Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Page 53
3.3 Birgðabreytingar botnfískafurða 1905-1945
Sjávarafurðaframleiðslan 1901-1945 var í kafla 3.2 áætluð sem samtala útflutnings
og innlendrar fiskneyslu. Birgðabreytingar komu ekki inn í þá áætlun enda eru árlegar
birgðabreytingar ekki skráðar fyrr en 1926 og þá aðeins saltfiskbirgðir. Fyrir þeirri
skráningu er gerð grein í kafla 3.13. Astæða þykir hins vegar til þess að áætla birgða-
breytingar sem flestra afurða og er það gert hér á eftir. Byggt er á aflaskýrslum, sem
skráðar eru frá 1905 svo og útfluttu magni frá sama tíma.
Aætlunin nær aðeins til botnfiskafla og aðalafurða úr þeim afla, því ekki er hægt
að áætla birgðabreytingar síldarafurða né mjöls og lýsis með þessari aðferð. Bót er í
máli að botnfiskafurðir vega lang þyngst í útflutningsverðmæti sjávarafurða allt
tímabilið, sbr. töflu 3.9.1, er sýnir þetta fyrir 1911-1945. Lík hlutföll hafa án efa verið
1905-1910 og sýnd eru fyrir árin 1911-1915.
Utflutningur hvers tímabils, árs eða áraraðar, er:
Utflutningur = Birgðir í upphafi tímabils
+ Framleitt til útflutnings
- Birgðir í lok tímabils
Ef ekkert er vitað um upphafs- eða lokabirgðir er sá kostur einn eftir að reikna með
því að framleiðsla sé jöfn útflutningi. Yfir langt tímabil ætti þetta ekki að koma að sök
þar sem vægi framleiðslu og útflutnings er yfirgnæfandi miðað við birgðir.
Þegar litið er á styttri tímabil eins og ár geta birgðir verið umtalsverðar í saman-
burði við útflutning eða framleiðslu. Birgðabreytingar geta því leitt til þess að
verulegur munur komi fram milli útflutnings og framleiðslu og því rök fyrir því að
áætla birgðabreytingar sérstaklega.
Hér er þetta gert með því að umreikna allan afla yfir í fullverkaðan saltfisk. Eins
er farið með útfluttar afurðir. Þær eru allar umreiknaðar yfir í saltfisk. Að því búnu
er saltfiskígildi aflans og útflutningsins verðlagt skv. útflutningsverði á fullverkuðum
saltfiski hvert ár. Þá er gengið út frá því að útflutningsverð fiskafurða hafi nokkum
veginn fylgst að gegnum árin.
Umreikningsstuðlar eru sýndir á í kafla 3.11. Þeir eru reiknaðir í samræmi við
athugun Fiskifélags íslands árið 1948 um léttun fisks á ýmsum verkunarstigum (salt-
fiskverkun). Varðandi fryst fiskflök er byggt á áætlun Fiskifélagsins um umreiknings-
stuðla til notkunar 1985 fyrir þorskflök roðflett með beinum. í kafla 3.10 eru sýndir
eldri umreikningsstuðlar, sem án efa hafa haft áhrif á endanlegar áætlanir um þyngd
afla upp úr sjó, því í frumskýrslum var afli miðaður við ýmis vinnslustig, jafnvel
aðeins stykkjatölu. Óvinnandi er að meta áhrif þessara eldri stuðla á hinar skráðu
aflatölur, þau hverfa inní þá áætlun sem hér er gerð um vantal afla.
í töflu 3.3.1 eru sýndar niðurstöður um áætlaðar birgðabreytingar 1901-1945.
í 1. dálki þessarar töflu em sýndar aflatölur. Hér er valin sú leið að árin 1905-1911
er byggt á áætlun Fiskifélagsins, sem sýnir afla íslenskra skipa á íslandsmiðum. Þessi
áætlun birtist í töflu V-25 í Tölfrœðihandbók 1984 og er mun hærri en eldri tölur sem
51