Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 11

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 11
Callaghan kveikti sér í vindlingi og leit á úrið sitt. „Ef þú vilt vita þetta nákvæmlega, þá hef ég ennþá fjórðung stundar afgangs. Þú þekkir kerfið, sem notað var við skipalestirnar. er ekki svo?“ „Jú, það lield ég. PQ þegar þær sigldu til Rússlands, en QP þegar þær komu frá Rússlandi. — ]W á leið til Rússlands, en RA á leið frá Rússlandi. Bvrjunin á dulnefnum þessara tveggja lesta tölusett með tölunni 51. Þetta hef ég þó alltaf getað lært. En það er bezt að halda áfram, hvernig fór fyrir PQ 17?“ Callaghan dró andann djúpt. „IIla,“ sagði hann. „Það eru nú liðnir fimm mánuðir síðan. Það var í júlí. Hver árásin kom á fætur annarri með flugvélum og kafbátum. Fyrst gátu gæzluskipin að vísu að mestu leyti varið flutningaskipin. En svo kom skeyti frá yfirsjóherstjórninni um að ,,Tirpitz“ væri í þann veginn að fara frá Noregi til að skerast í leikinn, og þá voru herskipin kölluð til baka til þess að þau lentu ekki í klónum á honum. Skipalestin leystist síðan upp og enginn vissi ná- kvæmlega hvernig fót fyrir skipunum. En ég hef heyrt liðsforingjana tala um þetta sín á milli. Af 37 flutningaskipum týndust 24. En rúsínan í þessu er sú, að „Tirpitz“ kom alls ekki. Þetta var allt saman gert til að hræða okkur. Bölvuð vitleysa frá upphafi til enda.“ „Hver fjandinn, já, einmitt það, Tirpitz,“ greip Robinson fram í. „Var þá ekkert orrustuskip frá okkur á staðnum?“ „Of langt í burtu, hefi ég heyrt. Svo kom skipalestin PQ18 í septem- ber, þá týndust 13 skip af 40, um sama leyti var sökkt úr PQ14 skipa- lestinni 3 flutningaskipum, einu olíuskipi, einum tundurspilli og ein- um tundurduflaslæðara. — Náttúrlega liafa Þjóðverjar einnig orðið fyrir tjóni í þessum viðskipt- um, misst kafbáta og flugvélar. Á Onslow eyðilögðum við líka einn kaf- bát, eins og þú veizt. Annars má segja, að engin regluleg skipalest hafi verið send til Norður-Rússlands frá því í september, aðeins eitt og eitt skip. En þau týndust líka stundum.“ „Þá erum við fyrsta skipalestin frá því í september," sagði merkjavörð- urinn. „Hárrétt,“ svaraði bátsmaðurinn. „Ef við teljum JW 51 A og B sem eina heild. Er það nokkuð fleira, sem þér æskið eftir að vita, lierra minn?“ „Nei, eiginlega ekki, nema kannske eitt: — Heldurðu, að Þjóðverjar muni gera árás á okkur í þessari ferð?“ Svipurinn á grönnu andliti Callaghans varð nokkuð dimmur. 11 Nýt t S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.