Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Page 14
14 Fréttir / Fiommtudagur 27. maí 2004 E^tldvin Kristjánsson rakti skólastarfið í vetur en í ár fagnar skólinn 25 ára afmæli: Utskriftarnemar komnir yfir 1000 Framhaldsskólanum var slitið í sal skólans á laugardaginn að viðstöddum nemendum og starfsfólki skólans, aðstandendum nemenda og svartir kollar voru óvenjumargir og ánægjulegt að sjá hvað margir sáu ástæðu til að heiðra skólann með nærvem sinni. Að þessu sinni útskrifaðist 31 nemandi og þar af 23 stúdentar. í ár fagnar skólinn 25 ára afmæli og verður þess minnst þann 10. september næstkomandi. í allt hefur Framhaldsskólinn útskrifað 1040 nemendur frá stofnun og þar af em stúdentar 560. Skólaslitin hófust með því að Baldvin Kristjánsson, aðstoðar- skólameistari fór yfir starfíð á vorönn sem hófst þann 5. janúar með setningu en kennslan byijaði þann 6. „Síðan þá hefur skólastarf staðið með litlum hléum. Þó lagðist af kennsla 3. 4. og 5. mars vegna svokallaðra opinna daga sem náðu hápunkti með glæsilegri ársháúð er að þessu sinni var haldin í Höllinni. Öll umgerð og framkvæmd árshátíðar var úl fyrirmyndar og verður vonandi til eftirbreytni í næstu framtíð. Hefðbundið páskaleyfi tóku menn svo auðvitað, en kennslu lauk 4. maí og próf hófust daginn eftir. Þeim lauk miðvikudaginn 19. maí. Einkunnathending og prófsýning fóru fram í gær 21. maí og senn útskrifast vemlegur hópur með burtfararpróf af margvíslegum toga,“ sagði Baldvin. Heldur færri nemendur hófu nám nú á vorönn en í haust eða um 240. „Slíkt er árvisst að nemendum fækki frá hausti til vors og þá ekki bara hér hjá okkur heldur er það og reynsla annarra skóla. Ein augljós skýring fækkunarinnar er náttúrlega sú að við útskrifum nemendur við lok haustannar. Af þessum 240 nemendum er hófu önnina hættu 19 nemendur öllu námi og 22 fækkuðu við sig áföngum. Þegar upp er staðið þá þreytlu nemendur próf til rúmlega 3600 eininga og stóðust próf í rúmlega 87% þessara eininga. Og talandi um próf þá tóku fimm nemendur okkar samræmt próf í íslensku nú í upphafi maímánaðar, en svo sem mönnum er e.t.v. kunnugt þá verður stúdentum skylt að gangast undir samræmd próf í íslensku, ensku og stærðfræði frá og með vori 2005.“ Flestir stunduðu nám á félagsfræðibraut eða 33% nemenda, 26% voru á almennum námsbrautum, 18% á náttúrufræðibraut, 8% á vélstjómarbrautum en þau 15% sem el'tir standa dreifast á aðrar brautir. „Og enn segir tölfræðin að við séum að gera þokkalega í mætingamálum þar sem nemendur eru með 83% raunmætingu í kennslustundir, veikindi em skráð um 4% og leyfi 8%. Við emm alveg þokkalega sátt við þessa mætingu og viljum meina að það að hækka viðveruskyldu úr 80% í 90% hafi skilað vemlega bættum árangri,“ sagði Baldvin. Undir lok aprílmánaðar heimsóttu um 20 útlendingar Framhaldsskólann og dvöldu hér í nokkra daga. „Þama vom á ferðinni kennarar og nemendur hollenskra, sænskra og ítalskra skóla sem Framhaldsskólinn á í samstarfi við. Þar fer svokallað Comeníusarverkefni og er yfirskrift verkefnisins Maður-Byggð-Menning og hefur það nú staðið eitt ár en að öllu forfallalausu mun það standa tvö ár hin næstu einnig." Annað sem Baldvin nefndi var að einn kennara skólans, Steinunn Jónatansdóttir, hóf að kenna Isfirðingum með fjarfunda- eða fjarkennslubúnaði sem Viska á og er HVÍTU kollarnir settir upp, Ólafur skólamcistari fylgist með. staðseltur í skólanum. „Þreifmgar em og í gangi um að bjóða nám til pungaprófs með sama hætti og einnig er mjög til skoðunar að Framhaldsskólinn, Viska og Menntafélagið, sem rekur Sjómannaskólann í Reykjavík, hafi með sér samstarf um ljarkennslu úl 3.stigs vélstjórnar." Breytingar á kennaraliði urðu engar milli anna og af húsnæðismálum sagði Baldvin fátt frétta nema heldur hefur lifnað yfir framkvæmdum hér utandyra síðustu daga. „Er von til að þeim framkvæmdum Ijúki í sumarog verður vemleg breyting á ásýnd skólans að þeim loknum.“ NJÁLL Ragnarsson flutti ávarp fyrir hönd stúdenta og þakkaði samstarflð síðustu fjögur árin. Bar hann skóla og kennurum vel söguna. TUTTUGU ára stúdentar færðu skólanum að gjöf málverk eftir Bjarna Ólaf. Allt voru það konur sem mættu en þær eru Valgerður Bjarnadóttir, Rut Haraldsdóttir, María Vilhjálmsdóttir, Guðrún Krístmannsdóttir, Guðbjörg Sigurgeirssdóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Sigurlína Sigurjónsdóttir og Katrín Frigg Alfreðsdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.