Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Side 24

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Side 24
að hann hat'ði verið leystur frá störfum í Gibraltar, hafði hann strax byrjað á „Onslow“ og ekki haft neinn tíma til að venjast loftslaginu á hinum norðlægari breiddargráðum. „Hvað ætli Ellen sé nú að gera í Plymouth?" hugsaði hSnn með sér. „Ætli hún geti ímyndað sér, hvað unnusti hennar verður að þola nú út við Norðurpól og foreldrar mínir í Greenwich?“ „Hver fjandinn er nú á seyði!“ Hann hafði komið auga á rauðleitan blossa í vestri og þess vegna hafði hann hrópað þetta. Klukkan var nú 9,30. Hinir ókunnu gestir, sem „Onslow“ hafði ekki enn komið auga á — voru nú byrjaðir að skjóta. Þeir skutu á „Obdurate". „Þeir eru byrjaðir!" hrópaði stórskotaliðsforinginn á „Onslow“ æstur. „Það sjást skotbjarmarnir í vestri, Sir!“ „Hart á bakborða!“ Sherbrooke gaf þessa skipun með eldingar- hraða. „Báðar vélar fulla ferð áfram! Sendið skeyti til „Orwell“, „Ob- edient“ og „Obdurate“: Þeir eiga að staðnæmast hjá „Onslow“! George Robinson hafði nú engan tíma lengur til að hugsa heim til sín. Hann gaf nú undirmönnum sínum skipanir um merkjasendingar, sem Ijóskastarinn svo sendi út í geiminn. Samtímis voru einnig skip- anir sendar gegnum loftskeyti. „Stýrið liggur hart á bakborða!" var staðfest frá stýrishúsinu „og báðar vélarnar fara fulla ferð áframl“ Tundurspillirinn hallaðist nú mjög á stjórnborða þegar honum var snúið. ískaldur sjórinn rauk yfir brúna. „í hve mikilli fjarlægð lialdið þér, að skotblossarnir séu, Guns?“ hróp- aði skipherrann niður á stórskeytapallinn. „Kannske 15 mílur. Þeir eru mjög langt í burtu.“ „Obdurate“ var nú í meira en 10 sjómílna fjarlægð frá ,,Onslow“ og var ekki hægt að koma auga á hann frá tundurspilli foringjans. Eins var ekki heldur hægt að sjá óvinina frá „Obdurate“. Eftir að stríðinu var lokið, voru teikningarnar yfir orrustusvæðið frá þessum degi bornar saman, kom þá í ljós 4 sjómílna mismunur á fjar- lægðinni þar og hinni raunverulegu fjarlægð milli „Obdurate“ og Þjóð- verja. Skipun Sherbrookes til „Achates“ og korvettunnar var: „Verið kyrr- ir þar sem þið eruð og hyljið ykkur með reyk!“ „Onslow“ öslaði nú áfram í vesturátt, eftir að ferðin hafði verið 24 Nýt.t. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.