Innsýn - 01.09.1977, Blaðsíða 25

Innsýn - 01.09.1977, Blaðsíða 25
felur þegar óvinir hans ráðast á hann. Þegar hann fer að sofa yfir veturinn, skríður hann inn í skelina sína, kreistir allt vatn út úr henni og lokar henni síðan með einhvers konar kalkefni. Skordýr geta ekki skriðið inn í gegnum þessa loku, en loft kemst þó í geng svo að snigillinn getur haft það notalegt allan liðlangan veturinn. Aðeins Guð á himnum gat hafa skapað svona undarlegt og dásamlegt fyrir- bæri sem snigillinn er. (Sjá Jóhannes 1,3) Ekki eru allir sniglar eins litlir og þessi náungi er. í Suður-Ameríku og á sumum eyjum er að finna snigla sem vaxa þar til þeir verða tveggja feta langir." Þegar litlu snigl- arnir þeirra koma út úr eggjum sínum, eru þeir alveg eins og foreldrar þeirra, nema hvað þeir eru langtum minni. Sumir sniglar lifa lengi. Risasnigillinn lifir í þrjátíu ár. Sniglar sem finnast í tjörnum lifa aðeins í eitt ár. Landsniglar lifa í tvö til fimm ár. Augu landsniglanna er að finna yst á horn- um þeim, sem skaga út úr höfði þeirra.' Þessi horn eru ekki hörð eins og á kúm, heldur mjúk eins og litli puttinn þinn. Hornin eru fjögur, og er tvö þeirra lengri en hin. Augun eru á þeim lengri. Þegar snigillinn fer að sofa eða felur sig yfir veturinn, eru hornin dregin inn líkt og fingur á hanska. Augun sökkva þá inn í hornin, svo að þau eru vel varin fyrir hnj aski. Snigillinn hefur margar tennur. Eitt sinn taldi tannlæknir tennurnar í snigli og fann þá 135 raðir af tönnum, og hafði hver röð að geyma 115 tennur. Sniglillinn hlýtur að þurfa að tyggja matinn sinn velf

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.