Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1979, Blaðsíða 13

Hagtíðindi - 01.02.1979, Blaðsíða 13
1979 45 Almennt um töflur I-IV. Her em birtar fjórar töflur með efni, sem sótt er 1 nemendaskrá. Þrjár þeirra eru samstæðar að þvf leyti, að þar er safnað saman upplýsingum um alla þá einstaklinga, sem nemendaskráin tekur til. f þeim töflum eru nemendur taldir saman eftir kyni, aldri.námsstað, lögheimili, og þvf, hvers konar nám er stundað samkvæmt mjög grófri flokkun. f fjórðu töflunni em hins vegar veittar^ upp-^ lýsingar um nemendur á tveim tilteknum bekkjarstigum 1 skólum nemendaskrár.þ.e.á fyrsta námsari eftir lok skyldunáms og á sfðasta námsári menntaskolabrautar. Tölur fyrstu 5 skólaáranna^ 1966/67 -1970/71, eru^handunnar á Hagstofu eftir nemendalistum og öðrum gögnum nemendaskrár. Tölur sfðustu 6 skólaáranna eru fengnar úr véltöflum.sem gerðar voru með sérstöku forriti eftir segulböndum nemendaskrár f Skýrsluvélum. Þessa_rtvær aðferðir eiga að geta gefið mjög svipaða niðurstöðu, en tæplega alveg eins. Samunur var þóá upptökuefn- isins, að^fyrstu 5 skólaarin eru ekki meðtaldir þeir nemendur, sem taldir eru hafa tekið^ próf við skólana án þess að hafa setið reglulega f bekk, sem undirbýr til þess prófs. Sfðustu 6 skólaárin em allir nemendur meðtaldir, einnig svo kallaðir utanskólanemendur. Þeir eru ekki^ margir, en koma einkum fram við miðskólapróf, gagnfræðapróf og stúdentspróf. Sjá um það f skýringum við töflu IV. Tilgangurinn meðbirtingu þessa efnisersá aðveita yfirlityfirþannnemendahóp.sem nemendaskrá- in geymirupplýsingarum.jafnframt þvf sem bmgðið sé upp mynd af hagnýtingarmöguleikum þess efnis, sem hé_r er um að ræða. Þess ber þó að_gæta, að töfluefnið er að þe_ssu sinni unnið sjálfstætt fyrir hvert skóla_ár f senn. Efnið f nemendaskra er hins vegar unnt að hagnýta með tengingu tveggja eða fleiri skólaára. Þá væri einstaklingum eða hópum einstaklinga fylgt eftir f tfma ogþannigrmn- sakaður ferill eða ferlar. Þessi tegund hagnýtingar er skammt á veg Komin. Skýringar við töflu I. Þeir nemendur, sem f töflunni em taldir vera f almennu námi á gagnfræðastigi, eru við nám f eftirfarandi skólum/bekkjum: Fullnaðarprófsbekk undanþágubamaskóla til 1972/73. Skólum gagn- fræðastigs, 1.-4.bekk. (Eftir gildistöku grunnskólalaga 1974 kemur f stað nafngiftarinnar 1.-3. bekkur gagnfræðastigs 7,-9. bekkur grunnskóla. 4. bekkur gagnfræðastigs heldur heiti sfnu og ein- kennum út tfmabilið). Það athugist, að hætt er að skrá 7.bekkjar nemendur 1975/76. Nemendur f menntadeildum 4.bekkjar gagnfíæðastigs eru ekki meðtaldir. Nemendur f 1.-2. bekk ^Verslunar- skóla fslands eru meðtaldir á meðan þeir bekkir vom starfræktir, en það var sfðast skólaárið 1970/71. Þeir nemendur, sem f töflunni eru taldir vera f almennu námi á framhaldsskólastigi.eru feftir- farandi skólum/bekkjum: Menntaskólar.^ Menntadeildir 4. bekkjar gagnfræðastigs og framhalds- deildir gagnfræðastigsskóla. Almennar bóknámsbrautir ogaðrar menntaskólabrautir fjölbrautaskóla. l.