Innsýn - 01.09.1977, Blaðsíða 16
Og þar sem við þutum í
gegnum háloftin í Jumbo-
þotunni í 35.000 feta hæð,
gáfum við flugfreyjunni
Biblíufræðslu í öllum
helstu kenningunum. Hinar
flugfreyjurnar komu til
hennar til að hvetja hana
til að njóta þess, sem hún
hafði fundið, enda myndu
þær sjá um skylduverk
hennar. Skömmu fyrir lend-
ingu spurði hún: "Má ég
koma með ykkur í kirkju
einhvern tíma?" - Gamli
"jurtarétturinn" hafði aft-
ur gert sitt gagn'
Það vekur alltaf undr-
un mína að sjá safnaðarfólk
feimið og afsakandi þegar
að því kemur að biðja um
jurtamat. Það hefur ekkert
annað veitt mér eins mörg
og dásamleg tækifæri til
vitnisburðar. JÚ, ef til
vill ávaxtarétturinn.'
Þegar ég geri mína pöntun
á vikulegum fundum Kiwanis-
klúbbsins, verða oftast
nær einhverjir við borðið
mitt til að spyrja: "Hvern
þekkir þú í eldhúsinu?"
Sxðan kalla þeir á þjón-
ustustúlkuna og segja: "í
næstu viku viljum við fá
þetta sama líka."
Með nýjum og útbreiddum
áhuga fólks á heilsusamlegu
líferni, erum við þó ekki
lengur einangruð eins og
yið áður töldiam okkur vera.
Eitt sinn var ég viðstaddur
veislu í aðalsal Waldorf
Astoria hótelsins í New
York. Næstur mér sat aðal-
blaðafulltrúi kirkjudeildar
baptista á alþjóðavettvangi,
ásamt eiginkonu sinni. HÚn
leit á sérpantaðan réttinn
minn og spurði síðan: "Ert
þú jurtaæta?" Þegar ég
svaraði því játandi, sagði
hún, að þótt þau hjónin
væru það ekki ennþá, væru
þau um það bil að verða það.
"Ég baka sjálf öll okk-
ar heilhveitibrauð," hélt
hún áfram. Og ég velti því
fyrir mér hve margar
aðventista húsfreyjur sjái
fjölskyldum sínum fyrir
góðu heilhveitibrauði.
"Og við látum sykur-
karið aldrei á borðið nema
þegar við höfum gesti,"
bætti hún við geislandi af
áhuga. Mér varð hugsað
til þeirrar sykurgræðgi,
sem sumir aðventistar syna.
Það er í rauninni runn-
inn upp nýr tími hvað heil-
brigðisáhuga snertir. Ný-
leg könnun leiddi í ljós
þá staðreynd, að fólk þráir
góða heilsu meira en nokkuð
annað í heiminum. Og það
óttast heilsubrest meira en
nokkuð annað. Hvílíkt tæki-
færi fyrir hóp manna, sem
segist hafa stórkostlegasta