekki gert." Börnin gátu .varla trúað eigin eyrum. "Meinarðu virkilega að LÚsifer hafi getað gert eitthvað sem jafnvel Guð gat ekki gert?" Frænka var alvarleg á svipinn "Já, ég meina það virkilega. LÚsifer gat log- ið og smjaðrað og blekkt. Guð getur ekkert af þessu". "Ó" sögðu börnin lágum hljóðum. "Okkur datt þetta ekki í hug." "Lúsifer hagnýtti sér fleiri atriði. Allt frá því að englarnir voru skap- aðir hafði Guð gert LÚsifer

x

Innsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.