Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Side 6
6
Fréttir / Fimmtudagur 27. maí 2004
Sé hér mikla ónýtta möguleika
-segir Kristín Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi Nýsköpunarstofu sem tók til starfa í vikunni
Starfsmenn Nýsköpunarstofu eru að
koma sér fyrir í húsnæði Tölvunar við
Strandveg. Nokkuð er síðan fram-
kvæmdastjórinn, Sigurjón Haralds-
son, tók til starfa en Kristín Jóhanns-
dóttir, sem kemur til með að starfa að
markaðsmálum ferðamála, er nýkom-
in til Eyja. Þegar blaðamann Frétta
bar að garði var Kristín á fullu við
tölvuna, með pappakassa allt í kring.
Eins og áður hefur komið fram
þekkir Kristín vel til í Eyjum þar sem
hún er fædd og uppalin hér. „Það má
segja að ég hafi fyrst komist í
snertingu við ferðamennsku hér á
menntaskólaárum mínum en á sumrin
vann ég á fluginu hjá Braga. Þeir
segja að þegar þú kemst í snertingu
við ferðamannaiðnaðinn þá smitist þú
af bakteríu sem ekki sé svo auðvelt að
losna við og sú er raunin hjá mér.“
Eftir að stúdentsprófi lauk flutti
Kristín til Noregs, starfaði þar í tvö ár
en fór svo yfir til Þýskalands í nám
árið 1984. „Ég hélt þá að ég væri hætt
í ferðamannabransanum, fór í nám en
vann svo sem leiðsögumaður fyrir
þýska ferðamenn á Norðurlöndunum.
Tíminn í Þýskalandi var mjög eftir-
minnilegur, þar upplifði ég m.a. fall
Berlínarmúrsins enda bjó ég í Berlín á
þeim tíma. Þá starfaði ég sem frétta-
maður hjá Ríkisútvarpinu og að
upplifa þennan tíma sem fréttamaður
var auðvitað alveg ómetanleg lífs-
reynsla. Ég hafði áður verið í Austur-
Þýskalandi þannig að ég þekkti allar
aðstæður mjög vel og skildi því mjög
Reykvíkingur því ég hef í raun aldrei
búið í höfuðborginni nema á mennta-
skólaárunum. Svo áttum við líka hús
hér, húsið á Hólnum og þar kem ég til
með að búa ásamt sonum mínum
tveimur."
Kristín hefur mjög ákveðnar skoð-
anir á því hvemig megi vinna að
ferðamannamálum hér í Vestmanna-
eyjum en hún segist hins vegar ekki
vera komin hingað til að umbreyta því
starfi sem fyrir er. „Hér er verið að
gera marga góða hluti og gott fólk sem
vinnur við þetta. En það þurfa að
koma til betri samgöngur við Vest-
mannaeyjar, það væri vissulega
frábært að hafa jarðgöng en þau eru
ekki til staðar og ég verð að byggja
upp markaðsstarfið á þessum for-
sendum. Það sem ég hef hugsað mér
er að nýta þau sambönd sem ég
öðlaðist í starfi hjá Icelandair í
Þýskalandi, til að byggja ofan á það
sem fyrir er. Hér þurfa menn líka að
sameinast í ferðamannaiðnaðinum.
Það gengur auðvitað ekki að hér séu
fleiri en ein samtök en til samanburðar
má benda á að í Berlín, þar sem búa 4
milljónir íbúa og annað eins af ferða-
mönnum heimsækir borgina, þar eru
aðeins ein ferðamannasamtök. Þjóð-
verjar eru ákveðnir og standa fast á
sínu en þcir átta sig á því að þeir þurfa
að vinna saman til að ná árangri. Það
þuríúm við líka að gera,“ sagði Kristín
að lokum.
KRISTÍN er komin heim í heiðardalinn. Það er sjálfsagt genetískt í okkur íslendingum að snúa alltaf aftur heim.
vel þær tilfinningar sem voru hjá
þýsku þjóðinni.“
En af hverju að snúa aftur heim til
Vestmannaeyja eftir rúmlega tuttugu
ára íjarveru? „Það er sjálfsagt gene-
tískt í okkur Islendingum að snúa
alltaf aftur heim. Mér leið mjög vel
úti, var í góðu starfi en heimahagamir
toguðu alltaf í mig og mig langaði að
búa á íslandi. Það kom ekkert endi-
lega til greina að búa í Reykjavík, ég
er miklu meiri Vestmannaeyingur en
Dagar lita og tóna: Metnaðarfull dagskrá að vanda
Eyvör og Guðlaug Dröfn mæta með eigin sveitir
BRÆÐURNIR Ómar og Óskar Guðjónssynir hafa skemmt gestum á Dögum lita og tóna.
e.t.v. einhverjirfleiri Eyjamenn flytja okkur okkar frá upphafi, og er hans byrja tónleikamir klukkan 21.00 og
okkur ljúfa tónlist," sagði Ingi. „Þess framlag ómetanlegt." dagskráin er ekki af lakari endanum.
má geta að Ámi Elfar hefur verið með Bæði á laugardag og sunnudag „Ég held að flestir eigi að finna
Aðalfundur Visku - fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vm.
Hefur staðið fyrir fjölbreyttu námskeiðahald á árinu
í þrettánda skiptið er nú blásið til Daga
lita og tóna þar sem slegið er í eina
hátíð myndlist og djassi af bestu gerð.
