Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 18

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 18
hryðjurnar urðu strjálli og sjórinn varð það sléttur, að hæg't var að manna fallbyssurnar. Það var líka nauðsynlegt, því snemma um morgun- inn þann 31. desember — í 20 gráða frosti — komu Þjóðverjarnir. — Orrustan við Bjarnaey hófst! Allir viðbúnir! - Þýzkt herskip! Á meðan skipalestin JW 51 B hjó sig áfram í hinni þungu undiröldu Norðuríshafsins, var fyrirrennari hennar JW 51 A, sem samanstóð af 15 flutningaskipum, einu tankskipi, 7 tundurspillum og 5 minni vopnuðum skipum, komin í örugga höfn í Murmansk. Þessi skip höfðu fengið gott veður, og ekki orðið fyrir neinum árásum Þjóðverja, hvorki úr lofti né af sjó. En skipalestinni JW 51 B var aftur á móti mikil hætta búin. Þann 25. desember hafði Þýzk fulgvél komið auga á skipin. Og þann 30. desember liafði þýzkur kafbátur verið í námunda við hana, þegar hún var stödd suður af Bjarnarey. Vegna stormsins hefði þessi kafbátur samt ekki gert neina árás á skipin og flugvélin ekki heldur af sömu ástæðum. Þjóðverjar höfðu orðið um þetta leyti allstórar flugbækistöðvar í Norð- ur-Noregi. En þýzka yfirherstjórnin sendi herskip rnóti óvinunum í þetta skipti. Það voru skipin: „Admiral Hipper“ og „Lutzow“, bæði nokkuð stór herskip, og tundurspillarnir: „Friedrich Eckholdt", „Rich- ard Beitzen“, „Theodor Riedel“, „Z 29“, „Z 30“ og „Z 31“. Yfirmaður þessa skipaflota var vísiaðmíráll Kmnmetz og hafði flagg hans verið dreg- ið að hún á „Admiraþ Hipper". Þessi átta skip létu úr höfn þann 30. desember s. 1. úr Altafirði, sem liggur milli Tromsö og Hammerfest. Það var gert ráð fyrir að mæta óvinuöum á gamlársdag 1942. Kummetz aðmíráll stóð ásamt herforingja- ráði sínu í kortahúsinu í brúnni á „Admiral Hipper“ og útskýrði fyrir því, hvaða aðferð hann ætlaði að nota, þegar hann réðist á skipalestina. Hann sagðist inyndi koma aftan að skipunum og ráðst á þau frá tveimur hliðum. Við höldum svo með 17 sjómílna ferð í norðausturátt. Ef áætlun okkar um stefnu óvinanna stenzt, drögum við þá brátt uppi, vegna þess, að þeir verða, sökum kafbátanna að fara sífelldar krókaleiðir og þar að auki ganga skipin ekki eins vel og okkar skip. Svo jregar komið er á staðinn, 18 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.