Innsýn - 01.09.1977, Page 14

Innsýn - 01.09.1977, Page 14
14 að foringja þeirra. Ef þeir hefðu neitað að meðtaka hann sem foringja sinn, hefði það verið sama og að óhlýðnast Guði. Svo að allt sitt líf fram að þessum tima höfðu englarnir þóknast Guði með því að hlusta á LÚsifer. Og þar sem hann var tiln nefndur leiðtogi af Guði höfðu þeir fullkomið traust á honum. í fyrstu höfðu þeir engan möguleika á því að gera sér grein fyrir því að einhver breyting hefði átt sér stað, vegna þess að LÚsifer var nógu slægur til þess að breiða yfir raunverulegan tilgang sinn. Það tók englana því langan tíma að komast að raun lom staðreyndir og það var einmitt ástæðan fyrir því að Guð var svo þolinmóð- ur og refsaði engum, ekki einu sinni LÚsifer. Þó getirðu ei farið um borg og bý með boðskap um Frelsarann kæra, sýn kærleika hans þínu umhverfi í og allt, sem af honum má læra. „Gamli" Ekki er allt sem sýnist Sjöunda-dags aðventisti gekk eftir aðalgötu borgar- innar (erlendis) dag einn þegar hann sá safnaðarprest- inn sinn koma út um dyr kvikmyndahússins. Hann varð í fyrstu mjög miður sín að verða vitni að þessu, en tók síðan þá skynsamlegu ákvörð- un að ræða málið við safnað- arformanninn. Þeir tveir fóru síðan saman á fund prestsins til að kanna málið nánar, og þá kom staðreyndin í ljós.' Presturinn var að undirbúa opinberar samkomur sem hann áformaði að halda á næstiinni og hafði því farið inn í kvikmyndahúsið til að ræða við forstjóra þess um hugsanlega leigu hússins á meðan á samkomunum stæði. - Ef við .fylgjum ráðum Krists, munum við ekki "dæma eftir ásýndum," heldur dæma "réttlátan dóm." (JÓh. 7,24).

x

Innsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.