Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Page 11

Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Page 11
Nýtt S. O. S. 1 stangli. Allir ern klæddir og allir með hjörgunarbelti; enginn með lífsmarki. Alls fundust þarna fjórtán menn. Fullir lífsþrár og vongóðir munu þeir liafa Iagt út á hafið. Stirðnaðir liggja þeir nú á sendinni strönd Borkum, hlið við hlið, þögult \ itni stórslyss, er skeð hafði þessa nótt. Hverjir eru þessir drukknuðu menn? Strandfógetinn og lögreglan reynir að komast að raun um það. Skilríki finnast á fáum mönnum, þar sem nöfn þeirra eru skráð. Sjómenn hera yfirlcitt ekki veski sitt meðan á vinnu- tíma stendur. En einn hinna látnu er klæddur leður- jakka, og þar finnast öll skilríki: H. Glienke, hafnsögumaður. Er þá auðsætt, að hafnsögumaðurinn hefur enn verið um borð í skipinu, er það fórst. Var skipið þá þýzkt eða útlent? Hvað hét það, hvar búa vandamenn hinna látnu? Frá hvaða útgerðarfélagi var skipið? I\íenn huga nú vandlega að rekagóssi. Allt í einu sést hjörgunarhátur á reki skamnrt undan ströndinni. Fiskimenn á staðnum hrinda þegar út báti til þess að ná honum á land. Báturinn er fullur af sjó. .4 kinnung hans má lesa nafn skipsins, er hann til- heyrir: IRENA OLDENDORFF. Báturinn var mannlaus. Hann hefur verið yfirgefinn, enda þótt hann væri ó- skemmdur með öllu og sjófær. Eitt sund- helti er í bátnum. Og eitt úthrunnið neyð- arhlys. Það er því ljóst, að neyðarmerki hafa verið send frá hátnum. En enginn Bork- umbúi hefur tekið eftir því. Enginn hef- ur komið til aðstoðar þeim fjórtán mönn- um, er án alls vafa liafa verið í þessum hjiirgunarbát. Dauðinn beið þeirra í öld- um hafsins. En hvers vegna hafa þeir yfirgefið hát- inn, þar sem þeir voru nokkurn vegirin öniggir um líf sitt, er fiskimönnunum, er nú draga hátinn að landi, hreinasta ráðgáta., Enginn sjómaður yfirgefur þær fjaljr, e'r hann flýtur á úti á opnu hafi, nema knýjandi ástæða sé til þess. Þar virð- ist þó hafa verið eini möguleikinn til björgunar. Eitthvað alveg sérstætt hlýtur að hafa skeð. Ýmsar skýringar eru þó á þessu fyrir- hrigði. Bátnum getur hafa hvolft í brim- inu og önnur brimalda komið honum á réttan kjöl aftur. En þá væri trúlega, að einhverjir hinna fjórtán manna hefðu getað haldið sér við hátinn. Þeir hefðu líka vafalaust reynt að rétta bátinn við. Einnig er auðsætt, að hefði bátnum hvolft, þá hefðu öll bretti, árar og árakrókar og annað lauslegt týnzt, ásamt sundbeltinu og neyðarblysinu. Bát- urim^ hefur því án efa fyllst af sjó, en aldrei hvolft. Samt sem áður hafa mennirnir yfirgef- ið hann. Og það um miðja nótt á hafi úti. Þetta ætlar því að verða óráðin gáta. En fiskiinennirnir og aðrir eyjarskeggjar telja sig geta fundið skýringu á þessu fyr- irbæri. Það er ekki í fyrsta skipti, að svip- aðir atburðir hafa skeð. Hérumbil hálfa mílu sjávar frá eynni eru langar sandgrynningar. Báturinn með hinum fjórtán skipbrotsmönnum, er hafa róið í áttina að eynni í stefnu á vitann, hefur steytt á sandgTynningunum í nátt- myrkrinu og setið þar fastur. Mennirnir hafa trúlega haldið, að þeir væru lentir á sandströnd Brokum-eyjar. Allshugar fegnir, að fá fastan grunn undir fætur, hafa þeir sem skjótast yfirgefið bátinn og

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.