Innsýn - 01.09.1977, Page 20
I FELAGl
MEÐ GUÐI
Eftir Dave Hill
Sextán ára gamall drengur gekk flautandi
eftir veginum. Hann hét William Colgate.
Hann var rétt orðinn sextán ára gamall og
var að fara að heiman og út í heiminn. Þegar
hann gekk eftir götunni mætti hann gömlum vini
sxnum, skeggjuðum gömlum sjómanni sem hann hafði
þekkt frá því að hann var lítill drengur. "Svo
þú ert að fara af stað til borgarinnar,William,"
sagði gamli sjémaðurinn.
"Já, það ætla ég mér," sagði William ákveðinn.
"Og gera hvað, mætti ég spyrja?" spyr sjó-
maðurinn undrandi yfir hvað drengurinn var ákveð-
inn.
"Eina sem ég kann er að búa til sápu og kerti,"
sagði William, "en ef ég geri það eins vel og
heiðarlega og ég get ætti það að duga.'"
"Svo lengi sem þú mannst eftir að hafa Guð í
félagi með þér," sagði gamli maðurinn. Hann tók
í hendi Williams. "Eigum við að hafa orð með
félaga þínum núna áður en þú ferð?"
Saman krupu þeir í grasinu við hliðina á veg-
inum og báðu Guð um að vaka yfir William er hann
færi af stað út í heiminn. Þarna lofaði William
að hann skyldi halda sinn hluta af samningnum.