Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Qupperneq 4

Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Qupperneq 4
4 Nýtt S. O. S. — „Hvenær getuni við lagt úr höfn?" spurði Ehrtmaun skipstjóri skipamiðlar- ann. „Ekkert til fyrirstöðu að þér farið heim til yðar, herra skipstjóri. Allt í lagi ef Jrér verðið hér aftur á nýárdag". Þessi ágæti skipamiðlari Jjekkir jafnt áliyggjur og gleði sjómannsins. En nú stóð hann ekki við orð sín, eða hafði kannske verið þvingaður til Jress „ofan frá“. Irena Oldendorf skyldi vera reiðubúin að láta úr höfn strax í kvöld. Og skipstjórinn situr í lestinni á leið til Emden; hann verður að komast um horð í skip sitt. Irena Oldendorff er skipið „hans'. Hann hafði tekið við skipstjórninni fyrir ári síðan. Hann tók við stöðunni af hróð- ur sinum, sem nú er skipstjóri á ciðru skipi sama skipafélags. Ljómandi gott skip. F.f ekki væri gaml- árskvöld mundi hann sannarlega gleðjast yfir Jrví, að sjá Jjað aftur. Skipið er ekki stórt, miklu fremur gæti Jrað kalla/.t lít- ið. Það er mælt aðeins 1494 lirúttólestir Stærra mátti það heldur ekki vera. 1500 lestir var hámarkið samkvænu teikning- unni, ekki ein lest fram yfir Jrað. Skipasmiðirnir höfðu leyst verk sitt vel af hendi. Smíðin hafði heppna/.t svo vel, að fimm skip höfðu verið byggð á sama iiátt og öll höfðu þau reyn/.t vel. Útgerðin var Jjó ekki ánægð tneð kola- kyndinguna. Því voru diesel-vélar settar í skipið fyrir ári síðan. Ehrtmann skipstjóri vár hinn ánægðasti með þá breytingu. Þá var gufuþrýtingurinn ávallt jafn og miklu betri vinnuskilyrði niðri. Samt er Ehrt- mann ekki í vafa um, að hann hefði aldrei farið til sjós, ef hatm hefði þurft að vinna í vélinni. En Jtað má hann ekki segja upphátt, að minnsta kosti ekki núna, er vélstjór- inn situr \ið hlið hans við lestarglugg- ann, súr á svipinn. og horfir á landið, sem Jjýtur framhjá með miklum ltraða. í huga hans eru siglingarnar ekkert ævintýri. Heimur hans er katlar og vélar. Þeim et bann háður með líkama og sál. Og í dag er hann allt annað en ánægð- ur með tilveruna. Því veldur hin óvænta fyrirskipun skipamiðlarans. Hann hafði ,eins og skipstjórinn, keypt sér farmiða til l.úbeck. í gær var hann glaður og skrafhreifinn. En í dag-------- „Haldið Jjegar í stað til Emden! Þéi verðið að leggja af stað í dag. Þessar dá- fallegu fréttir hafði síminn flutt honum í morgun. í stað Jjess að búa til púns- blöndu og bæta kertum í jólatréð urðu J>eir félagar að taka saman föggur sínar og halda af stað tafarlaust. Þeir kvöddu fjölskyldur sínar í flýti. Þeir hc'jfðu ekki einu sinni tínra til að snæða morunverð. Vélstjórinn andvarpaði í Iaumi. Ehrt- mann horfði svipjjungur á regnþrungin skýin, sem grúfa yfir landinu þennan dimma vetrardag og virðast þjóta enn hraðar um himingeiminn vegna hraða lest- arinnar. Síðustu dagana hafa stormar geisað á hafinu. Veðurstofurnar senda nú í sífellu aðvaranir til sjófarenda vegna illveðurs á hafinu. Og Jjað lítur ekki beinlínis út fyr- ir kvöldblíðu að Jjessu sinni. Ehrtmann skipstjóri rifjar upp í hug- anum veðurfréttirnar frá morgninum, er hann hafði heytt í útvarpinu áður en hann fór að heiman. „Hætta á allmiklum suðvestan stormi á Jjý/.ka flcjanum og Skagerak". Bezt að veta viðbúinn ónæðissamri nótt.

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.