Upphafið var að heiðra minningu
Guðna Hermansen myndlistar- manns
og djassspilara. Undirtektir vom
frábærar og það sýndi sig að landsins
bestu spilarar vom meira en tilbúnir til
að bregða sér til Eyja og leyfa
Eyjamönnum og gestum að njóta þess
besta sem djassinn býður upp á í dag.
Og umgjörðin er svo myndlistin sem
prýðir veggi Akógeshússins, sem
hefur frá upphafi hýst hátíðina.
Ingi T. Bjömsson, í stjóm Listvina-
félagsins sem hefur veg og vanda af
Dögum lita og tóna, lofar góðri
skemmtun um helgina. „Þetta hefst
með opnun sýningar Birgis Andrés-
sonar á föstudagskvöldið klukkan
20.30, en Birgir á ættir að rekja til
Eyja. Þar verður að venju boðið upp á
tónlist, og eins og hefðbundið er hefst
hátíðin með því að Ámi Elfar og
Ólafur Jónsson flytja lagið „I’m
getting sentimental over you“.
Þá mun ‘29 árgangurinn ætla að
fjölmenna á opnunina og munu Guð-
jón Pálsson og Gísli Brynjólfsson og
VISKA - fræðslu- og símenntunar-
miðstöð Vestmannaeyja, sem stofnuð
var 6. janúar 2003 hélt aðalfund sl.
mánudag í fundarsalnum í Rann-
sóknasetrinu. Stofnaðilar Visku, sem
er sjálfseignarstofnun, era 18 talsins
og vora mættir fullúúar frá 16 þeirra á
fundinn.
í skýrslu Amars Sigurmundssonar,
formanns stjómar og Bergþóra
Þórhallsdóttur forstöðumanns, kom
fram að starfsemin gekk vel á síðasta
ári. Viska stóð fyrir fjölbreyttu nám-
skeiðahaldi auk þess að annast umsjón
með fjamámi og fjarkennslu í
nokkram mæli. Sama gildir um það
sem liðið er af þessu ári og hefur
Viska tekið upp samstarf við fleiri
háskólastofnanir um Ijamám.
Rekstur síðasta árs var í jámum, en
ráðast þurfti á þessu fyrsta starfsári í
umtalsverðar íjárfestingar í fjarfunda-
búnaði og ýmsum tækjum. Starfsemin
er til húsa á 3. hæð á Rannsókna-
setrinu Strandvegi 50, auk þess í
íjarkennslustofu í Framhaldsskólanum
í Vestmannaeyjum.
I stofnsamningi er gert ráð fyrir að
í stjóm sitji fulltrúar skóla Vestmanna-
eyjabæjar, annarra menntastofnana,
atvinnulífsins og stéttarfélaga og urðu
nokkrar tilfærslur og breytingar á
stjóminni á aðalfundinum. í stjóm
Visku vora kjörin Amar Sigurmunds-
son, Eygló Harðardóttir, Páll Marvin
Jónsson, Baldvin Kristjánsson og
Amar Hjaltalín. I varastjóm Gunnar
Gunnarsson, Davíð Guðmundsson og
Unnur Sigmarsdóttir, en þess má geta
að varamenn sitja jafnan alla stjómar-
fundi.
Forstöðumaður VISKU er Berg-
þóra Þórhallsdóttir.
eitthvað við sitt hæfi, enda tónlistar-
mennimir á ýmsum aldri og spannar
því tónlistin vítt svið. Fyrstar skal
nefna „Eyja“ söngkonumar, Guðlaugu
Dröfn Ólafsdóttir, sem ólst að mestu
leyti upp hér í Eyjum og Eyvöra
Pálsdóttur frá Götu, sem er vinabær
okkar í Færeyjum. Báðar koma þær
með eigin hljómsveit, en með Guð-
laugu leika Vignir Þór á píanó,
Gunnar Hrafnsson á bassa og Þor-
valdur Þorvaldsson á trommur, og
hver þekkir ekki Krákuna hennar
Eyvarar en þar era Eðvarð Lárasson á
gítar, Birgir Bragason á bassa og Pétur
Grétarsson sér um slagverkið. Þá
mætir hinn ungi og efnilegi Ivar Guð-
mundsson trompetleikari með eigin
kvartett, en hann var hér um daginn
með Tómasi R. Með honum leika
Sigurður Þór á gítar, Pétur Sigurðsson
á bassa og Kristinn Snær á trommur.
Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari
kemur einnig með sinn kvartett, en
með honum leika Agnar Magnússon á
píanó, Þorvaldur á trommur, og á
saxófón leikur Tomas Madsen frá
Danmörku" sagði Ingi en eins og sjá
má af þessari upptalningu er ljóst að
hér er á ferðinni frábært tónlistarfólk.
„Upphaflega áttu Dagar lita og tóna
að vera í eitt skipti en nú eram við að
halda inn í þrettándu hátíðina. Það
hefur ekki vantað spilara og fleiri
viljað koma en pláss er fyrir, og á
meðan einhverjir mæta til að njóta
góðrar tónlistar mun Listvinafélagið
reyna að standa sig í stykkinu," sagði
Ingi að lokum og hvatti fólk til að
fjölmenna í Akóges um helgina.
Listsýningin verður opin frá 14.00
til 18.00 um helgina.
Aðgangseyrir á tónleikana á laugardag
og sunnudag er krónur 1500 hvort
kvöld.