-2.bekkur Kennaraskólans samkvæmt gamla laginu (siðast 2,bekkur þar 1970/71), 1.-4. ár að- fararnáms f Kennaraháskóla fslands (fyrst 1. ár þar 1970/71), enn fremur sérstök menntadeild f Kennaraskóla skólaárin 1968/69-1971/72.^Lærdómsdeild (5.-6. bekkur) f Verslunarskóla fslands. Framhaldsdeild (3.-4.bekkur) Samvinnuskólans (fyrst 3.bekkur starfræktur 1973/74). Undirbúnings- deildiryrg raungreinadeildir Tækniskóla fslands. Skálholtsskóli, lýðháskóladeild (fyrst 1972/73). Undirbúningsderld búvfsindadeildar Bændaskólans á Hvanneyri, starfrækt öðru hverju(1966/67,1967/ 68, 1969/70, 1971/72, 1973/74). Nemendur f öllum öðrum skólum/bekkjum, en nú hafa verið taldir, eru samkvæmt skilgrein- ingu f sérnámi. Athygli skal vakin á þvf, að nemar f húarræðraskólumAiússtjórnarskólum eru hér taldir vera í sérnámi, enda þótt námið standi á margan hátt nærri því, sem hér er fellt undir al- mennt nám. Skipting milli framhaldsskólastigs og æðra námsstigs: Nemendur f meinatæknadeild (öll skóla- árin) og tæknifræðýdeildum (frá 1967/68)^Tækniskóla fslands, f búvfspndadeild Bændaskólans á Hvanneyri (öll skólaárin) og f Kennaraháskóla fsland_s ofan aðfaramáms (frá 19_71/72) eru taldir vera á æðra námsstigi, en nemendur allra annarra skóla/bekkja eru taldir vera á framhaldsskóla- stigi. Skýringar við töflu II. Orðið "G-skólar" f töflunni stendur fyrir skóla gagnfræðastigs annars vegar allt til 1973/74, en fyrir grunnskóla hins vegar frá 1974/75. Innifaldir eru allir nemendur f4.bekk gagnftæðastigs, svo og f framhaldsdeildum. Einnig er teknir með nemendur f fullnaðarprófsbekk undanþágubarnaskóla og f 1,- 2. bekk Verslunarskóla fslands, svo lengi sem slíkir bekkir voru starfræktir, samanber skýr- ingar við töflu I. Menntadeild Flensborgarskóla telst með "öðrum skólum". Tölulegur mismunur á nemendafjölda f "G-skólum" samkvæmt töflu II og nemendafjölda f al- mennu námt á gagnfræðastigi samkvæmt töflu I skýrist af mismunandi meðferð nemenda f fram- halds-og menntaaeildum. Ekki var unnt að koma þvf við að hafa fullt samræmi milli taflnanna varðandi þessa flokkun, vegna þess hvernig hagað var upptöku efnisatriða úr frumgögnum. Námsstaður er talinn f þvf sveitarfélagi, þar sem skóli hefur aðsetur og kennsla ferfram. Um lögheimili nemenda fer samkvæmt skráningu f þjóðskrá l.desember á hverju skólaári um sig. Skýringar við töflu III. Aldur er talinn f fullnuðum aldursárum nemenda 31.desember á skólaárinu samkvæmt fæðing- arári hvers nemanda f þjóðskrá. Flokkun og talningá nemendumyngri en 13 á_ra fór ekki fram við undirbúning töflugerðarinnar fyrir skólaárin 1971/72-1975/76. Frá og með skólaárinu 1975/76 varhætt að taka nemendur f 7. bekk grunnskóla (samsvarandi l.bekk gagnfræðastigs áður) f nemendaskrá, enda fellur þá einn ár- gangur framan af aldursflokkunum f skránni, eins og taflan sýnir.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.